Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1946, Side 38
Oddur Kristjánsson:
Landshaf nir
Þótt Sjómannablaðið Víkingur birti grein þá, sem hér fer á eftir, telcur blaói'ö enga af-
stö'öu til deilumála þeirra, sem upp hafa risi'ö um stað fyrir væntanlega landshöfn á Snæfells-
nesi. Lítur blaðið svo á, að togstreita milli einstakra staða megi engu ráða um ákvarðanir í
slíkum málum, sem staðsetning landshafnar er. Þar hljóta athuganir og rannsóknir sérfræð-
inga að skera úr öllum ágreiningi.
Þetta stórmál framtíðarinnar, landshafnirnar, hefur
verið furðu lítið rætt á opinberum vettvangi, enda er
það vissulega oft notadrýgst, að vinna að málunum í
kyrrþey. Þó hafa birtzt nokkrar blaðagreinar, sem að
mestu hafa snúist um einn stað, Rif á Snæfellsnesi.
Má þar benda á greinar þeirra Óskars Jónssonar og
Eysteins Jónssonar um útvegsmál í Víkingi s.l. vetur.
Landshafnarmálin eru stórmál, og um leið viðkvæm.
Það verða forráðamenn þ.jóðarinnar að gera fullkomlega
upp við sig, áður en þeir taka ákveðnar staðarákvarð-
anir. Þegar einu byggðarlagi er lagt allt upp í hend-
urnar, eða með öðrum orðum komið til þess, og hlutirnir
gerðir án þess að íbúarnir þurfi nokkuð að hugsa eða
gera, hvað þá heldur að hafa áhyggjur af kostnaðinum,
á sama tíma, sem aðrir staðir dragast áfram með drep-
þungar skuidir, og verða að leggja sig alla fram til þess
að fá verkum sínum þokað áfram. Verður það að vera
skýlaus krafa, að staðirnir séu valdir þannig, og i þeirri
röð, að þeir skapi eftirfarandi:
Öryggi sjófarenda til hafntöku þar sem slíkt var ekki
fyrir hendi. Nýting njrra fiskimiða til sóknar frá höfn-
inni, og upplyftingu sem víðfeðmastra landbúnaðarhér-
aða, hvað samgöngur og verzlun snertir. Nú segja
menn, i sambandi við hina væntanlegu mótorbátaaukn-
ingu, sem ráðgerð er á næstu tveimur árum: Bæta verð-
ur aðstöðuna í Njarðvíkum, svo að þeir bátar, er nú
stunda veiðar við sunnanverðan Faxaflóa og helzt nokk-
urir fleiri, fái þar sómasamlega höfn. Þarna er ég alveg
sammála. Og hvað vilja menn svo gera við þá báta,
er ekki komast þarna að? Jú, byggja landshöfn í Rifi
á Snæfellsnesi eða í Ólafsvík. Það hefur sjálfsagt flest-
um, er um þessi mál hafa hugsað, verið það ljóst, að
fyrsta landshöfnin yrði ákveðin við sunnanverðan Faxa-
flóa, og hljóta allir að fagna því, jafnhliða því, að það
komi örugg leiðarstöð á Garðskaga.
En að Rif eða Ólafsvík verði næst í röðinni skal nú
rætt nokkuð. Um sama leyti og Alþingi var að ganga
frá landshafnarfrumvarpinu, vakna raddir nokkurra
manna á Sandi og bóndans í Rifi um, að þarna í Rifi sé
eitthvert ákjósanlegasta, hagkvæmasta og bezta hafnar-
og bæjarstæði, er til sé á íslandi, þarna verði að byggja
landshöfn. En þeir munu varla hafa verið búnir að
koma fréttunum um þennan landfund út fyrir sveitar-
takmörkin, þegar Ólafsvíkingar rísa upp og segja: Nei,
landshöfnin á að koma hjá okkur. Þannig verða lands-
hafnarmálin að togstreitu einstakra staða og einstakra
héraða, og það eru sjálfsagt lítil takmörk fyrir því,
hvað menn geta látið sér detta í hug í þessu sambandi,
en margar verða landshafnirnar á fslandi, þegar búið
er að byggja upp alla þá staði, er hafa jafnt til síns
ágætis og þessir.
Hins vegar er auðvelt að skilja rödd hrópandans frá
þessum illa settu sjávarþorpum, og allir geta tekið á
móti bættum skilyrðum til sjós og lands, eða í það
minnsta gert sér vonir um þau. — Fyrir rúmum 20 ár-
um var hafizt handa um hafnarvirkjanir á Sandi í svo-
kallaðri Krossavík, og í Ólafsvík. I dag eru þessar
hafnargerðir þó ekki komnar lengi'a en það, að þær
geta vart talizt var fyrir 10 til 15 tonna vélbáta, nema
þann tíma sólarhringsins, er þær eru á þurru, sem er
um allra smæstu fjörur. Þó er komið í þessi bátabyrgi
mikið fé. Það verður því að kallast æði mikil bjart-
sýni hjá íbúum þessara þorpa, að ætlast til þess, að
fyrsta landshöfnin verði byggð hjá þeim, án þess þó að
hægt sé að notast við nokkurn hlut af þessum tveimur
dýru hafnargerðum.
í Rifi verður allt að byggjast, hafnargarðarnir á alla
vegu og auk þess varnargarðar bæði til fjalls og í sjó
fram, til þess að verjast ágangi brims á annan veg og
beljandi jökulvatns á hinn veginn; síðan á allt að mok-
ast upp, langt fram í bláan Breiðafjörð. Mikil verða þau
verkin mannanna!
Eru nú forráðamenn hafnarmálanna og verkfræðing-
ar þeirra þessu sammála? Af ýmsu má ætla, að svo sé.
En voru það ekki forráðamenn þessara sömu mála og
verkfræðingar þeirra, er ákváðu hafnarstæðin, sem unn-
ið hefur verið að síðustu 25 árin, á Sandi og í Ólafs-
vík? Þeir hafa verið skammsýnir menn, og illa hefur
þetta heimafólk þá þekkt kosti síns byggðarlags.
Er hér verið að sýna ríkidæmi okkar?
Hafa landshafnarmálin skolað svo til í heilabúum
hinna stóru, að nú sé svo komið, að við þurfum ekki
lengur að notast við hafnir gerðar af náttúrunnar
hendi, er frá ómunatíð hafa verið skjól skipa á stóru
siglingasvæði ? Grundarfjörður hefur verið og verður
lífhöfn frá náttúrunnar hendi, er liggur spölkorn inn-
ar við Snæfellsnesið en þessii' staðir. Geta forráða-
menn þessara mála sagt: Vertu sæll, Grundarfjörður,
við þökkum þér fyrir það skjól og það öryggi, er þú
varst seglskútunum og hæggengu vélskipunum. Með
hraðskreiðari skipum, búnum dýptarmælum, miðunar-
stöðvum, Decca, Loran, Radar o. fl., ásamt betri leiðar-
ljósum, viljum við ekki leggja á sjómennina okkar að
leita þangað, nema kannske rétt í verstu veðrum, þeg-
ar tvísýnt er að leita landshafnarinnar upp að brim-
ströndinni á útnesinu.
Ég hef áður í blaðagrein minnst á það, hvernig pláss-
in Sandur og Ólafsvík urðu til. Síðan hafnarmálið í
19B
V I K I N □ U R