Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1961, Qupperneq 5
f
Aðalsteinn Árni Baldursson
DRÝPUR SORG
MiimiugarljóA um Krisiján
Slofán Jónsson og AAalstein
Árna lialdursson, scm fórust
mcA vclbátnnm „Maí" frá
Uúsavík 21. októbcr
Kristján Stefán Jónsson
Nú drý'pur sorg á haustsins bleiku blórn
og blærinn hvíslar hljótt um lidiS vor.
Nú verður allt að lúta lífsins dóm
það leggur klaka í næturinnar spor.
En bak við rökkvans djúp er sólar sýn
með sumaryl, sem veitir sty'rk og þrótt.
Sé trúin sterk, hún flytur fjöll úr stað,
það fylgir alltaf dagur hverri nótt.
Það dreymir suma \um hafið bjart og blátt
frá bernsku sinnar Ijósu vona strönd
þó stundum virðist Jcula úr hveúri átt
með karlmennsku þeir sigla og nema lönd.
Þeir sýna í verki bæSi dirfsku og dug
með drengskap geta hverri þrekraun mætt.
Hvert sjómannslíf, sem ísland hefur átt
og aftur misst, fær þjóðin aldrei bætt.
í dag er hljótt um oklcar bæ og byggð
og b'rotinn geisli signir kalda jörð.
Við minnumst þeirra er unnu af trú og tryggð
við takmark sitt, og um það héldu vörð.
Það tvísýnt er að leggja landi frá
þó Ijómi birta yzt við sjónarrönd,
þeir hafa báðir náð í heima höfn
og heilsa nýju vori á grænni strönd.
Sú stund er helg, sem vígð er vinum tveim
sem veittu hlýju og gleði i annars hag.
Hin sanna lifsins fegurð fylgdi þeim.
við finnum þetta og skiljum bezt í dag.
Hvert handtak var þeim dýrð í dagsins önn
og draumljúf þrá, sem mundi rætast senn,
og lífsbraut þeirra — vinahlýja og verk,
það vitnar aUt um trausta og góða menn.
Guð styrki þá í raun sem byggðu borg
úr björtum draum, um langan ævi dag.
En þá er alltaf sólargeisli i sorg
að söngur horfins tíma er fallegt lag.
Og minnumst þess, að lífsins fagra Ijóð
nvun lifa til að óma skært á ný.
Við eigum alltaf það sem okkar var
það er eilif gleði að mega treysta því.
Við kveðjum þá í bæn og biðjum hljóð
og blessum liðna stund og hennar arf.
Með hjartans þökk, því gæfan var svo góð
að gefa olclcur þeirra lif og starf.
Þó vegir sktiljist nú um stutta stund
við straumhvörf lífsins eigum fagra sýn.
Hver endurminning á sér helgan heim
þar heiðríkjan er djúp og sólin skín.
V&ldimar Hólm Hallstað.
VÍKINGUR
93