Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1948, Side 14

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1948, Side 14
hér Ijúgandi upp í nasirnar á mönnum, gamall sjómaðurinn? Ég vildi ekki missa vináttu karlsins, enda gat ég með góðri samvizku sagt, — að við nán- ari athugun sæi ég að þetta væri rétt, því lík- lega hefði það verið þessi skúta, sem frændi minn hafði verið á, en samkvæmt hans sögu- sögn hefðu dagarnir verið fjórir. Hvort það gæti verið sama skútan? — Hm, sagði þessi voðalegi siglari, það var í annað skipti, — í annað skipti, sko. I kaffistofunni í salthúsi Kveldúlfs lagði móti mér megnan ódaun af síld og votum klæðum; mér sló fyrir brjóst. Á suma bekkina höfðu nokkrir verkamenn fleygt sér og steinsofnað. Það voru menn, sem vakað höfðu frá tveimur upp í fimm sólarhringa og notuðu hvert tæki- færi sem gafst, til að varpa sér á þessi hörðu flet. Það er líkt ástatt fyrir þessum mönnum, sem ég hef verið að vinna með. Þeir sitja þögul- ir með stjarfa andlitsdrætti og neyta brauðs síns með misjafnlega hreinum guðsgöfflunum innan um um hrjótandi félaga sína. Andlit þeirra eru slæpt, en æðrulaus, hárið úfið og klesst við hársvörðinn og raddir þeirra hafa á sér þróttlítinn og undarlega hljómlausan blæ; þeir láta hugann reika skipulagslaust frá einu til annars. Ég virði fyrir mér þessar harðgerðu vökuhetjur, dáist af þrautseigju þeirra, en hryll- ir við slíkri þrælkun líkamans. Við hlið mér situr holdgrannur verkamaður með hendur í kjötlu sinni og starir hræðilega tjáninr'xrlaus- um augum á hitabrúsa á næsta borði; það er rauður brúsi. Augun geta ekki slitið sig frá brúsanum, það er eins og að á rauðum fleti hans opnist honum innsýn í myrka dulheima eða kynjamyndir, sem stjórnlaus og ofþreyttur heili birtir honum, en skyndilega hrekkur hann við og nýr augun, eins og til að banda burt ein- hverri óþægilegri hugsýn, dustar af hnjám sér, styður hönd undir kinn, og virðir félaga sína fyrir sér með þurrum augum, og þegir. Kyrrðin í kaffistofunni er alger, að undan- teknu því, að hún er öðru hvoru rofin af hrot- um, braki í bekkjum eða skrjáfi í pappír, en sígarettureykur, mengaður gufu frá votum klæðum og rauður bjax’minn frá glóandi ofniix- urn leikur um þessi höfuð og sveipar föl andlit- in fjarstæðukenndum blæ. En skyndilega er þessi lamandi þögn rofin og syfjulegar raddir mannanna berast mér til eyma. Það eru radd- ir úrvinda manna. Ji — Hvað segir Heggi ? spyr rödd, á hálfgerðri tæpitungu. — Og ég segi allt bærilegt, svarar „Heggi“ eftir langa þögn. Helgi er maður á sjötugsaldri, lítill og hrumur. — Þú borðar banana, og vinnur í Banan, ha? Villtu ekki heldur brauðsnauð með salt- kjöti? — Það er salt, bætir hann við og dregur seiminn. — Ég veit ekki, jú kannski, en ekki nema hálfa. — Það er salt. Þú verður þyrstur af því. — Bara hálfa. — Hérna, taktu hana alla. Það er salt. — Nei, bara hálfa. — Á ég þá að henda öðrurn helmingnum? — Ekki þeim, sem ég er með. Hvar færðu svona brimsalt saltkjöt? — Já, ég sagði þér það. Það er salt. Þig þyrst- ir af því. Það er úr Borg. Þeir þagna. Einn hinna sofandi manna lyftir þungum augnalokunum. Ég mæti rauðþrútnum augum hans, en lít undan. Hann er milli svefns og vöku og prjónar skyndilega með fótunum upp á bak- ið á manni, sem situr á brún bekksins, byltir sér síðan á hina hliðina og byrjar aftur að hrjóta. — Já, þeir eiga í öllu, þessir andskotar, svar- ar rödd. — Já, þeir eiga í öllu. Hann keypti þessa jörð fyrir tvö hundruð þúsund króna hlutabréf í X. — Ali Baba veit þetta allt saman. — Já, svarar Ali Baba drýgindalega og bi’ýt- ur kæruleysislega saman bréf utan af smurðu brauði. — Ég punkta þetta allt niður hjá mér heima. — Þú hefur það náttúrlega allt á smáblöðum ? — Maður verður að fylgjast með þessu, svai’- ar Ali Baba og hefur nú lokið við að brjóta saman bréfið og sýpur á hitabrúsa sínum. — Þú verður að gera það, ef þeir skyldu gleyma því. * Tíminn til morguns leið fljótt og var tíðinda- laus. Ég kvaddi yfii'saltarann með virktum og óskaði honum langra lífdaga, hélt síðan heim á leið, tvö hundruð ki’ónum í’íkari. Þegar ég lagði leið mína meðfram höfninni um kvöldið stóð gamli skútukarlinn enn við trogið í birt- unni frá kranaljósunum, með krókinn dinglandi yfir höfði sér, og hnakkreifst við nýja aðstoð- armanninn sinn. Það var þriðji sólai’hringurinn hans. 276 VÍKIN □ U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.