Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1953, Qupperneq 7

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1953, Qupperneq 7
Þess vegna er hann fyrst drepinn, því að þá er hægur eftirleikurinn að komast að og bana kúnni. Það er hásumar. Norður í Dumbshafi skín sólin nótt sem nýtan dag, hafflöturinn er spegil- sléttur, undiraldan þunga sefur. Og þama í kyrðinni og sumardýrðinni á haffletinum undir heiðbláum himni lónar steypireyður-kýrin stóra með kálfinn sinn. í góða veðrinu fara þau í leik, kýr og kálfur, móðir og barn, þau eiga sér ekki ills von. En langt vestur í hafinu fer annar hvalur, að vísu tífallt minni, en tuttugufallt skæðari, því að hann er tenntur og fer í hópum. Þetta er vargur hafsins, sem er í ránsferð, soltinn og vægðarlaus: Gríðar stóðið grimma og svarta, gárar flötinn hafsins bjarta. í vígahug stefnir háhyrningavaðið í áttina til reyðarhvalsins, og allt í einu hefur það séð eða heyrt öndun eða blástur hins mikla dýrs. Þá er aukinn hraðinn, fram undan matföng mikil og góð. En hvalkýrin mikla er líka komin á kreik. Eðlishvötin og hið næma móðureyra hefur sagt henni, að ekki sé allt með felldu. Eitthvað illt sé í aðsigi, nú liggi á að vekja kálfinn og koma honum undan. Kálfurinn vill ekki vakna, honum líður svo vel í logninu, fullur af nærandi móðurmjólk, sem er það bezta sem hann fær. Þá tekur hvalkýrin til sinna ráða, hún þrýst- ir snáðanum undir bægsli sér og leggur af stað með fullri ferð undan þeim óvini, sem hún frek- ar finnur en veit að veitir sér eftirför. Ending þessarar miklu ferðar er aðeins stutta stund og kálfurinn dregur heldur úr hraðanum, en óvinurinn eykur á eftirförina, espast og mæð- ist ekki. Fyrr en varir eru háhyrningarnir komnir á hæla hvalsins. Hann tekur, með kálf- inn í eftirdragi, lengsta, dýpsta og ferðmesta kafið, en þegar upp kemur eru vargarnir allt í kring, og nú ráðast þeir í bak og fyrir á kúna, en fáeinir slíta kálfinn frá móðurinni, sem tryllist og lýstur stóðið með sporði sínum hvert rothöggið öðru meira, og þótt margir háhyrn- ingarnir láti lífið fyrir hinum bjargþungu voðahöggum hins mikla risa hafsins, má eng- inn við margnum og eftir stuttan en ljótan leik en kálfurinn sumpart kominn í tætlur, sum- part horfinn í vargaginin, silfurtær sjórinn orðinn að blóðpolli, þaðan sem hin særða hval- kýr nú flýr í dauðans ofboði, til þess aðeins að bjarga lífinu, því að hún skilur, að kálfinn sinn er hún búin að missa. Óð af sárum og hræðslu tekur hún hvert kafið eftir annað. Eina hugs- unin er að komast sem lengst burt frá þessum hræðilegu fjöndum, sem drápu kálfinn hennar, en hún þarf að anda og fram undan bíður ann- ar óvinur, enn vitrari og engu vægari. Háttu hans og hernað skilur hún ekki, en þegar hún úr síðasta kafinu kemur upp, heyrir hún hvell mikinn og sér blossa, sem honum fylgir, finnur nístandi sársauka, rekur upp skelfilegt vein. Svo tekur við hið mikla myrkur. Móðurhjartað hafði skotmaðurinn hæft, hvalkýrin er einnig horfin út á hið mikla úthaf lífs og dauða og syndir þar með kálfi sínum. Eru nú sett fyrirmæli hjá þjóðum þeim, sem hvalveiði stunda, er tiltaka stærð á hvölum, sem drepa má, og liggja við þung viðurlög, ef út af er brugðið, en því miður mun ákvæðum þessum ekki vera nægilega hlýtt. Það er vitað mál, að hvalnum fækkar ört og álitið er að honum verði útrýmt, bæði á norður- og suðurhveli, áður en öld er liðin frá deginum í dag. Er þá lokið þróunarsögu dýrs, sem hóf göngu sína hér 1 heimi fyrir 50 milljónum ára. Þá er um leið horfið um aldur og æfi stærsta og sérkennilegasta dýrið, sem til varð á jörðunni, breytt í lýsi, glycerin, niðursuðuvörur o. fl., af óseðjandi mannkyni og skammsýnu, sem oft virðist ekki kunna fótum sínum forráð og met- ur stundarhagnaðinn meira en hagnað þann, sem dugir bæði í bráð og lengd. Smœlki — Það var einkennileg tilviljun. Ég er á gangi mcð fyrri manninum mínum, þegar sá seini kemur á fleygi- ferð í bifreið og ekur yfir liann. ÞaS var upphafið að vináttu okkar. * Konan: — Skelfing geturðu verið matvandur, Georg. Það er munur eða fyrri maðurinn minn. Hann borð- aði allt, sem ég bar á borð fyrir hann. MaSurinn: — En liann dó líka. * Lögregluþjónninn: — Hvemig gátuð þér ekið svona beint á staurinn, sáuð þér hann ekki? ÖkumaÖnrin (drukkinn vel): — Jú, víst sá ég hann. Ég sá meira að segja tvo, og ætlaði að komast á milli þeirra. * Geiri í Seli missti dóttur sína ársgamla. Þegar ná- grannarnir koma til að samhryggjast honum, tekur Geiri til máls: — Já, því segi ég það enn og aftur: Hefði þessi stelpa fengið að lifa og verið strákur, þá skyldi ég, svei mér, hafa látiS liana læra til dýralæknis. VÍKINBUR 133

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.