Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1946, Side 39

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1946, Side 39
Rifi komst á loft, hef ég verið að leita eftir þeirri skýr- ingu, hvers vegna það varð ekki Rif, sem varð þá út- róðrarþorp. Óneitanlega liggur Rif hagkvæmara en hvort þessara þorpa til fiskimiðanna. Þaðan er jafn- langt á hvor miðin sem er. Það var því ekkert eðlilegra en einmitt þegar menn börðust áfram á handaflinu, og hvert fetið var erfiðara en mílan nú til sóknar, hefði þessi staður verið valinn. Skýringuna á þessu hef ég fengið hjá gömlu sjómönnunum frá árabáta-tímanum. Ef Sandarar urðu að hleypa, eins og það var nefnt, innfyrir, þá reyndu þeir ekki landtöku í Rifi, þótt það væri næst, heldur lentu þeir annaðhvort á kambinum innan við Rifsós eða í Ólafsvík. Sama var að segja um Ólafsvíkinga. Með öðrum oi'ðum: Þessi landshafnarstað- ur var ekki einu sinni lendingarstaður fyrir okkar létt- byggðustu róðrarbáta. Þess má geta, að bóndinn í Rifi, sem er dugandi formaður, og hefur gert út smámótor- bát í mörg' ár, hefur alla tíð róið honum úr Krossavík. Eins og ég gat um að framan verður að taka lands- hafnarmálin í röð. Það, sem mest er aðkallandi, svo sem höfn við sunnanverðan Faxaflóa, er númer eitt, og frá henni á að ganga. Hér er ekki verið að kasta fram tugum miljóna til þess að geta veitt aðstöðu á næstu mánuðum og árum nokkrum mótorbátum, sem von er um að bætist í flotann; hér er verið að skipuleggja langt fram í framtíðina, um leið og verið er að leggja veg til nýrra auðnáma, og skapa sjófarendum nýtt ör- yggi til landtöku, sem þeir áttu ekki kost á áður. Næsta landshöfn á eftir Faxaflóa verður því við suð- urströndina, einhvers staðar frá Grindavík til Horna- fjarðar; það hlýtur að verða skilyrðislaus krafa. Höfn á því svæði uppfyllir öll þau skilyrði, er fram ber að setja um landshöfn. En hvað viðvíkur viðlegustað fyrir þá báta, er bætast í flotann á næstu tveimur árum, og ekki komast fyrir í Faxaflóa á vetrarvertíð, þá á að skapa þessum bátum aðstöðu í Grundarfirði til sjó- sóknar á hin aflasælu mið við Snæfellsnes. Nú þegar er kominn nokkur vísir að útgerðarstöð þarna, og yrði vel að þessu unnið á komandi sumri, er aðstaðan sæmileg þegar á næstu vei'tíð. Ef þessir bátar hinsvegar eiga að bíða í nokkuð mörg ár eftir hinni vafasömu höfn í Rifi, þá verða þeir að láta sér nægja sem viðleguhöfn svört strik á hvítum pappír inni á skrifstofum vitamálastjórnar. Að endingu þetta: Fyrir rúmum tuttugu árum var mótorbátur á ferð að vetrarlagi frá Norðurlandi til Reykjavíkur. Er ætlað var, að bátui'inn hefði verið kominn langleiðina fram með Vestfjörðum, gerði á hann vonzku veður. Er báturinn kom ekki fram eftir nokkra daga, var hans leitað af björgunarskipinu Geir. Spurt var í síma þar sem til náðist, en allt kom fyrir ekki, báturinn. fannst ekki, og var talinn af. Þetta atvik færði Grundfirðingum síma. Þangað hafði báturinn náð til hafnar, en vegna óveðurs varð ekki við komið að fara í síma, sem var rösk dagleið á hvern veg sem var. Það mun reynast svo, að þótt kostað verði miljónum króna í vafasama landshöfn á útnesinu, þá verður Grundarfjörður þar sem 'hann nú er. Og þótt þeir menn, er nú ber hæst í þessum málum segi: „Farðu vel, Grundarf jörður", þá mun hans þó verða leitað til skjóls svo lengi sem fley sigla þveran Breiðafjörð, og hafrótið æðir með öllum sínum þunga á gullgörðum landshafnar- innar á útnesinu. ^•JltrœJur: Jóh.armes Hjartarson Hinn 19. júní s.l. varð einn af merkustu skipstjórum hinnar eldri kynslóðar, Jóhannes Hjartarson, áttræður að aldri. Jóhannes var staddur að Reykjum í Mosfellssveit þann dag. Komu þangað margir vinir hans og kunningjar og heiðruðu hann á áttræðisafmælinu. Víkingurinn væntir þess, að geta bráðlega skýrt ýtarlega frá Jóhannesi Hjartarsyni og ævistarfi hans. JjJimmtucjui': Vilhjálmur Árnason Vilhjálmur Árnason, skipstjóri á togaranum Venusi, varð fimmtugur 27. maí s.l. Vilhjálmur hefur lengi verið einhver mesti aflamaður á togaraflotanum, svo sem alkunnugt er. Hann er einnig áhugasamur og dugandi í félagsmálum sjómanna. Sjómannablaðið Víkingur óskar Vilhjálmi gæfu og gengis. V I K I N G U R 199

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.