Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1953, Síða 10
um að hlúa að þessum atvinnuvegi landsmanna,
svo að hann geti alltaf starfað á heilbrigðum
grundvelli. án sérstakra vona um gróða vegna
stríðsins, þá munu menn fá að sjá, að þjóðar-
búið fær margfaldan gróða.
Úr því ég fór á annaö borð að minnast á
þessa hluti, þá er ekki nema sjálfsagt að minn-
ast líka þess, sem nú þegar hefur verið gert
fyrir sjávarútveginn, en það er ýmislegt, þar
á meðal þetta: rannsókn og leit að lúðumiðum,
karfamiðum, þorskmiðum, síldarhrygningar-
svæði, síldargöngum, öflun nýrra markaða, f jöl-
breytni í sölu og útflutningi fiskiafurða, fisk-
niðursuðuverksmiðja, mjög mikilvægar og verð-
mætar rannsóknir á ýmsum sjávarafurðum
í sambandi við rannsóknarstofnun háskólans
í þarfir atvinnuveganna, lækkun hafnargjalda,
vitabyggingar og ýmis konar öryggi og margt
fleira. Allt þetta sýnir. að hugir manna bein-
ast að nauðsyninni á traustum og ábyggileg-
um sjávarútvegi.
íslenzkir sjómenn, fiskimenn og aðrir, eru
hermenn íslands, þeir .leggja lífið í sölurnar til
þess fyrst og fremst að afla þjóðinni matfanga,
sigla með afurðir landsmanna til útlanda, þar
á meðal til ófriðarþjóðanna, sækja útlendar
lífsnauðsynjar, sem þjóðin getur ekki lifað án.
Til þessa þarf þrek og áræði á þessum tímum,
sem ekki er heiglum hent. Þjóðin, sem einn
maður, lítur upp til slíkra manna á þessum
hinum hættulegustu tímum, ekki síður en aðrar
þjóðir. Þær, sem í hernaði eiga, líta upp til
herja sinna á vígvöllunum. Sjómenn gera ekki
aðra kröfu um endurgjald en að þeim sé gert
kleift að stunda þenna atvinnuveg á heilbrigð-
um grundvelli. Þeir bera það traust til þings
og stjórnar, að sá grundvöllur til frambúðar
muni finnast, svo að þeir geti enn um marga
áratugi sótt gull í greipar ægis.
Beztar minningar um atvinnulífið á ég frá
hinu glæsilega togaratímabili.
Olía á öldurnar
Það var fyrst árið 1890, að Board og Trade fékk
í lög leitt að sérhvert skip skyldi hafa um borð til-
tekið magn af olíu til þess að lægja æstar öldur. —
Forn-Grikkir og sennilega norrænir víkingar þekktu
áhrif olíunnar á brotsjói. Um það bil 250 ára gömul
helgisaga greinir frá biskupi, Aidan að nafni, sem
gaf skipshöfn heilaga oliu og sagði þeim að guð
myndi lægja sjóinn, ef þeir helltu olíunni í hann.
— í hafi hreppti skipið aftakaveður og skipshöfnin
hlýtur að hafa styrkzt drjúgum í trúnni, því að
vissulega lægði olían öldurnar, þótt ekki væri það
vegna heilags eiginleika hennar.
Minningarorð:
Gunnar Símonarson #
Skarð hefur verið höggvið í hóp hinna starf-
andi loftskeytamanna á sjónum, með hinu svip-
lega fráfalli Gunnars Símonarsonar. Gunnar
var einn af færustu loftskeytamönnum á tog-
araflotanum, og þar við bættist, að hann var
sérstaklega lipur /)g samvizkusamur í starfi
sínu, bæði hvað snerti afgreiðslu og hirðingu
hinna margvíslegu tækja, sem nú eru á tog-
urunum og sem krefjast mikillar þekkingar og
reglusemi. Það er því mikill skaði, þegar úr
hópi loftskeytamanna hverfur svo mætur starfs-
maður sem Gunnar var, en sárastur harmur er
þó kveðinn að eiginkonu hans og fjórum ung-
um börnum þeirra, sem nú syrgja umhyggju-
saman eiginmann og föður.
Gunnar var frá því að hann hóf loftskeyta-
störf, meðlimur í Félagi íslenzkra loftskeyta-
manna og lét sig hag félags síns og málefni
loftskeytamanna miklu skipta.
Ég vil fyrir hönd F. I.L. og þeirra, sem sam-
vistum voru Gunnari á sjónum svo árum skipti
og þekktu hann sem einstaklega viðfeldinn og
tryggan skipsfélaga, færa honum innilegar
þakkir fyrir allar ánægjulegu samverustund-
irnar, en eiginkonu hans, börnum og öðrum
ástvinum dýpstu samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning hans. G. J.
136
VÍKINGUR