Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1948, Qupperneq 18

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1948, Qupperneq 18
DRÁTTARBRAUT Um þessar mundir er mikill áhugi vaknaður fyrir byggingu nýrrar og stórrar dráttarbrautar hér á landi. Mönnum er Ijóst, að sú geysilega sóun á erlendum gjald- eyri, sem nú & sér stað vegna þess, að viðgerðir á kaupskipaflota vorum verða ad fa/ra fram erlendis, er stórfellt tjónfyrir þjóðarheildina, sem ekki verður við unað öllu lengur. Auk gjaldeyristjónsins tapast við þetta mikil vinna út úr landinu og útgerð- arfélög verða fyrir margvíslegum töfum og tjóni. f júnímánuði 19AU stofnuðu allmargir iönaðarmenn i Reykjavík með sér félag, „Skipanaust h.f.“, til að koma upp dráttarbraut og öðrum nauðsynlegum tælcjum til skipaviðgerða og skipasmíða. Hlutafé var 1,3 millj. kr. Félagið tryggði sér land við Elliðaárvog og samdi við ameríslct sérfræðingafirma í drúttarbrautagerð, Crandall Dry Dock Engineers, Inc. Boston, um smíði dráttarbrautarinnar. Framkvæmdir eru komnar það áleiðis, að jarðvinnu er að mestu lolcið og lceypt hefur verið allt burða- timbur til brautanna. Er það þegar komið til landsins. Dráttarbraut þessi á að taka skip allt að 2500 smálesta stór. Telja þeir, sem vit hafa á slíkum málum, fyrirkomu- lag allt við dráttarbrautina frábærlega hentugt og stórum betra en víða er á drátt- arbrautum erlendis. Til frekari skýrimgar á þessu mikla nauðsynjamáli sjávarútvegsins, birtir Sjó- mannablaðið Víkingur fróðlega grein úr amerísku tímariti, eftir J. Stuart Crandall, framkvæmdastjóra og yfirverlcfræðing Crandall Dry Doclc Engineers, Inc. Er þar að finna ýmsar upplýsingar um dráttarbrautir. Er þess að vænta, að ríkisstjóm, Alþingi og Fjárhagsráð sýni nauðsynjamáli þessu velvilja og fullan slcilning. Fyrri tíma aöferöir. Upphaflega voru skip dregin á land með handafli upp í sem minnstan halla, en eftir því sem þau urðu stærri og þyngri fóru menn að smíða vindur og Fönikíumenn byrjuðu síðar að nota rennibrautir. Eftir því sem vísindin þróuðust, fóru menn að nota vagna á hjólum og einnig gufu og rafmagn, sem aflgjafa í stað manna og hesta. Dráttarbrautir voru fundnar upp í Bandaríkjunum eftir að byrjað var að draga skip á land á rennibrautum, sem mak- aðar voru í feiti. Síðan voru dráttarbrautirnar gerðar þannig úr garði, að stjórna mætti hrað- anum er skip voru dregin á land eða rennt í sjó. Skipabrautir. Um 1840 byggði William Hazard Crandall, sem var framkvæmdastjóri skipastöðvar í New- port, Rhode Island, tvær dráttarbrautir, sem þóttu svo fullkomnar, að hann var fenginn til að byggja brautir íyrir önnur fyrirtæki. Árið 1854 var hann fenginn til að byggja í Boston braut fyrir 1200 tonna skip, en það var stærra verk en áður hafði þekkst. Einn sona hans, Horace Ieving Crandall, sem stjórnaði verkinu, fékk eigendurna til að taka upp ýmsar nýjung- ar, þannig að segja má að hér sé um að ræða fyrstu þurrkvína á hjólum. Meðal umbótanna voru hallabreytingar og nýtt fyrirkomulag, sem gerði það að verkum, að auðvelt var að vinna hvernig sem á sjávarföllum stóð. Einnig setti hann vinnupalla á brautina þannig, að betur mætti komast að til að bregða á vírum áður en skipið er dregið upp á vagninum. Braut þessi er enn í notkun eftir 92 ár. Síðan hafa verið byggðar yfir 220 brautir fyrir allt að 5,000 tonna skip. Brautarteinar. Teinar dráttarbrautanna eru af tveimur gerð- um. Er önnur fyrir allt að 1000 tonn, en þá eru vagnarnir úr tré, en hin fyrir allt að 2,500 tonn, en vagnarnir eru þá úr stáli. Eru teinarn- ZBO VÍ <1N □ U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.