Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1948, Side 11
JÓHANNES H. JÓNSSON
£attarinh
Hressileg og fjörmikil lýsing á hinu ólgandi
athafnalífi við Reykjavíkurhöfn á síðastliðn-
um vetri. Höfundurinn er ungur loftskeyta-
maður.
Skömmu fyrir áramótin gerðist ég svo blank-
ur, að ég átti ekki lengur fyrir strætó eða rit-
blýi, og lánstraust mitt var farið veg allrar
veraldar, en það, sem verra var: ég sá fram á
að nýja árið myndi ríða í garð með blysum sín-
um, púðurkerlingum og rakettum, án þess að
ég gæti dreypt á því stórflóði átappaðs sólsins,
sem streyma myndi það kvöld. Þessi staðreynd
réði baggamuninn, ég brýndi mig með nokkrum
vel völdum orðum, brauzt gegnum myrkviði
geymslunnar og tók fram óásjálegustu garm-
ana mína í þeim göfuga tilgangi, að fara á síld
í Reykjavíkurhöfn. Síðan arkaði ég af stað nið-
ur að sjó og fór mikinn; ég óttaðist seið hvíl-
unnar.
Þetta var að kvöldi dags, tunglið, glampandi
eins og stífbónaður skalli, öslaði í djöfulmóð
um tröllstórar skýjabólstraklessur á himni, og
hornaþytur hvæsandi og ofhlaðinna síldarbíla,
skrölt í krönum og kalt glamur í ryðguðum
keðjum blandaðist gaulinu í vindinum þetta
kvöld, en bassinn í þessum þúsundradda kór,
sem steig upp frá höfninni, voru tröllslegir
dynkir í reykhuldum síldarbátum, að því komn-
um að sökkva vegna ofhleðslu, og hás hróp sjó-
blautra og hreistrugra sjómanna og hafnar-
verkamanna.
Bílar hlömmuðu sér miskunnarlaust ofan í
polla og slettu á mig og hús, og hátt í loft upp
fljótandi efni og þurru, vindhanar, flögg og
dulur snéru í austur og boðuðu rigningu.
Ég þerraði sora af vanga mínum og kreppti
hnefana í vösunum, bölvaði fátækt minni og
sökkti mér ofan í botnlausa þunglyndisóra.
Loksins stóð ég á hafnarbakkanum og leit yfir
heilan frumskóg upplýstra mastra og lagði við
hlustirnar.
Reyndu að lyfta undir trogið, djöflamergur.
— Haltu kjafti!
— Lagó!
Horn eru þeytt, eins og himinn og jörð séu
að farast. Drekkhlaðinn síldarbátu)• með síld
úr Kollafirði rennur hljóðlaust upp að Huginn
II.
— Ætlarðu að brjóta bátinn, öskrar hás sjó-
mannsrödd á Huginn II. Glugga á stýrishúsinu
er lileypt niður af slíkri heift, að það minnir
á skothvell, og úfið höfuð stingst út um glugg-
ann og skimar fúlskeggjað og villimannslegt til
hægri og vinstri.
— Slaka að framan, rymur í hausnum.
í flöktandi birtunni frá ljóskeri í mastrinu
hleypur tröllslegur mannslíkami. Stakkur þess-
arar viðbragsfljótu, álútu veru gljáir af vætu
og hreistri, og síldin, sem hún hleypur á, tindr-
ar og endurkastar tunglsgeislanum í ótal lit-
brigðum eins og þriggja turna silfur. Á milli
mastranna eygi ég örfirisey og skammt undan
henni stórt flutningaskip með öll siglingaljós
tendruð frá dekki til masturstoppa.
— Meira salt — salt!
— Babú!
Drottinn minn. Ég hrökklast til hliðar.
— Verkstjórinn. — Hvar er verkstjórinn,
hrópa ég, hvar er Viggi, Óli Tomm. Ég er ó-
styrkur af öllum þessum ys og þys, ég finn að
mér er ofaukið hér á glæsivöllum gjaldeyris-
tekjunnar.
Ég tek til fótanna og linni ekki hlaupunum
fyrr en ég hef hlaupið um þveran og endilang-
an hafnarbakkann.
— Síld, látið ekki standa á síldinni!
— Verkstjórinn. Ekkert svar. Tunna kemur
veltandi; ég stekk yfir hana með mýkt pardús-
dýrsins.
Silfur hafsins vellur, iðar og spriklar í trog-
VÍ KlN □ U R
273