Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1946, Side 37

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1946, Side 37
Halldór Helgason: - MANNSKAÐAR - Tileinkað minningu Helga Einarssonar frá Borgarnesi, er fórst í erlendri höfn —. I. Alla vetur úti á sænum alda reis meS þungan hreim. — Slysafregn í frosti og snænum frónskar byggSir sótti heim, — ekki um leik á „lystikænum“ lásu menn í sög.um þeim. — Þegar enn um Islands strendur ungur vorsins bjarmi fer, vængjum fjölgar, víSar lendur vakna, og ylinn helga sér, — saga um týnda sjófarendur sorgarslæSu á Ijómann ber. — SjómaSur á hafsins hrönnum hetjumerldS lengi bar, samstUlt dáS í aflaönnum, ár og segl og hreyfill var, — stóSu hærra stofumönnum stólpar landsins — einmitt þar. Barátta um brauSsins hleifa blasir einna skýrast viS þar sem enga linkind leyfa löSrungar á ýmsa hliS, — meSan aSrir erru aS þreifa einungis um setugriS. Margur sá, er vel á verSi vakti þar um hagi lands og aö þjóSarg.ulli gerSi glímu sína í nafni manns, saltan lokabikar bergSi, — báran köld varS leiSi hans. — Særinn tekur, særinn gefur, — sú varS löngum raunin á. Aldan lyftir, aldan grefur unga, rika manndóms þrá. — Vaka þó sem veriS hefur vonir úti um breiSan sjá. — II. VíSar en viS íslands strendur oj)in reynist feigSarvök, bíSur manna á báSar hendur báran — hvorki ein né stök. Sögubrot um sjófarendur sanna þessi köldu rök. — -— Allir lúta örlögsveSju, inn til byggSa, frammi á sæ; heggur sundur hlekk í keSju höndin þunga sí og æ, — heitir neistar kærrar kveSju kvikna þá viS skyndiblæ. — Einkamál í ævisögum eiga kapítulann sinn; minning. Ijós frá USnum dögum leggur sína þætti inn, lyftir þoku af daladrögum, dreifir skini um heiSarkinn. Jafnvel minnstu tungur tala tregans máli um horfin spor; yrfdr fífill úti á bala einhvern tíma seint í vor vinarljóS um lítinn smala, leiki hans og viljaþor. Þegar hlýja heiöríkjunnar hvelfist yfir dal og eng, gauluir, þrestir, grænir runnar grípa munu í líkan streng og viS samspil sólskrikjunnar syngja milt um „góSan dreng“. III. FariS heilir — einn meS öllum —, ættalcvistir, hafiS þökk. Ríkir ofar ölduföllum endurminning þess, er sökk. — Yfir þjóSar víSivötlum vakir samúS, djúp og ldökk. — (Á sumarmálum 1946) V í K I N G U R 197

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.