Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1953, Side 16
Stórskipið Champellion í brimgarðinum lijá Beirut.
aðeins 15 menn af 323 létu lífið, mun eflaust
fyrst og fremst að þakka því, að storminn lægði
og brimið minnkaði áður en ástandið um borð
í skipinu versnaði enn meir, því að jafnvel
25,000 manns, sem hvorki hafa ráð né tæki, er
skiljanlega til einskis gagns við slík tækifæri.
Um orsakir þessa strands veit greinarhöfund-
ur ekki, en í Beirut og víðar gekk sá orðrómur,
að skipstjórinn hafi vilzt á flugvallarljósvita,
sem nýlega hafði verið tekinn í notkun á þess-
um slóðum og ljósmerkjum hafnarinnar í
Beirut.
Frá hafi til hafnar
Á byggingu unglingaskólans í Faston í Englandi
hefur verið sej;tur veðurviti, sem er í lögun eins
og skip Nelsons „Victori“. Nelson var nefnilega
á sínum tíma nemandi í þessum skóla.
*
Gíbraltar er eini staðurinn í Evrópu, þar sem
lifa villtir apar. Er það brezk þjóðtrú, að svo lengi
sem þeir geti lifað í þessari þýðingarmiklu flota-
stöð, hafi Bretar einir umráð yfir staðnum. Þess
vegna gæta yfirvöld staðarins þess vandlega, að
apastofninn í Gíbraltar verði ekki útdauður.
Nelson hafði annan veikleika en þann, sem allir
vita um — fyrir kvenfólki. Hann var sjóveikur alla
sína ævi.
*
Skipafélagið „National Bulk Carriers Inc,“ í New
Yoi’k hefur pantað 3 málmflutningaskip hjá jap-
önsku skipasmíðastöðinni „Kaure“. — Stærð skip-
anna verður 60 þús. brto. smál. hvert. Lengdin er
230,5 metrar. Aðalvélarnar fi’amleiða 13 þús. hest-
öfl og ganghraðinn verður 14 sjómílur. — Kjölur-
inn að fyrsta skipinu verður lagður í ágúst í ár,
að því næsta í desember u. k. og að hinu þriðja í
marz næsta ár.
142
V I K I N G L) R