Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1960, Page 15

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1960, Page 15
fax, næstu borg við slysastaðinn. Bæði skipin, „Þingvellir“ og „Geysir“ voru smíðuð í skipa- smíðastöð Burmeister og Wain, hið fyrra árið 1875 og hið síðara 1882 — sama ár var annað syst- urskip „Geysis“ smíðað fyrir Þingvallafélagið. Nefndist það ,,ísland“. Þegar „Þingvellir" hljóp af stokkunum var það dýrasta gufu- skip, sem skipasmíðastöðin hafði smíðað. Kostaði það 860.000 rík- isdali. Skipið var 800 feta langt, 87 feta breitt, risti fullfermt 21 fet og mældist 1577 registeruð tonn. í því voru 3 þilför og 4 vatnsþétt hólf, hvert með sér dælu. Það var skrúfuskip með 900 hestafla vél, kolaeyðslan ná- lægt 7 tunnum á klst. og gekk 9y2 sjómílu. Skipið gat fermt i lcolabox sín 2700 tunnur kola, sem dugðu í 20 daga siglingu. En þótt „Þingvellir“ væri gufu- skip, var það einnig útbúið segl- um. Það hafði fjórar 8 punda fall- byssur til að halda sjóræningj- um í hæfilegri fjarlægð. Skipið var upphaflega smíðað til að sigla á Singapore, Hongkong og Shanghai. Á því siglingasvæði var mikið um sjóræningja og þessvegna nauðsynlegt að hafa fallbyssurnar. „Segla- og gufuskipafélagið“ stofnsett 1873 lét smíða skipið. Síðar varð það fyrsta skip hinn- ar fyrstu dönsku Ameríkulínu. Félagið hlaut nafn sitt eftir skipinu og nefndist Póstgufu- skipafélagið Þingvellir. Það var stofnað um áramótin 1879—80. Fastar ferðir komust á milli Kaupmannahafnar og New York með viðkomu í Christiania og Kristjánssundi. Seinna eignaðist skipafélagið „Geysir“, !sland“, og „Heklu“. Höfðu þau öll afl- meiri vélar en „Þingvellir“ eða 16000 hestöfl hvort, enda öll smíðuð sem farþegaskip. Á þessum tíma var vart hægt að tala um luxuslínu skip miðað við nútíma mælikvarða, enda var fargjaldið 60 kr. danskar fyrir ferð frá Kaupmannahöfn til VÍKINGUR New York, og jafnvel þá var ekki hægt að kaupa öll lífsins gæði fyrir 60 kr. Farþegarýmin voru nú svona og svona. Skipin tóku um 700 farþega, og lá fólkið í stórum svefnsölum, þar sem kojum hafði verið komið fyrir í röðum og upp af hverri annari. í auglýsingum skipafélagsins var þetta gyllt á allan máta og mátti líta auglýsingu sem þessa: „Milliþilfarinu er skipt í rými fyrir fjölskyldur, ókvænta karla og ógiftar konur. Sérstakir menn annast allt hreinlæti. Fæðið um borð er hollt og kjarnmikið, framleitt úr bezta hráefni. Skammturinn nægur og því ó- þarfi fyrir farþega að hafa með sér nesti. Maturinn er færður farþegum af sérstökum þjónum, en önnur skipafélög afhenda hann í eldhúsinu, er það oft erf- itt þegar veður er slæmt“. Og svo gátu karlfarþegar, sem óskuðu fengið staup af brenni- víni með morgunmatnum. Já, þjónustan var svo sem ekki af lakara taginu á dönsku Ameríku- bátunum. Fréttaþjónustan var um þetta leyti all frumleg. Skipin höfðu engan skeytaútbúnað. Af árekstri „Geysis“ og „Þingvalla" „fréttist ekkert fyrr en „Wieland“ kom til New York. Heim til Danmerk- ur barst fréttin 17. ágúst 1888. en slysið varð 3 dögum áður. Dagblöðin réðu ekki yfir æsi- letri og voru yfirleitt skrifuð í skikkanlegaheita stíl. Fyrirsagn- ir yfirleitt aðeins eindálka með óbreyttu letri. Dagblaðið „Poli- tiken“ sýndi þó sérstök tilþrif, þegar það frétti af slysinu og sendi í skyndi frá sér fréttapésa. Næsta dag, er blaðið kom út, var fyrirsögnin prentuð með gleið- ara letri, sem var óþekkt þá. Skipið „Þingvellir“ komst inn til Halifax. Fékk viðgerð og sigldi síðan margar ferðir yfir Atlantshafið. Annars varð skipafélagið „Þingvellir“ fyrir alveg sérstök- um óhöppum. „Heklu“ missti það í Oslofirði og á Atlantshafi ann- FarþegaskipiS „Þingvellir". að skip, „Danmörku", sem kom inn á Ameríkurútuna í stað „Geysis“. Bjargaði skipið „Miss- ouri“ öllum á „Danmörku“. Fé- lagið átti skip, sem hét „Nor- egur“, strandaði það á Rockall- skeri, 50 mílur vestur af Skot- landi. Björguðust 146 menn en 529 drukknuðu. FarþegaskipiS „Geysir Árið 1898 var félagið samein- að skipafélaginu D. F. D. S., sem endurnýjaði fljótlega skipa- kostinn til að standast aukna samkeppni. Seldi það þá hið fræga skip „Þingvellir“ til Nor- egs. Lýkur þar með sögu fyrsta danska skipafélagsins, sem hélt uppi föstum ferðum til Ameríku, og er sérkennilegt fyrir, að það og nokkur skip þess báru ís- lenzk heiti. (Stuðst við frásögn í Bur- meisterblaðinu). Örn Steinsson. 191

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.