Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1961, Síða 20

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1961, Síða 20
in. Enn mikilvægari var þó sú uppgötvun, að dýralíf hins kalda hafsvæðis reyndist gerólíkt því, sem það var í heita sjónum vest- an megin. Og ekki nóg ,með það. Þær fáu lífverur, sem fundust sömu tegundar báðum megin hryggjarins voru ekki á sama dýpi á báðum svæðum, heldur þar sem hitastigið var hið sama eða því sem næst. Þessar niður- stöður voru fyrstu sönnunar- gögnin fyrir því, að lífvei'ur sjávarins eru háðar umhverfinu. Þar með var myndaður fyrsti hlekkurinn í þeirri keðju, sem tengir líffræðilegar og sjófræði- legar rannsóknir, enda varð nú ekki lengur efazt um gildi sjó- rannsókna til aukinnar þekking- ar og skilnings á lífverum sjáv- arins. Eannsóknir á öðrum hafsvæð- um hafa einnig sýnt, að út- breiðsla hinna einstöku fiskteg- unda ákvarðast miklu fremur af sjávarhita en landfræðilegri legu. Aflabrögð á mismunandi svæðum eru undir því komin, að sjávarhiti og önnur skilyrði henti þeirri tegund, sem veiða skal. Sjófræðilegar athuganir geta því að nokkru leyti skorið úr um það, hvort vænta megi góðs afla á hverjum stað. Óvíða hefur verið sýnt jafn- greinilega fram á mikilvægi sjávarhitans fyrir hagstæð afla- brögð og á Nýfundnalandsmið- unum, þar sem ástand sjávarins er mjög breytilegt og því auð- veldara að greina áhrif hitans á útbreiðslu tegundanna. 1 skýrslum Fiskirannsóknaráðs Norður-Ameríku fyrir árin 1921 —1930 er rætt um kjörhita nokkurra fisktegunda. Þar segir meðal annars á þessa leið: „Mjög lítið er um þorsk við -^2° til 1.5° C, fremur lítið við 1.5° til 3° en mjög mikið er af honum við 3° til 5°, nokkru minna við 5° til 7° og hverfandi lítið við meiri hita en 8° til 9°. Við hærri hita en 4° til 5° ber æ meira á ýsu í stað þorsks, en mest er af henni við 5° til 7° hita. Við hærri hita en ,6° til 7° veiðist oft engin ýsa, en í stað hennar er talsvert um háf, sem er al- gengasti fiskurinn við 7° hita og þar yfir“. Svo mjög virðast fiskveiðarn- ar velta á sjávarhitanum á þessu svæði, að yfirvöld annarra þjóða hafa eindregið ráðlagt fiski- mönnum sínum að athuga sjáv- arhitann, áður en þeir hefji veiðarnar, svo að þeir eyði ekki tíma og erfiði til einskis. Enn- fremur hefur verið sýnt fram á þann möguleika að ráða af hita- mælingunum, hvar og hvenær vonir standa til, að veiði verði góð. Bretar og Norðmenn hafa gert allvíðtækar rannsóknir við Bjarnareyju til þess að fá úr því skorið, hver sé kjörhiti þorsks- ins á þeim slóðum. En rann- sóknir brezka hafrannsókna- skipsins Ernest Holt nú á síð- ustu árum hafa sýnt, að á grunnunum við Bjarnareyju er sambandið milli sjávarhita og þorskmagns engan veginn svo einfalt. Þótt þorskurinn leiti sjaldnast til kaldari sjávar en 2° á þessu svæði, virðist hann ónæmari fyrir kalda sjónum, þegar hann leitar ákafast eftir æti á aðalfæðutímanum, þ.e. frá júlí til september. Á þeim árs- tíma hefur hann veiðzt í ríkum mæli, jafnvel þótt sjávarhitinn væri undir 0°C. Við Noregsstrendur eru skilin milli strandsjávar og úthafssjáv- ar mjög greinileg. Strandsjórinn er blandaður ferskum Eystra- saltssjó og nær því aldrei mikilli eðlisþyngd, jafnvel þótt hitastig- ið lækki niður í 0°. Á grynning- unum uppi við ströndina nær strandsjórinn alveg til botns, en lengra undan landi er hann sem þunnt yfirborðslag ofan á miklu hlýrri og saltari úthafssjó. Þetta yfirborðslag verður því þynnra, því lengra sem kemur frá landi. Sýnt hefur verið fram á, að á Lofotenmiðunum safnast þorsk- urinn í þéttar torfur á skilunum milli strandsjávar og úthafssjáv- ar, þar sem hitastigið er 4°—6°. Norðmenn gerðu sér snemma grein fyrir þessu nána sambandi milli sjávarhitans og útbreiðslu þorskins. Þegar árið 1879 hófu þeir reglubundnar mælingar, og sjómenn voru hvattir til þess að afla sér hitamæla. Síðari tíma rannsóknir hafa leitt í ljós, að hitaskilin eru allbreytileg ár frá ári. Eftir hlýtt sumar og vot- viðrasamt haust verður yfir- borðslagið mjög eðlislétt, og vetrarkælingin nær stutt niður í sjóinn. Þá liggja skilin á grunn- slóðunum skammt undan landi, og skilyrðin til að stunda veið- arnar verða miklu betri, einkum fyrir smærri bátana. Sé haustið hins vegar kalt og þurrt, verður yfirborðslagið eðlisþyngra og vetrarkælingin nær niður á meira dýpi. Hitaskilin verða þá lengra undan landi. veiðarnar háðari veðri og erfitt fyrir smærri báta að stunda þær. Af veðráttu sumars og hausts má því talsvert ráða um veiðihorfur og líklega veiðistaði á vetrarver- tíðinni. Á grunnunum norðan og norð- austan Finnmerkur finnast ann- ars konar hitaskil, þar sem mæt- ast hinn hlýi og salti Atlantssjór og hinn kaldi og ferski sjór í, Barentshafi. Á straumamótunum fellur hitastigið frá 4° niður í 2°. Á þessu blöndunarsvæði heldur þorskurinn sig á vorin. En straumamótin færast til ár frá ári, eftir því, hve styrkleiki Atlantsstraumsins er mikill. Sé Atlantsstraumurinn óvenju sterkur, færast þau austar, og verður þá lengra á miðin. Sé Atlantsstraumurinn á hinn bóg- inn veikur, liggja mótin skemmra frá landi og ná yfir lengra svæði meðfram ströndum Finnmerkur. Rannsóknir norska sjófræð- ingsins Jens Eggvins sýndu, að árið 1934, er aflabrögð voru með lélegasta móti við Austur- Finnmörk, náði Atlantssjórinn óvenju langt til austurs, enda voru það aðeins stærstu bátarn- ir, sem þá gátu stundað veið- arnar. Árið 1936 var útbreiðsla Atlantssjávarins rniklu minni og VlKINGUR 108

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.