Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1961, Blaðsíða 21

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1961, Blaðsíða 21
þorskveiðin með bezta móti. Haustið 1938 var Atlantsstraum- urinn norður með ströndum Noregs með allra sterkasta móti. Hafði aldrei fyrr mælzt svo hár sjávarhiti við Lofoten og Vest- ur-Finnmörk. Af þessum athug- unum dró Eggvin þá ályktun, að einnig hlyti að hlýna í sjónum úti fyrir Austur-Finnmörk, og straumamótin milli Atlantssjáv- arins og Barentssjávarins mundu færast langt austur á bóginn. I janúar 1939 gaf Egg- vin út eftirfarandi tilkynningu til norska þorskveiðiflotans: „Eins og ástand sjávarins er nú við Norður-Noreg og suður með ströndinni, má búast við því, að sjávarhiti í djúplögum verði tiltölulega hár við Austur- Finnmörk á þorskvertíðinni vorið 1939. Þar af leiðandi verður að leita langt frá landi (norður eft- ir) og langt austur eftir til þess að komast að hitaskilunum, þar sem þorskurinn heldur sig. Með hliðsjón af þeirri reynslu, sem þegar er fengin, er ástæða til þess að ætla, að möguleikarnir fyrir smábátaútgerð við Austur- Finnmörk verði litlir í byrjun næstu þorskvertíðar“. Spá Eggvins rættist, og Norð- mönnum jókst trú á hagnýtt gildi hafrannsókna. Eins og kunnugt er, byggjast aflabrögð að verulegu leyti á sterkum árgöngum fiskistofns- ins. Að því hafa verið leiddar miklar líkur, að styrkleiki ár- ganganna ákvarðist snemma á æviskeiði þeirra. Ef hægt er að benda á umhverfisbreytingar samfara breytingum á styrkleika stofnanna, er möguleiki á að skýra stofnsveiflur og jafnvel spá fyrir um styrkleik hvers ár- gangs, áður en hann kemst í gagnið. Á þessu sviði hefur danski haffræðingurinn Frede Hermann náð mjög athyglisverð- um árangri. Fyrir nokkrum ár- um hóf hann rannsóknir á sam- bandinu milli botnhitans við Vestur-Grænlands og styrkleika árganga þorskstofnsins. Af þeim athugunum ályktaði hann, að VÍKINGUR sjávarhitinn á hrygningartíman- um væri hinn mikilvægasti fyrir styrkleik þess árgangs, sem klekst út hverju sinni. Myndin er tekin úr ritgerð hans um þetta efni, og sýnir línuritið samræmið milli botnhitans í júní á Fylla Bank á ýmsum árum og samsvarandi árganga þorsk- stofnsins. Mælikvarði hans á ár- gangastyrkleikann var, hversu mikill hluti hver árgangur reyndist af veiðinni við Græn- land fram til ársins 1946. Línu- ritið sýnir, að við háan sjávar- hita klekjast út sterkir árgang- ar, en lélegir við lágan hita, og er samræmið þar á milli svo gott, að undrum sætir. Þannig hafa árgangar heitu áranna 1924, 1926, 1934 og 1936 veiðzt í miklu magni, en árgangar köldu áranna 1925, 1937 og 1938 verið lélegir. Samkv. línuritinu átti árgangurinn frá 1947, en þá var sjávarhitinn mjög hár, að vera mikill að magni, árgangur- inn 1950 sæmilegur, en búast mátti við, að árgangarnir 1948, 1949 og 1952 yrðu lélegir. Veiði- tilraunir við Grænland árið 1952 staðfestu, að árgangurinn 1947 var einn sá sterkasti, sem athug- anir við Grænland ná til. Hér við land höfum við einnig dæmi um áhrif sjávarhitans á útbreiðslu tegundanna. 1 fiski- leitarleiðöngrum þeim, sem farn- ir hafa verið á vegum Fiski- deildar Atvinnudeildar Háskól- ans, hefur botnhitinn ávallt ver- ið mældur á togstöðvunum. Að því er karfann snertir, hefur reynslan verið sú, að lítils afla er að vænta, þar sem botnhit- inn er undir 3 stigum. HtSRAB Hraðfrystan fisk A aldrei að þýða alveg upp áður en hann er látinn í pottinn, 'heldur aðeins þannig að mögulegt sé að skera hann með beittum hníf í bita. * Til þess að komast hjá fisklykt í eldhúsi við suðu á fiski, er gott að setja mátulega stóra léreftstusku eða aðra þægilega undir potthlemm- inn, svo að gufan af fiskvatninu síist í hana. Kartöflur ætti ekki að salta fyrr en vatnið byrjar að sjóða, þá soðna þær fyrr og verða þéttari. * Afskorin blóm halda sér talsvert lengur friskleg, ef örlitið af salti er stráð i vatnið, sem þau standa í. * Til þess að ná fisklykt af hönd- um sér, er auðveldast að þvo sér úr vatni, sem blandað er kaffikorg eða exporti. * Ef hræra þarf eggjalivítu, verð- ur hún miklu fyrr stíf, ef í hana eru látnir nokkrir dropar af köldu vatni. # Bökunarfeiti, sem búið er að nota, er heppilegt að taka strax á meðan hún er heit, hella henni l skál eða annað llát með köldu vatni í. Öll óhreinindi l feitinni sökkva þá úr feitinni til botns og þá er hægt að hella þeim i burt með vatninu, þeg- ar feitin er orðin köld, en þá er hún jafngóð aftur til notkunar á ný. * Nýtt brauð er miklu auðveldara að sneiða niður, ef brauðskurðar- hnifurinn er hitaður upp eða vætt- ur með volgu vatni í eggina. 109

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.