Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1961, Page 15

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1961, Page 15
Vun.nm usli uriHurin n Myndin er af skipi á ferð um Panamaskurðinn. A hafnarlcgunni í Cristobal safnast skipin saman, sem koma úr Atlantsliafi og eru á leið inn í Kyrrahaf. Þar fá þau númer og eru tekin eftir þeirri röð, sem þau koma á leguna, nema hvað farþegaskip og herskip eiga rétt á að komast í röð fram fyrir farmskip. — Við hvorn enda skurðarins cr tvöfaldur skipastigi, og í hvorum um sig þrjár lyftur, 10 m á hæð hver, svo að skipunum er lyft sam- tals um 30 metra. — Vélarorka hefur ekki verið notuð fyrr en nú nýicga, er umferð var leyfð um skurðinn allan sólajhringinn. En á þessum slóðum er regntímabil um 9 mánuði ársins, og hefur því verið nægilegt vatn til þess að koma skipunum út í hafið. Starfið við að lyfta skipunum byrjar venjulega um kl. 6 að mórgni, en um hádegi er byrjað að nota aðra lyftuna til þess að koma skipunum á sjóinn, en hin heldur áfram að lyfta skipum fram til kl. 16,00. Eftir það eru hvoru tveggja Iyfturnar til þess að láta skip á sjóinn og halda því áfram fram undir miðnætti, en um það leyti eru öll skip komin í gegn báðum megin, sem komið hafa inn fyrir kl. 16,00. l»au, sem koma til Cristobal cða úr Kyrrahafi til Balboa eftir kl. 16,00, urðui því áður að bíða til næsta dags. Að meðaltali fara um Fanamaskurðinn 15 til 20 skip daglega í hvora átt, og þegar þess er gætt, að um 1 klst. fer í að lyfta hverju skipi og önnur í að láta það síga aftur, er augljóst, að lyfturnar eru í gangi nær samfellt allan sólarhringinn. — Panama- skurðurinn var tekinn í notkun 1913, og það vekur enn athygli af hve mikilli hagsýni aliur útbúnaður hefur verið gerður, þó að fyrir 50 árum hafi ekki verið scð fyrir því að hafa lyftumar nógu stórar og mikið skurðdýpi, til þess að mestu risaskip nú- timans gætu notfært sér hann. ÍJr öskunni í eldinn. I norska vikublaðinu „Fisk- aren“ er frá því skýrt, að fyrir stuttu síðan hafi það borið við hjá fiskimanni, sem var einn á báti að handfæra- veiðum skammt undan landi, að lax hentist upp úr sjónum skammt frá og féll niður í bátinn hjá honum. Laxinn reyndist vera um 10 kg á þyngd. Álitið er að selur hafi verið að elta laxinn, er hann tók þetta síðasta stökk sitt í tilverunni. ,,Princcss of Tasmaniaff Þetta skip er sérstaklega byggt til þess að annast siglingar á Bass- sundi við Ástraliu. Það getur flutt 334 falrþega og 142 bifreiðalr. Siglingaleið þcss er milli Melbome — ÁsraUu og Devonport — Tasmaníu, scm það fer á 14 klukkustundum. VÍKINGUR Langfcrðalög selanna. Brezkir fiskifræðingar, sem hafa gei't ýmsar rannsóknir á hátterni selsins við Bret- landseyjar og ferðalögum hans með merkingum, hafa skýrt fi'á einstökum merkj- um, er borizt hafa aftur frá merkingum ársins 1959. Þar af eru sex frá Noregi, fjar- lægasta kom norðan frá Þrándheimi, fjögur komu frá Hollandsströnd, þrjú af sel- um veiddum við Þýzkaland og eitt frá Færeyjum. Um sundhraða frá þessum ferðalögum er vitað um einn ungsel, sem hlýtur að hafa farið með a. m. k. 40 mílna dagshraða frá því hann var merktur við Browmans Isle, Farne. 23. nóv. sást hann við Isle of May 21. des. og níu dögum síðar veiddist hann í net í um 300 mílna fjarlægð við Karmoy í Noregi ,aðeins 5% viku' gamall. h'innar eiga 510 sfcip. í finnska verzlunarskipa- flotanum voru þann 1. nóv. 1960 alls 518 skip, samtals 758.000 brúttó tonn að stærð. Af þessum skipum voru 219 gufuskip, 208 mótorskip og 91 seglskip. Siœrsíi dieselmótor veraldar Burmeister & Wain í Kaupmannahöln kynntu nýlega fyrir vél- fræðingum og skipaútgerðarmönnum stærsta diesclmótor veraldar, þann sem myndin, sem hér fylgir, sýnir. Það er B & W mótor, vélarorka hans er í daglegum gangi 21,000 ehk. mcð 110 snún- ingshraða á mínútu. Þó er mögulegt að yfirkeyra mótorinn að staðaldri í ca. 25.000 ehk. Mótorinn er byggður fyrir ca. 50.000 DW tankskip, sem Sigval Bergesen er að Iáta smíða hjá Bosenberg Mekaniske Verksted í Stafangri, — Skipseigandinn telur, að hann geti sparað ca. 1,5 millj. krónur (ca. 8,3 millj. ísl. kr.) í kostnaði á brennsluolíu á ári, við það að nota dieselmótor, í stað þess að nota tilsvarandi túrbínu-útbúnað. 103

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.