Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1946, Page 40

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1946, Page 40
MARGS ER AÐ GÆTA Nýsköpunarstefnan á mikið fylgi með ís- lenzku þjóðinni. Rétt er að þjóðin geri sér það ljóst, að það voru fyrst og fremst hinir starf- andi sjómenn á skipaflotanum, og fulltrúar þeirra í Farmannasambandsstjórn og Far- mannasambandsþingi, sem áttu upptökin að ný- sköpun atvinnuveganna, sem nú er í deiglunni. Með látlausum áskorunum og áróðri í ræðu og riti, fyrir eflingu skipastólsins, bættum vinnubrögðum við hagnýtingu sjávarafla tókst sjómannastéttinni að lokum að skapa þá öldu skilnings og samúðar, sem nauðsynleg var með- al nægilega margra stjórnmálamanna, til að hrinda framfarastefnunni af stað. En ekki er sopið kálið þótt í ausuna sé komið. Nú er það undir þjóðinni komið fyrst og fremst, hvort hún tjáir sig samþykka þeirri stefnu, sem tekin hefur verið, og vill áframhaldandi framfarastefnu til hagsbóta fyrir allan al- menning. Eða hvort hún vill nú snúa við á miðri leið og drekka aftur úr því hóffarinu sem hér tíðkaðist fyrir stríð. Sjómennirnir munu væntanlega vera sáma sinnis enn sem fyrr. Um það ber ekki að efast. Sjómennirnir í Farmannasambandinu börð- ust eins og hetjur fyrir byggingu Sjómanna- skólans, og nú er hann kominn upp, mikill og veglegur, einmitt í tæka tíð til þess að útskrifa fagmenn á hinn nýja skipastól. Yfir þessari menntastofnun sjómannanna þarf að vaka með mikilli árvekni, því munum það, að mennt er máttur. Kennslan í Sjómannaskólanum þarf alltaf að miðast við þær kröfur, sem gerðar eru til sjómannanna á hverjum tíma í hverri starfs- grein fyrir sig, án tillits til þess, sem nauðsyn- legt þótti áður fyrr, þegar siglingatæknin var ekki komin á það stig, sem hún er komin nú. Sú var tíðin, að skipstjórinn þurfti að kunna á flestu skil, hinir treggengu lestardallar flökk-- uðu frá einni höfn til annarar áætlunarlaust og án þess að hafa nokkurt samband við heima- höfnina tímunum saman. Skipstjórinn þurfti þá að kunna margt sem nú virðist vera orðinn hreinn óþarfi. Frá þessum tímum stafar vafa- laust vélfræðinámið, sem enn er krafist af skip- stjórnarmönnum. Vélskólinn útskrifar menn, sem eru fullfærir um að sjá um sitt verk. Vél- fræðinám skipstjórnarmanna er svo að segja einskisvirði, ekki nema til að sýnast, en eyðir þó miklu af dýrmætum tíma, sem bráðnauðsyn- legt væri að verja til þarfara náms. Þá er það hið verklega nám skipstjórnar- manna, sem virðist þurfa athugunar við. Dag- ar seglskipanna eru liðnir. Skipstjórnarnemar verða að sigla 3 ár hásetar áður en þeir fá inn- göngu í skólann. Á 3 árum á að vera hægt að læra alla venjulega vinnu, sem heimtuð kann að verða af skipstjórnarmanni. Sá, sem ekki hefur haft áhuga eða tíma til að læra nauð- synleg vinnubrögð á meðan hann var háseti, má ekki við því að eyða dýrmætum tíma til þess eftir að á skólann kemur. Þá má búast við að ýmislegt í sjálfri stýri- mannafræðinni sé orðið úrelt og óþarfi, svo sem breiddarreikningur fyrir utan hádegis- baug og fleira. Eins og kunnugt er, hefur orðið mikil bylting í sjálfri siglingatækninni. Ný tæki hafa verið fundin upp og náð mikilli full- komnun, sem öll miða að því að auðvelda skip- stjórnarmönnum hið áður vandasama starf, að gjöra staðarákvarðanir á höfum úti við mis- jöfn skilyrði. Þessi tæki þurfa allir skipstjórn- arnemar að læra að fara með á sjómanna- skólanum. Það er hlutverk skipstjórnarmanna að finna rétta leið skipsins yfir hafið og gjöra staðarákvarðanir. Þetta hlutverk verður allt á annan veg en áður, þegar öll hin nýju radíó- hjálpartæki eru komin í notkun. Þessi tæki þurfa skipstjórnarnemar a.ð lærá að meðhöndla, annars verða þeir ekkert annað en vaktarfor- menn um borð í skipunum, en aðrir verða að taka við skyldustörfum þeirra. Þetta má ekki ske. Skipstjórnarnemar eru nú yfirhlaðnir skyldunámsgreinum, og eiga því ekki auðvelt með að bæta við sig lærdómi. Taka þarf til gaumgæfilegrar athugunar hvort ekki er hægt að fella niður eitthvað af iærdómi, sem er orð- inn úreltur, og taka upp í staðinn bráðnauð- synlega kennslu í meðferð hinna nýju siglinga- tækja. Grímur Þorkelsson 200 V 1 K I N G U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.