Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1960, Qupperneq 27

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1960, Qupperneq 27
Dropatal. Fjórir velmetnir borgarar létu byggja sér 3 tonna trillu. Á meðan verið var að Ijúka smíðinni á bátn- um, sem búinn var öllum þeim tækj- um, sem nútíminn hefur upp á að bjóða, kom oft fyrir að eiginkon- urnar þurftu að bíða með kvöldmat- inn. Nafn hafði bátnum ekki verið gefið, aðallega vegna þess að svo margar uppástungur bárust að erf- itt var að velja og hafna. Eitt síð- kvöld hringdi ein frúin í bónda sinn og kom með þá tillögu að báturinn fengi nafnið „Dropi“. Tillagan var samþykkt samhljóða af „útgerðar- ráðinu“. Frúin, sem átti uppástung- una um nafngiftina, áskildi sér rétt til að setja þau lög, að aldrei mætti dropi áfengis koma um borð í fleyt- una, og lét fylgja eftirfarandi vís- ur. Til skýringar skal þess getið, að í fyrsta róðrinum eignaðist eig- inkona formannsins 19 marka son. Engan dropa á „Dropi að fá. „Dropi“ kjarkinn stælir Lukkan „Dropa“ drjúpi á Dropar fylla mælir. Ýmsir dropar detta á láð. Dropi lífs er sterkur; af skipstjóranum drýpur dáð, dropinn — 19 merkur. „Dropi“ heill! um drafnar sal, þótt drjúpi af öldufasi meðan daga dropatal drýpur úr stundaglasi. I. V. Gefcur þú aldrei komið seint heim á kvöldin eins og aðrir eiginmenn. VÍKINGUR Auglýsing í erlendu blaði: Lögreglan vill benda háttvirtum borgurum á, að innbrotsþjófarnir í bænum hafa ekki tekið sumarfri í ár. En það er líka það einasta, sem þeir taka ekki. * Þér verðið að hætta að drekka kaffi, sagði læknirinn. Ég drekk aldrei kaffi. Og hætta að reykja. Ég reyki aldrei. Og hætta að drekka vín. Ég bragða það aldrei. Læknirinn andvarpaði. Þá er ég hræddur um að ég geti ekkert hjálp- að yður. * Hérna kemur uxahalasúpan sem þér voruð að biðja um. Texasbúar eru taldir allharðir af sér og er þeirra oft getið í ame- rískum bröndurum. Einn þeirra er á þessa leið: Alaskamaður, Hawaimaður og Texasbúi fundust dag nokkurn dauðir á þjóðvegi í Suðurríkjunum. Þeir voru fluttir til líkbrennslu í næstu borg. Fyrst var Alaskamað- urinn brenndur og ösku hans dreift yfir N-pólinn, þvínæst var Hawai- búinn brenndur og ösku hans dreift yfir S-Kyrrahaf. Því næst var tekið að brenna Texasbúann, eftir 12 tíma var brennsluofninn opnaður og út labbaði Texasbúinn með hattinn í hendinni og sagði um leið og hann þurrkaði svitann af enninu: Mikill helvítis hiti er þetta. Ef hann helst svona í nokkra daga, hlýt ég að stikna í hita. Þegar við höfum talað saman í síma, datt mér ekki í hug að þér væruð svona ófríður. Dómarinn horfði hvasst á sak- borninginn: Viljið þér svo ekki meðganga að þér frömduð innbrot- ið eins og ég hef lýst. Það get ég því miður ekki, hr. dómari, vegna þess að ég notaði allt aðra aðferð. Hins vegar skal ég athuga í framtíðinni að taka yðar aðferð til nákvæmrar athug- unar. * Konjakk ? viskí ? sígarettur ? spurði tollþjónninn. Nei, þakka yður fyrir, sagði próf- essorinn, en ég skal þiggja kaffi- bolla“. 'Jríúaktin Ungur maður, sem var á skemmti- siglingu, lagði að hafnargarðinum. Hann var í hvítum buxum og barst mikið á. Þegar hann varpaði akk- erinu fyrir borð, vildi svo illa til að það festist í buxnaskálminni og fylgdi maðurinn með til botns. Þegar hann kom upp aftur spurði gamall sjómaður, sem sat og horfði á. Jæja, ungi maður, tókst þér að festa akkerinu almennilega. 203

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.