Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1960, Blaðsíða 18

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1960, Blaðsíða 18
t JÚLÍUS HAVSTEEN sýslumadur Hinn 31. þ. m. andaðist í Rvík Júlíus Havsteen fyrrum sýslu- maður Þingeyinga um f jölda ára. Hann var fæddur á Akureyri 13. júlí 1886, og var því rúmra 74 ára er hann lézt. Júlíus var landskunnur mað- okkar á liðnum árum erum við orðnar beztu kunningjakonur. Hvernig er hlutfallið milli þessara bréfasendinga til þátt- arins, kemur meira frá landi og hvernig skiptist það milli skipa- flokka frá sjónum? Já, mikið af bréfunum kemur frá fólki í landi, er sendir kveðj- ur til mannanna á sjónum. En af sjónum skiptist það þannig í aðalatriðum, að tiltölulega minnst kemur frá farskipunum, sem eðlilegt er vegna fjarvista, víðs vegar um álfuna, þar sem sambandið við heimalandið er öllu erfiðara. Allmikið kemur frá togurunum, sem stunda veiðar nær samfellt allt árið um kring, einkum þegar þeir eru á fjar- lægum miðum. Mikið af kveðj- unum frá þessum skipaflokkum kemur í símskeytum. En tiltölu- legt mes.t kemur frá vélbátaflot- anum, enda bátarnir margir, og þær kveðjur koma nær allar í bréfum er sjómennirnir senda þegar þeir koma í land, og al- gengt er að gengt er að fleiri en einn biðji fyrir kveðjur í sama bréfi. Og að lokum, hvernig er hinn almenni texti þessara þúsunda bréfa, sem þættinum berast nú árlega? Almennasti textinn er eitthvað á þessa leið: „Kæri sjómanna- þáttur, beztu þakkir fyrir marga ánægjulega stund, vildir þú gera svo vel, að senda kveðju fyrir mig til .... með laginu „kveðju sendir blærinn ... “ ur, ekki aðeins fyrir hin um- fangsmiklu embættisstörf sín um nær hálfrar aldar skeið, heldur líka fyrir hinn mikla áhuga sem hann sýndi öllum framfaramál- um héraðs síns og því, sem hann taldi til hagsbóta fyrir land og lýð. Ekki minnst voru landhelgis- málin honum hjartfólgin. Allt frá fyrstu kynnum sínum af þeim, er hann á yngri árum, yfir síld- veiðitímann, var lögreglustjóri á Siglufirði, — og til hinztu stund- ar, lét hann ekkert tækifæri ónot- að til þess að brýna fyrir öllum þýðing þessara mála, jafnt í ræðu sem riti. Sem reyndur embættis- maður vissi hann manna bezt hvað við átti í þessum efnum, ekki minnst í gæslu laga og rétt- ar innan landhelginnar. Hann fylgdist því með eldleg- um áhuga með öllu því sem gerð- ist í landhelgisgæzlunni, og með óblandinni ánægj u minntist hann þess oft, hvernig hún smám sam- an hafði vaxið að veg og virð- ing í höndum okkar íslendinga eftir að við urðum sjálfstæðir. Og þau skiptin, sem hann ferð- aðist með varðskipum eða gæzlu- flugvél, þá var hann vissulega ekki lakasti varðmaðurinn um borð. Það var varla, að hann ynni sér hvíldar af áhuga, — vinnu- gleði, líf og fjör fylgdi honum hvar sem hann var, og örfaði aðra til dáða. Ég var einna þeirra, sem átti því láni að fagna að eiga Júlíus bæði sem kunningja og ráðhollan vin, og áttum við mörg sameig- inleg áhugamál. Því þykir mér nú skarð fyrir skildi, er hann er á brott. Að kveinka sér þekkti hann ekki, glaður og reifur beið hann örlaga sinna, — karl- mennskan var honum í blóð borin. Pétur SigurSsson. Lágt fiskverð, fisktregða og breytt atvinnuviöhorf hafa valdið þvi, að togaraútgerð hefur nú lagzt niður á Austfjörðum. — Nýjasti og stærsti austfjarðartogarinn, Gerpir, er nú kominn til Reykjavíkur, í eign Júpíter h/f og ber nú hið góðkunna nafn b/v Júpíter, en skipstjóri hans er hinn landskunni aflamaður Bjarni Ingimarsson. — Það fer varla milli mála, að stórt atvinnutjón er fyrir austfirzku sjávarþorpin að missa þessi atvinnutæki, og þvl mikil nauðsyn að auka þar bátaútveg I staðinn. En jafnhliða væri gagnlegt að vakna nú fyrir því, að víðar heldur en á Austfjörðum er togaraút- gerðin á fallanda fæti, eftir langvarandi fjárhagslega niðurníðslu, ef ekkert verður aðhafst til að bæta aðstöðu hennar nú þegar. — 194 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.