Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1953, Blaðsíða 23
MINNINGARORÐ:
Bjarni Bæringsson
„Þar féll grein af góðum stofni,
grisjaði dauði meir en nóg“.
Þann 5. nóvember 1949 andaðist á sjúkrahúsi úti
í Englandi einn af mætustu borgurum Drangsness-
þorps, og er vel þess vert að minnast hans, þó að
nokkuð sé umliðið. Bjarni sálugi var fæddur 12.
september 1906 að Kollsvík í Rauðasandshreppi í
Barðastrandarsýslu. Ættfólki hans er ég því miður
ókunnur. í fæðingarsveit sinni dvaldi Bjarni allt til
fullorðinsára, fluttist síðan til Reykjavikur og
kvæntist þar 12. nóv. 1932 eftirlifandi konu sinni,
Önnu Ólafsdóttur, ættaðri úr Tálknafirði.
Aðalstarf Bjarna á þessum árum var sjómennska
ýmist á smærri eða stærri skipum, enda mun hon-
um hafa verið sjómennskan í blóð borin sem flest-
um Vestfirðingum. Vorið 1934 flutti Bjarni sál.
sig búferlum frá Reykjavík norður að Drangsnesi
við Steingrímsfjörð og bjó þar síðan til dauða-
dags. Fyrstu ár sín hér á Drangsnesi stundaði
hann að mestu sjó, en hin síðari árin vann hann
nær eingöngu smíðavinnu, mest við bátasmíði, bæði
nýsmíði og viðgerðir. Það mátti heita rétt sama,
að hvaða verki Bjarni Bæringsson gekk, svo jafn-
vígur var hann á störf, og öll verk sín vann hann
með alveg sérstakri alúð, trúmennsku og snyrti-
mennsku.
Bjarni sálugi var mikill skapfestumaður um leið
og hann var þó glaðvær og viðmótsþýður, dreng-
skap og frjálst félagslyndi setti hann jafnan öðru
ofar. Allverulegan þátt átti hann hér í verkalýðs-
málum, komu þar fram sem annars staðar hans
farsælu mannkostir. Heimilisfaðir var Bjarni mjög
góður, fór þar saman innileg hjúskaparást, ást til
barna, heilbrigð skapgerð, prúðmennska og björt
framsýni.
Ég tel mér skylt, þó að nokkuð sé umliðið, að
minnast þessa ágæta samferðamanns með hlýju og
hljóðlátu þakklæti fyrir allt hið góða, er hann ávallt
auðsýndi í viðkynningunni.
Bjarni sál. var jarðsunginn frá kapellunni á
Drangsnesi 10. desember 1949, að viðstöddu meira
fjölmenni en ég hef séð þar við slík tækifæri. —
Að endingu þetta: Vertu blessaður og sæll, Bjarni.
Guð blessi minningu þína.
Drangsnesi í júní 1953.
Guðm. Þ. Sigurgeirsson.
Innlendar fréttir...
FRAMHALD af bls. 1M-
19/5. Olíufélagið h.f. og SÍS eru
aía thuga möguleika á aÖ kaupa
stört olfuskip til flutninga. Fisk-
herzlan nam í marzlok tæplega 22
þús. tonnum. í Stokkhólmi var ný-
lega undirritaÖur viðskiptasamn-
ingur milli Islands og Israels. -
Brezkur togari fékk ekki viSgerÖ
hér á landi, kom hann heim eftir
14 daga. AflaveríSmæti helmingur
kostnaíSar. - AÖeins einn íslenzk-
ur togari stundar nú Grænlands-
veiSar, Olafur Jóhannesson frá
PatreksfiríSi, en austf jarÖartogar-
inn Egill rauði muna vera aÖ
staíS á GrænlandsmiíS. —
GeríS veríSur flugbraut í Grímsey
í sumar. Flugvöllurinn er mikiÖ
hagsmunamál Grímseyinga.
#
21/5. Um 1000 tonnum af tog-
arafiski var landað í gær. Komu
5 togarar inn, en verkamenn vant-
atSi til uppskipunarinnar. — GótS
aflahrota í víkunum inn af Bakka-
flóa. --- SkagfiríSingar búast til
fuglaveitSa í Drangey. — Hi?S nýja
skip S.I.S. er væntanlegt seinni
hluta Júní. ---- SkipiÖ, sem dælir
upp skeljasandi, kemur um a?Sra
helgi. — Mikil vinna og fram-
kvæmdir eru nú fram undan í
Grafarnesi í GrundarfiríSi. —
Flöskuskeyti, sem varpað var i sjó-
inn á Isaf jaríSardjúpi á jóladag
1950, rak viÖ Bergen í marz s.l. —
Islendingar munu sennilega eignast
Asdictæki i sumar.
23/5. íslenzkur skipstjóri á
norskum togara kennir norskum
sjómönnum togveicSar viÖ Nor^ur-
Noreg. HingaíS til hafa fáir þeirra
stundatS þær. -- Minni hafís og
fjær landinu én venjulega er á
þessum tima árs.
*
26/5. HvalveitSarnar hefjast lík-
lega annaÖ kvöld. — Á næstunni
mun fara viíSskiptanefnd til
Moskvu, sem á aíS semja um viÖ-
skipti Islands og Sovétrikjanna.
*
LEIÐRÉTTINGAR
1 greininni „Um hvalinn" á öðrum
stað í blaðinu eru þessar leiðu villur:
Bls. 130, aftari dálkur, 29. línu að
ofan „þurran munn“, les „þveran
munn“. Bls. 131, aftari dálkur, 29.
línu að ofan: „notast sem símatæki“,
les „notast sem síunartœki
V í K I N G U R
149