Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1948, Blaðsíða 5

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1948, Blaðsíða 5
Einar Kristjánsson Hugleiðingar um sumarsíldina 1948 Grein þessi er skrifuð á sildveiðum úti fyrir Norðurlandi í júll og ágúst. Daðurdrósin. Síldin er mikil daðurdrós. Þrátt fyrir það eru gerðar miklar áætlanir til að veiða hana, rétt eins og menn viti með vissu um síldargöngurnar og það langt fram í tímann. í trausti þess, að komandi sumar verði mikið síldar- sumar eða betra en hitt sumarið, er búið svo í haginn, að hægt verði að afla mikillar síldar. — Á flotanum, í síldarverksmiðjunum, á söltunarstöðvunum eru hundr- uð karla og kvenna reiðubúin að taka á móti aflanum. Vor eftir vor er fólk að undirbúa sig í þessi störf og væntir sér mikils. Sumir þykjast vita með vissu um síldargöngurnar, sjá sennilega einhver' tákn og merki í sjónum, líkt og í kaffibolla, og spá mikilli síld. — Venjulega reynast spádómarnir illa. Á bak við þá ligg- ur aðeins fróm ósk um mikla síld og góðar tekjur. — Miklu oftar hefur fjöldinn borið lítið úr býtum í síld en mikið. Áður en maður leggur í síldina er bezt að gera það upp við sjálfan sig hvers konar happdrætti hún er og álykta rétt: Þetta miklum tíma verður þú að fórna af sumrinu upp á von og óvon. Ef þú ert heppinn, get- urðu borið nálega eins mikið úr býtum á þessum stutta tíma og daglaunamaður á heilu ári, en veiðist ekkert, hefurðu þó tryggingu fyrir nokkru kaupi. Löngu áður en síldveiðin hefst, jafnvel áður en tryggt er, að útgerðin fái tiltæk lán til úthaldsins, eru verzl- unar- og f jármálaspekingar þjóðarinnar komnir á vett- vang með sín plön. Stórir verzlunarsamningar eru undirritaðir við slungnar verzlunarþjóðir, samningar, sem fela í sér kvaðir um, að aðrar þýðingarmiklar útflutningsvörur hve djúprista þeirra er mikil og sundið grunnt þegar lágsjávað er, hinsvegar er auðvelt að moka upp úr sundinu. Jafnframt þarf að taka bugður af innsiglingunni og gera hana beinni og breið- ari. Ennfremur þarf að koma fyrir föstum stólp- um með Ijósum við innsiglinguna í stað bauj- anna sem nú eru. Þingslit. Þinginu var slitið fimmtudaginn 14. október, megi ekki selja, nema svo og svo mikið af síldarafurð- um fylgi með. Þetta þýðir, að lífsafkoma þjóðarinnar og menning er ennþá á stigi ævintýrabúskaparins og utanríkisverzlunin er tilviljunum háð. Veiðin. Mestallan veiðitímann, dag eftir dag, mátti spegla sig í sjónum. Stöku sinnum var þoka á miðunum. Veru- leg bræla kom ekki fyrr en um 20. ágúst. 1 fyrstu var flotinn dreifður um miðin. Útlitið var vissulega ekki gott. Fiskimennirnir skiptust aðallega í tvo flokka, bjartsýna og svartsýna; þó voru nokkrir utanflokka, er engu spáðu. Dagblöðin stóðu venjulega með þeim bjartsýnu. „Síldveiðin glæðist", stóð feitletrað á fremstu síðu eins dagblaðsins. Það var á miðri sumarvertíðinni. Við munum þá hafa verið á leið frá Siglufirði austur á bóg- inn og stefndum á Grímsey. Síldarfréttir höfðu borizt frá Grímseyjarsundi. Það reyndist upsi. Þá var keyrt að Mánáreyjum. Þar vorum við í aftureldingu og sáum nokkrar ágætar síldartorfur. Um fimmleytið fórum við í báta. En það reyndist ógjörningur að kasta, til þess var of grunnt. Við höfðum aðeins djúpnót með- ferðis og vildum ekki eiga á hættu að eyðileggja hana. Allan þennan dag sáum við ekki síld. Um kvöldið var allur flotinn kominn á þessar slóðir. Rétt fyrir lág- nættið komu upp nokkrar gullfallegar torfur bæði djúpt og grunnt. Kringum 100 skip taldi ég rétt hjá okkur, fæst þeirra áttu menn í bátum. Sárafá skip fengu síld þetta kvöld, eitt eða tvö 400—500 mál. — En síldin hélt áfram að glæðast í blöðunum. Og frá Langanesi bárust nýjar fréttir um síld. (Langanesið er hið dulafulla „nes“, ein- hvers staðar þar úti fyrir hverfur síldin með öllu á haustin og engin veit hvert). hafði það staðið í 5 daga. Forsetinn, Ásgeir Sigurðsson skipstjóri, sleit þinginu með ræðu. Þakkaði hann fulltrúunum áhugann fyrir mál- efnum sambandsins og ötult starf á þinginu. Þingnefnd þeirri er hafði dýrtíðarmálin til meðferðar hafði eigi unnizt tími til að ljúka störfum, enda um yfirgripsmikið mál að ræða; var sambandsstjórn falið að vinna úr ályktun- um nefndarinnar. V I K I N G U R 267

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.