Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1961, Side 7
Hvor tveg-grja myndimar, sem fylgja þessari grein, eru teknar um aldamótin 1900.
hann notaði til flutninga. Hét
hann Ásdís, tæp 14 tonn, en
þótti þá of stór til fiskveiða!
Árið 1911 hafði Gísli J. John-
sen forgöngu um stofnun félags
til þess að afla f.iár til kaupa á
sæsímastreng milli Eyia og
lands. Gekk fjársöfnunin svo
greitt og öll framkvæmd verks-
ins að um haustið var síma-
sambandið komið á.
Nú, þegar stórar vélasamstæð-
ur hausa, fletja og flaka allar
tegundir fiskjar, svo að manns-
höndin þarf þar varla nærri að
koma. er einkar fróðlegt að
minnast bess, að becrar á önd-
verðu ári 1926 flutti Gísli J.
Johnsen inn fyrstu hausunar- og
flatningsvélarnar, sem til lands-
ins hafa komið. Kostuðu þær
stórfé. Vakti það fyrir honum
að efla aðgerðarafköstin til þess
að forða fiskinum frá skemmd-
um, þegar hann beið í kösum
eftir að komast í verkun. Hér
mun G.J.J. hafa verið nokkrum
skrefum á undan samtíð sinni
því fólk leit yfirleitt hornauga
til þessarar stórvirku vélamenn-
ingar.
Eitt lítið dæmi um stórhug
G.J.J. er, að hann lauk árið 1924
við að reisa stærsta fiskaðgerð-
arhús landsins, sem hlaut nafn-
ið — Eilífð. Þótti mönnum. sem
aldrei myndi það hús fyhast. en
þá varð á næstu árum slíkur
iandburður af fiski í Evjum að
húsfyllir fékkst og þó stærra
hefði það verið!
Þá orkaði á sinum tíma m.iög
tvímælis það „uppátæki" G.J.J.
að reisa stóra olíugeyma svo ná-
lægt höfninni að mönnum stóð
stuggur af vegna eldhættu. Brátt
skildist mönnum þó, hvílíkur ó-
hemju vinnusparnaður olíugeym-
arnir voru. frá því að velta olíu-
tunnum langar leiðir að bátun-
um. Hafa nú olíugeymar þessir
staðið á sínum upphaflega stað
í um 33 ár og munu vart hreyfð-
ir um langa framtíð.
Þá mætti til fróðleiks geta
þess, að G.J.J. lét fyrstur manna
hér á landi setja fullkomin loft-
skeytatæki í bát sinn Heimaey
VÍKINGUR
árið 1928. Mun hann þá af sinni,
alkunnu framsýni hafa séð fyr-
ir hina geysilegu þýðingu slíkra
öryggistækja fyrir bátaflotann.
I framhaldi af þessu atriði
mætti sízt gleyma þeirri rausn
hans að færa Slysavarnarfélagi
Islands að gjöf 35 lesta björg-
unarbát. sem ber nafn gefand-
ans.
Af þessu stutta yfirliti, þar
sem stuðzt hefur verið við nokk-
ur atriði úr „Aldahvörf" í Eyj-
um“ og úr ágætri grein „Saga
Ísfélags Vestmannaeyja", eftir
Þorstein Þ. Víglundsson, skóla-
stjóra, í ársriti Gagnfræðaskól-
ans í Vestmannaeyjum 1960, má
ráða, að ævistarf Gísla J. John-
sens hefur verið samslungið hin-
um stórstígu framförum ís-
lenzku þjóðarinnar til lands og
sjávar, allt frá síðustu aldamót-
um.
Nærri má geta að oft hafi
blásið á móti á hinum langa og
athafnasama æviferli Gísla J.
Johnsens. Lífsbarátta almenn-
ings í Eyjum við síðustu alda-
mót var ein sú harðasta, sem
háð hefur verið hér á landi. Við
augum blasti ólgandi úthafið og
sækja varð lífsbjörgina út á
reginhaf í smákænum knúðum
árum og seglum. I slíku um-
hverfi hafa meðfæddir forystu-
hæfileikar G.J.J. notið sín, orka
hans stælzt til stórra átaka.
Með átta áratugi að baki get-
ur hann horft um öxl yfir far-
inn veg og með miklum rétti
sagt líkt og rómverski hershöfð-
inginn forðum: „Kom, sá, sigr-
aði“.
íslenzkri sjómannastétt og
eigi sízt Vestmannaeyingum
mun Gísli J. Johnsen lengi
minnistæður. Þrátt fyrir háan
aldur hefur hann ekki látið
merkið falla. Hann er ennþá
ungur í anda, fylgist af áhuga
með öllum framfaramálum í at-
vinnulífi þjóðarinnar og stjórn-
ar daglegum rekstri fyrirtækis
síns.
Víkingurinn flytur hinum
aldna höfðingja hugheilar árn-
aðaróskir og þakkar honum góð
samskipti á liðnum árum.
Guðm. Jensson.
PÖST-
MltÖFUK
★
Þeir, sem fá póst-
kröfur frá okkur til
innheimtu á árgjald-
inu, kr. 100,00 fyrir
árið 1961, eru vinsam-
lega beðnir að inn-
Ieysa þær sem fyrst,
95