Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1960, Qupperneq 3
Sjómannablaðið
VIKINGUR
Útgefandi: Farmanna- og Fiakimannasamband íalanda
8. tölublað — Ágúst 1960
Ritstjóri
Halldór Jónsson
XXII. árgangur
Skipulagsmál fiskveiða
Efnisyfii’lit
Bls.
Skipulagsmál íiskveiða, Guðm.
Jensson ................... 179
Þrjátíu og þrjár aldir á sjáv-
arbotni....................... 182
Víðsvegar að úr veröldinni .. 189
.-'
Þingvallafélagið danska...... 190
Sjómannaþátturinn „Á frí-
vaktinni“..................... 193
Þegar „Ernestine" fórst .... 196
/■«-'
Víðsvegar að úr veröldinni .. 195
Víðsvegar að úr veröldinni .. 199
Öryggismálaráðstefnan í
London ...................... 200
Vramtíðartogarinn ............201
Prívaktin.................... 202
/—-/
Rabbað saman í saumaklúbbn-
«m .......................... 204
"uiiiiiiHiiiimiiimiiiiiiiimmiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii
ómannablaðiS
VÍKINGUR
Útgefandi: P. P. S. í. Ritstjóri Halldór
Jónsson. Ritnefnd: Guðm. H. Oddsson,
tonn., Þorkell Sigurðsson, Henry Hálí-
dánsson, Halldór Guðbjartsson, Jónas
Guðmundsson, Egill Jóhannsson, Ak-
Ureyri, Eyjólfur Gíslason, Vestmanna-
®yjum, Hallgrímur Jónsson, Sigurjón
pnarsson. Blaðið kemur út einu sixrni
mánuði og kostar árgangurinn 100 kr.
^itstjórn og afgreiðsla er að Bárugötu
Reykjavik. Utanáskrift: „Vikingur".
^osthólf 425. Reykjavik. Simi 156 53.
~~ Prentað f ísafoldarprentsmlðju h.f.
Þegar síldveiðum lýkur og síld-
arskipin koma suður, virðist fátt
liggja fyrir flestum þeirra annað
en að leggjast í múrningar og
bíða eftir vetrarvertíð upp úr
næstu áramótum. Nokkrir bátar
munu reyndar fara á reknet um
tíma, en það eru mjög fáir af
öllum þeim fjölda báta, sem við
eigum og ættu að vera í drift.
Lauslega áætlað mun verðmæti
vélbátaflotans vera um 1000
millj. kr. og ef til vill mikið
meira, eftir hinu nýja verðgildi
peninganna. Það er dýrt að hafa
tugi eða jafnvel hundruð nýlegra
og vel útbúinna fiskibáta liggj-
andi vikum og mánuðum saman
aðgerðalausa og má það teljast
hreint tap fyrir þjóðarbúið.
Of lítið hefur verið unnið að
því, að leita eftir verkefnum fyr-
ir bátana yfir haustmánuðina.
Hér virðist allt við það miðað
að bátarnir, sem margir hverjir
eru 100 til 200 tonn geti komið
með aflann að landi samdægurs,
og þeim bátum fækkar óðum, sem
fara í útilegur og fiska í sig.
Það virðist orðið tímabært að
athugaðir verði möguleikar á
því að dreifa íslenzka bátaflot-
anum meira en gert er og aðhæfa
hann að þeim möguleikum, sem
bjóðast kunna, við ítarlegar
rannsóknir á þeim fiskimiðum,
sem telja mega öruggust til
veiða á ýmsum tímum árs.
Eftir því, er bezt verður vitað,
hafa Norðmenn tekið upp kerfis-
bundnar veiðar með vissum
fjölda fiskibáta á hvert veiði-
svæði víðs vegar um N-Atlants-
haf, sem bundnar eru ákveðnum
tímabilum. Norskar peninga-
stofnanir, sem lána rekstrarfé
til útvegsins (sennilega í sam-
ráði við norska vísindamenn),
eru sagðar binda útlán sín við
vissan fjölda fiskibáta á hverj-
um tíma og á viss mið og svo er
samtökum útvegsmanna falið að
annast skiptingu bátanna á veiði-
svæðin. Hér á landi virðist al-
gjört skipulagsleysi ríkja í þess-
um efnum, engin takmörk eru
se.tt um fjölda bátanna á hin
þröngu fiskimið hvaða hluta árs-
ins sem er. Það kann auðvitað
að vera að hér sé mjög erfitt
að koma á slíku skipulagi, eða að
binda á einn eða annan hátt at-
hafnafrelsi útgerðarmanna og
sjómanna, en hins vegar ætti að
vera augljóst, að hin löngu tíma-
bil, sem bátarnir liggja aðgerð-
arlausir, hlýtur að þýða stórfellt
tap fyrir þjóðarbúið, og að þar
sé þörf fyrir einhver afskipti.
Hér er ábyggilega um þýðing-
armikið mál að ræða, sem krefst
tafarlausra aðgerða og vandséð
er hvernig einstaklingar ge.ta
ráðið fram úr. Allar tilrauna-
veiðar eru það áhættusamar, að
hið opinbera verður að hafa þar
frumkvæði og annast alla skipu-
lagningu.
Norsku bátarnir, sem sækja
með línu á þorsk og lúðumið við
Grænland og til Newfoundlands,
eru hvorki stærri né betur út-
búnir en fiskibátar, sem við eig-
um yfir að ráða, í það minnsta
179
víkingur