Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1948, Page 29
Smásaga
ALEXANDER VLAHUTSA
(Rúmenskur höfundur).
„Herra eilífðarinnar! lát þú hjól tímans snú-
ast með meiri hraða. — Gjör þú árin að dögum,
og dagana að augnablikum...........“.
„Herra eilífðarinnar! hæg þú hraða tímans
og drag úr flótta hans. — Gjör augnablikin að
dögum og dagana að árum“.
Þá vildi herra tímans þóknast mönnunum,
og verða við hinum sundurleitu óskum þeirra.
Hann mælti við heilagan Pétur (dyravörð að
forgörðum hinnar eilífu sælu) : „Þú veizt að
jarðbúarnir eru ætíð óánægðir með lífskjör
sín. Þeir senda angurþrungin bænaandvörp til
mín, og bænir þeirra koma mér einatt í hinn
mesta vanda. Rétt í þessu voru sumir að biðja
um að ég hraðaði rás tímans sem mest. En á
sömu stundu voru aðrir að biðja um að tím-
inn yrði lengur að líða. En til að þóknast þeim,
hefi ég ákveðið að draga úr hraða tímans. Og
til að veita öllum mönnum nokkra úrlausn, út-
hluta ég hverjum einstakling jafnmörgum æfi-
árum, sem eftir tímatali mannanna eru þúsund
ár; hlutað niður í mánuði, vikur, daga og stund-
ir. Hverjum manni er í sjálfsvald sett, að ráð-
stafa þessum tíma eftir eigin geðþótta . . .
Það var auðséð á Pétri, að hann skildi eigi
gjörla, hvað drottinn átti við, en hann brann
í skinninu af forvitni.
„Ég sé að þú skilur mig ekki!“
Þá rétti drottinn honum bók eina mikla og
mælti: „I bók þessari eru jafnmörg blöð eins
og dagar eru í þúsund árum. Á hverj u blaði eru
tuttugu og fjórar línur. Það eru stundir sólar-
hringsins. Þær mást út og hverfa, líkt og blöð
trjánna, sem falla að haustinu. Klukkustund eft-
ir klukkustund. Ekkert vald megnar að aftra
því, eða fær þokað því lögmáli. Sérhverjum
Framh. af bls. 288.
15. Afli gæddur, aldrei kjur
þó ægis hvini í skolti
gno'ð fram setur gagnlegur
Guðmundur l Holti.
16. Afli sækir ódeigur
einrn af lcappi úr Leiru,
seggur gætinn Sólmundur
sína rækir formennslcu.
manni er í sjálfsvald sett að rífa burtu svo
margar stundir, daga eða ár, sem hann lystir.
— En til þess að af nokkru sé að taka, hefi
ég gefið mönnunum þúsund ára æfi..........“.
„En kæri drottinn! Þá er æskan ekki lengur
til, og barnið getur orðið öldungur um ár fram“.
„Nei, Pétur! ég hefi séð fyrir því, á þann
hátt, að enginn, sem er yngri en átján ára,
getur rifið blöðin úr lífsins bók“.
Og meðan drottinn var enn að tala, byrjuðu
mennirnir að rífa blöðin burtu, hratt og óaf-
látanlega. Þau þyrluðust á brott, sem fyrir ofur-
magni stormviðris. — Heil öld, eftir voru tíma-
tali, er sem ódeilisögn úr eilífðinni.
„Ég veit að þér muni detta í hug, að menn-
irnir muni verða ófarsælir, þegar fer að þrengj-
ast um þá á jörðinni. Þú skalt ekki gera þér
áhyggjur út úr því, til er staður, sem mun rúma
þá. — Farðu nú að sinna þínum störfum!" —
Gjörði Pétur. svo sem drottinn bauð honum.
*
Fangelsin, hermannaskálarnir, sjúkrahúsin,
götur og íbúðarhús, — allt var þakið af blöðum,
sem rifin höfðu verið úr bók lífsins. Æðisgeng-
in kennd hafði gripið mennina, til að hraða rás
tímans sem mest.
Þorstinn og þráin eftir því ókomna, hin eirð-
arlausa leit mannanna eftir fullkominni ham-
ingju, var hinn töfrandi draumur, sem gagn-
tók hugann. — Vissan um þúsund ára æfi
knúði á með ofunnagni. — „Hraðar! hraðar!“
töluðu allar tungur.
*
Laðandi vættur brosti, og lokkaði mennina;
þeir þustu á eftir henni, teygðu út hendurnar,
og bjuggust tiPað höndla hana.
„Haf dvöl með oss, aðdáanlega vættur! — lít
í miskunn þinni til vor, og lina þú þjáningar
vorar“. — Þannig andvörpuðu mennirnir, hver
í kapp við annan.
En ef hún staldrar við, fer hrollur um menn-
ina. Hún kyssir þá með köldum vörunum á enn-
ið, og sefar þjáningar þeirra. — Því þessi lokk-
andi vættur, sem mennirnir tilbiðja, — er dauð-
inn!
*
Það er knúð á hlið Paradísar.
„Ég er orðin þreytt á því að rífa blöðin
úr bók lífsins; vindurinn hefir þeytt þeim í
ýmsar áttir“.
„Ég er eilíf og óþrjótandi".
„Ljúk þú upp hliðum Paradísar fyrir mér;
heilagi Pétur!“
„Hver ert þú?“
„Ég er óþolinmæðin".
S. K. Steindórs þýddi.
VÍ K I N G U R
291