Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1961, Qupperneq 1

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1961, Qupperneq 1
Efnisyfirlit Bls. Afli og launatckjur .............. 89 Sjávarútvegur og fiskiðnaður ..... 90 Drýpur sorg (minningarkvæöi .... 93 Gísli J. Johnsen áttræður ........ 94 ,-' Víðsvegar að úr veröldinni ....... 96 Kostungurinn ...................... 98 Um heimsliöfin sjö............... 102 Ellert Kr. Schram (minningargrein) 104 Siglinganámskeið í Osló ......... 105 Bókin um „Hafið" ................. 106 Húsráð ........................... 109 Þorskveiðar við Grænland ........ 110 Veðuráhrif á fiska ............... 111 Frívaktin ........................ 112 Félagsmáladálkur ................. 114 Nýr bátur til Kcflavíkur.......... 115 Nýbakaður (smásaga) .............. 116 /-' Fiskveiðiáform Rússa.............. 117 Af annarra snærum ............... 118 /—' Botnvarpan........................ 119 Víða er pottur brotinn ........... 119 r~-> Skólahúsbruninn á Möðruvöllum .. 120 ★ FORSÍÐUMYNDIN: Að ofan teikning í réttum stærðar- hlutföllum af aflamagni pr. einstakl- ing sjómanna nokkurra þjóða. Teikn- inguna gerði Haukur Sigtryggsson fyrir „Sjóvinnunámskeiðið". Á neðri myndinni eru piltar frá „Sjóvinnu- námskeiðinu 1961“, ásamt kcnnurum og nokkrum gestum, á skemmti- og fræðslufundi í fundarsal Slysavarna- félags Islands. Haukur Tryggvason tók báðar myndirnar. Sjómannablaðið VÍKINGUR Útgefandi: F. F. S. í. Ritstjóri: Halldór Jónsson. Ritnefnd: Guðm. H. Oddsson, form., Þorkell Sigurðsson, Henry Hálf- dánsson, Halldór Guðbjartsson, Jónas Guðmundsson, Egill Jóhannsson, Akur- eyri, Eyjólfur Gíslason, Vestmanna- eyjum, Hallgrimur Jónsson, Sigurjón Einarsson. Blaðið kemur út einu sinni í mánuði og kostar árgangurinn 100 kr. Ritstjórn og afgreiðsla er að Bárugötu 11, Reykjavík. Utanáskrift: „Víkingur“. Pósthólf 425. Reykjavík. Sími 156 53. — Prentað í ísafoldarprentsmiðju h.f. Sjómannablaðið VlKINGUR ÍJttjeiandi: Farmanna- oíj Finiiimannanamband íslands Ritstjóri Halldór Jónsson XXIII. árgangur------- Afli og launatekjur Hannes á horninu ritar grein í Alþýðublaðið þann 19. febrúar, sem ber yfirskriftina: Ríkar stéttir hafa gripið vopn fátæks fólks og notað til glæpsamlegra athafna. Þar beinir hann meðal annars orðum sínum til yfir- manna á vélbátaflotanum. Ég finn mig knúinn til að svara þessu með nokkrum orð- um, þar sem svo mjög er hallað réttu máli, að manni finnst fremur tilgangurinn vera að sverta þá menn í augum fjöld- ans, sem öðrum fremur afla þjóðinni tekna, en að bera sann- leikanum vitni. Verkfall þessara aðila stóð einungis vegna þess að þeir undu því ekki að kjörin væru stórlega skert en ekki vegna hroka og skefjalausrar græðgi eins og Hannes kemst svo smekklega að orði. Kröfur þær sem settar eru fram í upphafi samninga geta verið mikið frábrugðnar því sem um er deilt þegar komið er út í vinnustöðvun. Enda var sú raunin hér, það var ekki deilt um neinar nýjar kröfur, heldur aðeins reynt að halda því sem áunnizt hafði. Að lokum sömdu yfirmenn á vélbátaflotanum, uppá lakari kjör sér til handa en þeir áður höfðu. Á ég þar við lækkun á fastakaupi. og lækkaðan hundr- aðshluta af heildaraflaverðmæti. En þó að fiskverð hafi nokkuð hækkað getur það verið breyti- legt, og hafa sjómenn enga hlut- deild í ákvörðun þess, en verða að búa að því sem af öðrum er ákveðið. Greinarhöfundur segir að laun þessara manna séu 100—200 þúsund krónur jafnvel aðeins eina vertíð. Það er rétt að laun afburða fiskiskipstjóra geta orðið mikil, en það er víðsfjarri að þetta eigi við um fjöldann. En þá væri fróðlegt að kynna sér liver verðmæti sá maður hef- ur fært þjóðarbúinu, sem hefur 100 þúsund krónur í laun yfir vertíðina. Eftir því sem næst verður lcomizt munu laun skipstjóra á línu- og þorskanetaveiðum hafa verið sem næst 5% af heildar- verðmæti aflans miðað við það verð sem útgerðarmaður fékk fyrir aflann. Hins vegar var verð það sem hlutur sjómanna var reiknað eft- ir mikið lægra og hlutur skip- st.jóra úr því verði var sem næst 81/2%. Því hefur hver sá skipst.jóri, sem hefur haft 100 þúsund krón- ur í laun, skilað afla að verð- mæti um 2 milljónir króna. En iivei't er svo söluverðmæti þessa afla í erlendum gjaldeyri? Ég held að sá skipstjóri sé ekki oflaunaður heldur væri okk- ur hagur í að eiga þá sem flesta. Tryggvi Sigurgeirsson. 89 V í KINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.