Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1946, Síða 44
Jón Dúason, dr. jur.:
— Kröfur Islendinga til Dana —
Er landshluti eða nýlenda losar sig undan aðallandi,
eignast hún venjulega þær ríkiseignir, sem á hennar
svæði eru, en ekki kröfu á uppgerð á sameignum rík-
isins. Nýlenduna eða landshlutann brestur þjóðarréttar-
legan persónuleika til að geta gert slíka kröfu. Þið mun-
ið t. d. ekki hafa heyrt þess getið, að brezkar sjálf-
stjórnarnýlendur, er fengu fullveldi, eða írland hafi sett
fram kröfur um uppgerð á sameignum brezka alrík-
isins.
Ef eitt eða fleiri lönd gera samfélag sitt í einu ríki,
án þess þó að glata fullveldi sínu að lögum, og eitt
eða fleiri þeirra gengur úr því samfélagi síðar, geta
þau lönd, er ganga úr sambandinu, gert kröfu um
uppgerð á sameignum ríkisins. Eitt þeirra á ekki sam-
eignirnar öðrum fremur, og þau eru öll persónur í þjóða-
réttinum.
Það mætti t. d. virðast sjálfsagt, að ef Skotland
skildi félag sitt við England, ætti það heimting á upp-
gerð og skipting landa og eigna brezka heimsveldisins,
en þar á móti ekki Wales, er var hernuminn. Er Nor-
egur skildi við Danmörku 1814—21, gei'ðu Norðmenn
kröfu um hlutdeild í krónnýlendum, Eyrarsundstolli,
stofnunum, höllum, víggirðingum og öðrum sameignum
ríkisins. En þeir voru svo óforsjálir, að gera ekki kröfu
til landanna og hlutanna sjálfra, heldur heimtuðu skaða-
bótagreiðslu í fé. Danir töldu sjálfsagt, að sinna þess-
ari kröfu, þótt tregir væru þeir til að láta neitt veru-
legt af hendi rakna. Þá gátu menn ekki skotið málum
sínum til alþjóðadóms, og aðstaðan til að beita annað
óstyrkara land rangindum ólíkt álitlegri þá en nú. Samt
var samið um hlutdeild Noregs í sameignum danska
ríkisins, og niðurstaðan varð sú, að hlutdeild Noregs í
ríkisskuldunum var færð úr áætluðum 15 millj. ríkis-
dala niður í þrjár. Eftirgjöfin nam þannig 12 millj.
ríkisdala, sem var stórfé þá. En bæði löndin voru mjög
illa stæð um þessar mundir.
ísland hefur aldrei glatað persónuleika sínum sem
fullvalda land. Þess vegna á það heimting á uppgerð
og skiptingu sameigna danska ríkisins. Hefði það misst
hinn þjóðaréttarlega persónuleika sinn að lögum, mundi
það þar á móti ekki eiga slíkan uppgerðarétt.
Alþingi hefur aldrei samþykkt neina tilslökun í þess-
um efnum. Alþingi samþykkti 13. og 14. gr. sambands-
laganna, en ekki meira. Svohljóðandi samkomulag
dönsku og ísl. nefndarmannanna: „Samkomulag er um
það, að öll skuldaskipti milli Danmerkur og íslands, sem
menn hefur greint á um, hvernig væru til komin, eiga
að vera á enda kljáð ...“, samþykkti Alþingi ekki, en
landsstjórnin tjáði sig þessu samþykka. Þau skulda-
skipti, sem menn greindi á um áður, voru stólsjarðirnar,
kirkna- og klaustrafén, tjón einokunarinnar og þvílíkt.
En athugasemd þessi setur enga hindrun fyrir það, að
þær uppgerðar-kröfur verið settar fram, sem ekki höfðu
verið umdeildar fyrir 1918. Þær uppgerðarkröfur, er
Síðari grein
hér verða settar fram, hafa aldrei verið umdeildar. Vík
ég nú að þeim:
Fyrir 1814 voru í Danakonungs veldi þessi fullvalda
lönd: Danmörk, ísland, Noregur og Slésvík-Holstein.
Slésvík-Holstein var hertekið 1864 og var innlimað í
Prússland. Þar með féll réttur þess til samninganna
niður, er það missti þjóðaréttarlegan persónuleika sinn.
Noregur var slitinn úr sambandinu 1814, án þess að
missa þjóðaréttarlegan persónuleika sinn. Eftir voru
þá í Danakonungs veldi aðeins 2 fullvalda lönd, ísland
og Danmörk, og áttu þau í félagi allar sameignir ríkj-
anna, en þær voru næsta miklar og margvíslegar eins
og reikningar danska ríkisins bera með sér. Það voru
herskip og ríkisskip, hafnir og hafnarmannvirki, verk-
smiðjur, járnbrautir og járnbrautarstöðvar, vegir, mikl-
ar landeignir, víggirðingar, hallir og húseignir, ríkis-
skólar og allar æðstu menntastofnanir og stórfengleg
bóka-, lista-, þjóðminja- og náttúrugripasöfn, og ótal
margt fleira af slíku tagi, er kostað hafði verið úr
ríkissjóði. Einhver kynni að svara og segja, að ríkis-
eign eins og vegir tilheyri landinu, sem þeir liggja um.
en ég spyr þá á móti, var ísland ekki algerlega vega-
laust, og ef fé íslands, sem var sérstakt þjóðfélag, var
varið til vegagerða í Danmörku, áti það þá ekki eignar-
hlutdeild í þeim? Jú, alveg efalaust. Einhver kynni að
segja: Fjárskipti íslands og Danmerkur hafa farið
fram. Nei. Aðalskilnaður á tekjum þeirra fór fram, en
aldrei nein uppgerð sameignarbúsins, og aldrei nein
eignaskipting, nema ef vera kynni um stólsjarðirnar og
þvílíkt. Því næst á ísland óskerta hlutdeild sína í Eyrar-
sundstollinum og hlutdeild sína í krónnýlendum og
sameignarlöndum ríkisins. Við skulum nú víkja nánar
að þessu:
ísland var innan Noregskounga veldis, og Noregur
var því nátengdara land en öll önnur. Er Noregur var
slitinn úr sambandinu, var þar höggvið nær íslandi en
nokkru hinna landanna. ísland á því sérstaklega ríka
kröfu til þess, sem Friðrik VI. fékk fyrir afsal Noregs.
Samkvæmt sérstökum leynisamningi fékk Friði'ik VI.
strax útborgaða 1 millj. ríkisdala. Og þar sem konung-
ur blygðaðist sín fyrir að láta það sjást svart á hvítu,
að hann seldi þegna sína, var það látið heita styrkui' til
útbúnings danska hersins.
Því næst gáfu Svíar Friðriki VI. upp 12 millj. kr.
herskatt og álíka upphæð vegna hei'töku skipa.
Þótt önnur strönd Eyrarsunds væri sænsk, viður-
kenndu Svíar samt tollrétt Dana í sundinu. Eyrar-
sundstollurinn var gömul gróðalind hins dansk-norska
veldis, er haldið var uppi með sameiginlegum styrk
allra landa konungs, en þó sérstaklega með flotanum,
sem tekjurnar af Islandi runnu óspart til. Eftir að
Eyrarsundstollurinn hafði gefið ógrynni fjár í ríkis-
hirzlu Danmerkur um aldirnar, var hann leystur af
2G4
V í K I N G U R