Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1961, Side 17
Hvort getum við nokkuð af pví lœrt?
Mikil aðsókn að siglingandmskeiðum
fyrir unglinga í Osló
sem hætti skipstjóm um líkt
leyti. Unnu- þeir þarna saman
um langt árabil með góðum ár-
angri. Ellert fylgdist vel með
öllum framförum, ekki sízt við
sjávarsíðuna.
Þegar Sjómannadagurinn var
stofnaður gerðist hann virkur
þátttakandi í þeim samtökum.
Ellert lét sig aldrei vanta í hóp-
göngu Sjómannadagsins meðan
kraftar leyfðu.
Hann lifði það að sjá hluta af
Hrafnistu fullbúna fyrir vist-
menn, sjálfur átti hann eftir að
dvelja þar síðustu stundir ævi
sinnar.
Ellert var kvæntur mestu
ágætiskonu, Magðalenu Árna-
dóttur, lifðu þau saman í far-
sælu hjónabandi í 63 ár. Konu
sína missti Ellert fyrir nokkrum
árum, var það þungt áfall fyrir
hann.
Þau hjónin Ellert og Magða-
lena eignuðust 5 börn sem öll
eru á lífi, 4 syni og eina dóttur,
öll eru börn þeirra fyrirmyndar-
fólk.
Heimili þeirra hjóna var í
Vesturbænum, fyrst á Bræðra-
borgarstíg 4 og síðan á Stýri-
mannastíg 7. Þangað kom ég
nokkrum sinnum mér til mikill-
ar ánægju. Þar var allt innan-
húss og utan með mesta myndar-
brag. Það mun hafa verið með
því síðasta, sem ég heimsótti
Ellert að Stýrimannastíg 7, var
það á 95 ára afmæli hans.
Sú mynd sem hér fylgir með
er tekin við þetta tækifæri.
Skipsmyndin er af kt. Björg-
vin. Sjómannssaga Ellerts var
svo tengd þessu glæsilega skipi,
að ég tel það vel viðeigandi, að
þessar myndir geymist samhliða.
Við fráfall Ellerts K. Schram
skipstjóra, er horfinn einn glæsi-
legasti og elzti borgari Reykja-
víkur, sem leysti af hendi frá-
bært brautryðjandastarf.
Ég þakka hjartanlega þessum
látna stéttarbróður og félaga
fyrir hálfrar aldar kynni, sem
mér eru ógleymanleg.
Guð blessi minningu hans.
Guðbjartur Ólafsson.
VÍKINGUR
Grein með þessari yfirskrift birt-
ist í Norges Handels Sjofartstidende
hinn 15. nóvember síðastliðinn. Seg-
ir þar frá merkilegu brautryðjanda-
starfi skipaeftirlitsmanna í Osló,
sem mér finnst þess virði að tekið
verði til athugunar hér hjá okkur,
þar sem sífellt fjölgar trillum og
skemmtibátum, mönnum til gagns
og ánægju, en mörgum þykir skorta
á útbúnað og siglingaþekkingu
ýmsa þeirra, er þeim stjóma. Menn
geta svo leitt hugann að því, hvort
við gætum leyst þann vanda á svip-
aðan hátt. Margt annað er athyglis-
vert við frásögnina og fer hún hér
á eftir lauslega þýdd.
Á einum og hálfum mánuði hafa
348 skólapiltar lokið siglinganám-
skeiði hjá kapt. Stendal um borð í
m.s. Spero, og hvern dag hér eftir
í vetur og sumar munu aðrir piltar
úr unglingaskólum Oslóborgar fá
tækifæri til að vera á námskeiði hjá
honum, sem eru 10 tímar alls, bæði
í bóklegu og verklegu efni. Það hef-
ur kostað Stendal, sem fékk árs
leyfi frá starfi, sem siglingafróður
skipaeftirlitsmaður, mikla vinnu og
fyrirhöfn að koma þessari kennslu á
laggimar. En kennslan er í því fólg-
in að leiðbeina piltunum við með-
ferð smábáta, sjókorta, áttavita og
til að veita öðrum bátum aðstoð, ef
með þarf, auk þess sem þeim em
kenndar siglingareglur og sá rétti
sjómannsandi, sem í heiðri hefur
verið hafður á liðnum tímum.
Um borð í m.s. Spero getur Sten-
dal tekið á móti 1800 piltum á ári,
en hann segir blaðinu, að mun fleiri
sæki um skipsrúm en það. Áhugi
fyrir þessum námskeiðum er því
mjög mikill og þau njóta stuðnings
Oslóborgar og meir en 20 fyrir-
tækja, sem styðja þau fjárhagslega.
Einnig hafa siglingahafnaryfirvöld-
in, ásamt félögum og stofnunum,
veitt mikilvæga aðstoð við fram-
kvæmd málsins og kaup á æfinga-
skipi. Án allrar þessarar hjálpar og
velvilja hefði starfsemin ekki kom-
izt í gang, segir Stendal.
í raun og veru veitir Stendal pilt-
unum einnig margvíslega starfs-
fræðslu, þar sem þeir spyrja oft
fyrir um hvaða starf þeim mundi
helzt henta til sjós, ef þeir legðu
fyrir sig sjómennsku, en áhuginn
fyrir henni vaknar oft við þessa
snertingu.
Piltamir greiða sjálfir 5 krónur
(norskar) fyrir námskeiðið og fyrir
þær fá þeir kennsluna, skírteini upp
á að þeir hafi verið á námskeiðinu,
eitt eintak af siglingareglum og
merki í barminn til minningar um
starfsemina, auk ánægjunnar af
öllu saman.
Fræðslufulltrúi í Osló hefur svo
milligöngu milli námskeiðanna og
skólanna og sér til þess að gott
samstarf og samband er þar á
milli.
Lausl. þýtt. Á. B.
—o-o-o—
Fyrir nokkru hófu allir starfs-
menn á skattstofunni í Theheran
verkfall. Alls staðar að af landinu
bárust samúðarskeyti og bréf frá
skuldugum skattþegnum:
— Haldið út, gefist ekki upp!
*
í smábæ einum úti á landi gekk
meðhjálparinn á tréskóm og þótti
prestinum hávaðinn trufla við
messugerðina. Hann mæltist til þess
við djáknann, að hann skipti um
skó, og varð djákninn við því og
mætti næst á skóm með gúmmí-
sólum.
— Jæja, prestur minn, sagði
djákninn, — nú getur söfnuðurinn
fengið að sofa í friði.
*
— Mætti ég biðja um umslög.
— Eiga þau að vera fóðruð?
— Já, það er kannske bezt, —
bréfið á að fara til Grænlands.
105