Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1948, Side 24
„Jæja. Varstu lengi smali í Arnardal?“
„Nei, blessaður vertu. 13 ára fór ég að stunda
sjó á árabát og hef komið lítið nálægt rollum
eftir það. 22ja ára var ég orðinn formaður á
14 tonna seglbát, sem Margrét hét. Margrét
var félagseign okkar Árna kaupmanns Sveins-
sonar á Isafirði. Stýrimaðurinn, á meðan ég var
með Margréti, hét Björnmundur Sigurðsson,
gamall skipstjóri frá Hafnarfirði og ágætur
sjómaður. Þess utan var ég oft með skip fyrir
gömlu Ásgeirsverzlunina á ísafirði o. fl.“.
„Svo þú ert lærður maður í sjómannafræð-
inni?“
„Nei, nei, — hafði ekkert lært“.
„Eitthvað hafa formennirnir þurft að kunna
svo þeim væri trúandi fyrir skipi úti í rúmsjó?“
„Næma eftirtekt á lofti og sjó. Kunna á skýin
og straumana, og svo höfðum við áttavita".
„Mér dettur í hug“, — segir Magnús — um
leið og hann réttir sig í sætinu og ýtir bollan-
um frá sér inn á borðið — „að segja þér frá
einni sjóferð minni á Margréti, úr því við er-
um farnir að rabba saman um þessi mál.
Margrét var gamalt skip og álitin fremur lé-
leg, en hún fór vel í sjó. Það voru mörg skip,
stór og smá, á handfæraveiðum miðviku-
daginn 6. maí 1896. Við vorum búnir að
vera þar 4—5 daga, höfðum storma og leiðinda
veður og fiskuðum lítið. Við tókum eftir því,
að stóru skipin færðu sig lengra til og lensuðu
undan veðri, þar til þau voru komin 44 mílur
norð-austur af Horni. Þá orðinn hægur en veð-
urútlitið ljótt — þungur norðan sjór og kaf-
aldsbylur í hafi. Þegar þessi stærri skip fóru
að lensa, segi ég við háseta mína, að okkur sé
ekki meira að lensa en hinum, og fer á eftir
þeim alla leið. Þar er nógur fiskur og allir fara
að draga þar til dimmt var orðið. Um nóttina
— aðfaranótt fimmtudagsins 7. maí — rennir
á norðan stórhríð með grimmdar frosti og
feikna veðurhæð. Hér varð við ekkert ráðið.
Treystumst ekki að sigla svo litlu og veikbyggðu
skipi í slíkum stórsjó. Hér var um ekkert annað
að ræða en leggjast til drifs.
Stærri skip — 30—40 tonna — gátu siglt inn
á firði. Þetta veður hélzt óbreytt og miskunn-
arlaust fram á sunnudaginn 10. maí — þá fyrst
fór ögn að rofa til og veðrið smám saman að
ganga niður.
Höfðum við þá legið til drifs án þess að geta
nokkuð aðhafst um 80 klst. — Svo fljótt, sem
við sáum okkur fært, reyndum við að setja upp
segl og sigla til lands. Við náðum landi við
Rauðasand kl. 9 um kvöldið (sunnudagskvöld)“.
„Voruð þið allir lifandi?"
„Já, lifandi vorum við þó, að nafninu til“.
„En var ekki líðan ykkar voðaleg allan þenn-
an tíma?“
„Það hefur hún sjálfsagt verið. Það vill svo
verða þegar út í nauðirnar kemur, að hugur
og athafnir hafa öðrum hnöppum að hneppa,
en hugsa um venjulega vellíðan. Menn munu
sjaldnast vera þá kröfuháir um líkamlegar alls-
nægtir. Það hjálpar lítið að æðrast þótt inn
komi sjór í slíkum háska. Að mestu voru líka all-
ir rólegir og fáorðir — og virtust viðbúnir að
taka orðalaust hverju því, sem að höndum gat
borið á hverju augnabliki. Vitaskuld hefur okk-
ur verið það öllum ljóst, að þessi litla, vesæla
fleyta var ekkert öryggi. Það var aðeins tíma-
spursmál hversu lengi hún fengi að veltast hér í
æðandi brimrótinu í slíku fárviðri. — Hin leiðin
virtist liggja beinni fyrir, að allt lægi á hafs-
botni þá og þegar. Hér mátti ásannast, að ó-
feigum verður ekki í hel komið. Okkur var ætlað
lengra líf“.
„Höfðuð þið nógan mat?“
„Við höfðum að vísu eitthvað af mat, en það
var allt eyðilagt af sjó, svo við gátum ekki notið
hans. Aumast var að geta ekki hitað kaffisopa.
Að vísu brotnaði ekki „kabýsan", en hún fór
af stað eins og allt annað innanborðs, en rörin
fóru öll í mola, og því var útilokað að geta hit-
að upp. Og ekki var að ræða um að leggja sig,
því rúmföt okkar voru öll slöguð og blaut. Þú
sérð svo hér um bil hvernig líðanin hefur verið
þegar við náðum Rauðasandi".
„Hvernig viðtökur fenguð þið?“
„Ágætar. Á Rauðasandi var engin verzlun,
en bændurnir hjálpuðu okkur um mat og ann-
að, sem okkur vanhagaði um, til að geta komist
heim. Hér settum við „kabýsuna“ upp aftur og
fengum rör. Það var ótrúlegt, hvað við náðum
okkur fljótt og vorum hressir og glaðir. Síminn
var þá ekki kominn og því gátum við ekki látið
okkar nánustu vita að við værum lifandi.
Eftir tveggja daga viðdvöl á Rauðasandi,
kvöddum við velgerðarfólkið með hlýhug og
þakklæti fyrir ógleymanlegar viðtökur. Þá var
komið allgott veður, var létt og siglt út. Tek-
inn beitivindur austur og frá. — Veður fór
alltaf lægjandi, og þegar kemur út á svokallað
Barðagrunn, þá var komið logn. Þar var farið
að renna. Hér var þá nægur fiskur og góður.
Lognið hélzt lengi, og hér fengum við í bátinn
eins og hann gat borið. Eftir því sem ég bezt
man, þá dvöldum við hér sem næst vikutíma.
Síðan fengum við þíðan sunnankalda. Voru þá
segl upp sett og haldið heim.
Vitanlega átti enginn okkar von. Við vorum
taldið dauðir og komnir til himnaríkis eða þá
eitthvað annað, og aðstandendur búnir að sætta
2B6
vJkinbur