Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1946, Side 41
Kristen Gundelach:
Elías slímir við örlösin
'maóaga
Hann Elías var nú eiginlega ekki frelsaður — en
það var ekki langt frá því. Hann fann að hann var
smám saman að verða trúaður. Hann fann fyrst til
þess í maganum — kaffi og jólakaka er fastur liður
á bænasamkomunum. Þeir gamalfrelsuðu og öruggu í
trúnni borga krónu í inngangseyri fyrir kaffi, prédikun,
jólaköku og í leigu fyrir salinn — en nýfrelsaðir flæk-
ingar fá stundum að fljóta inn án þess að borga og
fá ókeypis jólaköku og prédikun. Og jólakaka er góð
— hún er eins og sending af himnum fyrir þann sem
á ekki einu sinni stein að halla höfði sínu að. Já,
hann Elías fann svo greinilega að hann var að verða
trúaður.
Svo var það einn góðan veðurdag á miðju sumri að
hann varð leiður á að labba þjóðveginn frá Oslo til
Drammen. Það voru engar bænasamkomur um þetta
leyti árs og ekkert kaffi og jólakaka. Þetta var brenn-
andi heitur dagur, sólin bókstaflega steikti þjóðveg-
inn — hann var asfalteraður og orðinn ískyggilega
límkenndur — Elías hafði satt að segja enga sóla undir
skónum og enga sokka innanundir, og hann fann jörð-
ina „brenna undil- fótum sér“ eins og sagt er — og fór
þess vegna út af veginum til að borða bláber í skógar-
rjóðrinu.
Þannig var það sem hinn næstum frelsaði Elías
„fór villur síns vegar“ eins og sagt er. Og það urðu
ekki bara bláber get ég sagt ykkur. Um kvöldið þenn-
an sama dag var Elías alveg orðinn villtur. Hann
hafði ekki minnstu hugmynd um hvar hann var — og
það var líka sosum sama — einn staðurinn getur vei'ið
alveg jafn góður og annar — en hann var að skella
á með óveður og það var verra. Glorhungraður var
hann líka — því bláber eru ekki beinlínis undirstöðu-
matur.
Þá rakst hann allt í einu á svo reglulega fallegan
veiðikofa. Hann stóð upp á barði með indælu út-
sýni yfir Oslófjörðinn svo langt sem augað eygði. Elías
varð glaður þegar hann sá kofann í fjarska — hver
veit nema væri þar einhver matarbiti aflögu — og ef
það væri verulega gott fólk fengi hann kannski að
sofa úti í eldiviðarskýlinu.
En þegar hann kom nær varð hann mjög niðurbeygð-
ur. Það voru hlerar fyrir gluggunum.
Undir venjulegum kringumstæðum gæti jafn skikk-
anlegu greyi og Elíasi áreiðanlega aldrei dottið í hug
að brjóta upp lás á læstum kofa. En nauðsyn brýtur
lög — og nú var það regluleg nauðsyn.
Elías sagði seinna að hann hefði verið búinn að
ákveða að sofa á stað sem aðeins var kræktur aftur,
af því þar er ekki neinu til að stela, þvert á móti, jafn-
vel þjófar koma heiðarlega fram á þeim stað og gefa
frá sér í staðinn fyrir að taka til sín. — Það var hjarta
í hurðinni og „þar sem er hjartarúm, þar er líka hús-
rúm“ stendur þar.
En eftir því sem þetta skikkanlega, næstum trúaða
grey, hann Elías, sagði, vildu örlögin hafa þetta öðru-
vísi. Allt í einu var komið þrumveður. Mesta þrumuveð-
ur í manna minnum — a. m. k. í Elíasarminni! Það
komu heil knippi af eldingum frá himnum, — sex —
átta eldingar í knippinu. Og það var engu líkara en
þeim myndi slá niður í Elías fyrir syndir hans. Elías
hoppaði fram og aftur fyrir framan lokaðan kofann
og reyndi að sleppa við þær. Þegar hann var strákur
hafði hann verið skolli leikinn í að láta ekki hitta sig
í boltaleik — og þetta kom sér vel í þessum ömurlegu
kringmstæðum. Eldingaknippi eftir eldingaknippi
stefndu beint á hann, en nei takk, sem ég er lifandi —!
Eitt þeirra sveið alveg rassinn úr buxunum hans en
án þess að setja svo mikið sem blöðru á hann sjálfan.
Sumt voru kúlueldingar, þær voru verstar, þær ultu allt
í kring um hann og það var ómögulegt að vara sig á
þeim. Ein þeirra — pínu agnarlítil — svona eins og
smápilla — valt niður á milli skyrtulíningarinnar og
jakkakragans — það var rétt á síðasta augnabiki að
hann gat hrist hana fram úr hægri erminni áður en
hún sprakk með bopsi eins og vondur hundur. Skyrtan
og jakkinn voru sviðin og rifin í tvennt — það var ekki
hægt að nota þau meir — en sjálfur bjargaðist hann
líka í þetta sinn.
En rétt þegar hann var sem mest önnum kafinn að
hoppa og sveigja frá eldingunum tók hann eftir því
að það var eldingarvari á kofanum. Þá hugsaði hann
„Safety first“, því hann hafði verið sjómaður og kunni
ensku. Og svo tók hann dírkarann upp úr vasanum.
Það lítur nú kannski einkennilega út að Elías skyldi
vera með dírkara í vasanum. En málið á sér sínar eðli-
legu orsakir: hann hafði fengið dírkarann sem minja-
grip hjá góðum vini sem átti tvo og sagði að þeir væru
til að taka upp með dósir. Elías hafði aldrei notað
dírkara fyrr og vissi ekki hvernig átti að fara að því,
en neyðin kennir naktri konu að spinna — einhver hul-
in hönd leiddi hann til að nota dírkarann einmitt eins
og dírkara á að nota. Rétt á eftir sat hann í góðu yfir-
læti inni í eldingarvarða veiðikofanum og þakkaði guði
björgunina — meðan eldingarnar voru í síðastaleik fyr-
ir utan.
Elías gisti — guð fyrirgefi honum syndir hans — í
þessum ókunna kofa. En hann svaf á gólfinu til að skíta
ekki út sængurverin.
Örmagna af þessum eltingaleik við eldingarnar svaf
hann eins og steinn alla nóttina.
Daginn eftir hafði hann hugsað sér að halda ferð-
inni áfram — en því miður var úrhellisrigning. Og
jafnvel þó það hefði ekki rignt, hefði honum verið ó-
gerningur að halda áfram eins og útgangurinn var á
honum. Það er aðeins í frumskógum Afríku og öðrum
frjálsum og friðsömum stöðum að leyfilegt er að ganga
nakinn. Og nú var Elías í sannleika sagt nakinn. Ekki
var hann í skyrtu og ekki var hann í jakka — það
fór hvorttveggja í viðureigninni við kúlueldinguna —
V I K I N □ U R
2D1