Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1961, Síða 23
Veðurdhrif d fiska
Það hefur lengi verið talin
staðreynd, að veðurfar hefur á-
hrif á fiskveiðar, framyfir það
eitt að hindra þær vegna storma.
Það eru hins vegar ekki ennþá
til öruggar reglur fyrir því, að
hve miklu leyti þetta stenzt við
almenna reynslu fiskimanna
víðsvegar um heim. En nú eru
vísindamennirnir farnir að
rannsaka þetta af alvöru. Fyrir
stuttu síðan hefur þýzkur vís-
indamaður Dr. G. Hampel gert
grein fyrir því í tímaritinu
,,Umschau“ (1960 H. 15) hvern-
ig þessar staðreyndir standa nú.
í þessu yfirliti er á það bent,
að skoðanir um það hvaða við-
brögð fiskur taki undan breyttri
veðráttu byggist ýmist á reynslu,
gömlum umsögnum, athugunum
einstaklinga eða tilgátum. Ná-
lægt landströndinni sé nokkuð
auðvelt að fylgjast með því að
viss áhrif eigi sér stað, vegna
þess hve sveiflur orsakast oft
títt af sjávarföllum, saltinni-
haldi, yfirborðshita og straum-
um. Þannig virðist það vera með.
sandkolann að á björtum vetrar-
dögum liggi hann ekki eins þétt
í botni, og sé þá auðveldara að
ná honum í ádrætti.
Samkvæmt reynslu fiski-
manna og niðurstöðum á afla-
skýrslum, er öruggt að samband
er á milli ufsaafla og veðurfars
við Norður-Noreg. Og með vís-
indalegum athugunum hefur
komið í ljós, að ufsaafli varð
meiri í sunnanátt heldur en
norðanátt. Oft kom það fyrir að
mörgum klukkustundum áður en
brá til norðanáttar virtist ufs-
inn gjörsamlega hverfa af mið-
unum. Við ísland var þetta
hins vegar alveg andstætt. Það
hefur verið helzt reynt að skýra
þetta „veðurnæmi" ufsans á
þann veg, að því valdi sérstak-
ar hljóðbylgjur, sem breiðast
lóðrétt í sjónum, en sem ekki
verður vart í yfirborði. Við
Norður-Noreg geta þessar sveifl-
VÍKINGUR
úr náð upp frá botni allt að
100 metrum. Það er því tilgáta
um, að þar sem þessar sveiflur
berast frá landgrunninu, valdi
þær því að ufsinn leitar hærra
upp í sjó, eða jafnvel út í djúp-
in útfyrir landgrunn. Þar sem
þessar bylgjusveiflur fara hrað-
ar heldur en vindsveiparnir sem
orsaka þær, þykir það styðja
þessa tilgátu, að ufsinn flýr oft
áður en vindurinn er farinn að
segja til sín á veiðisvæðinu.
Annað dæmi úr NV-Atlants-
hafi er einnig tilgreint. Þar er
bent á, að 1958 var að staðaldri
ANA-lægur vindur, þ.e. í stefnu
upp að ströndum Labrador, sem
var alveg gagnstætt því sem al-
mennt er við venju á meðalár-
um. Þessi veðurbreyting virðist
hafa haft slæmar afleiðingar
fyrir karfahrygningu við SV-
strönd íslands, en flutt með sér
hlýjan Atlantshafssjó upp að
ströndum Labrador, sem samlag-
azt hefur hinum kalda salt-
snauða sjó Labrador-straumsins.
Þannig mynduðust breytt um-
hverfisskilyrði, sem sennilega
hefur verið karfanum óhag-
kvæm. Þar fyrir utan var góð-
ur karfaafli 1959 á bönkunum
austur af Labrador. Síðari hluta
árs 1959 minnkaði afli þar aft-
ur, og á því tímabili hafði veðr-
áttan tekið breytingum að nýju.
Árið 1960 varð enn veðurfars-
breyting með langvarandi NA-
átt, og jafnhliða varð aftur
meiri afli við Labrador.
Við Lofoten hefur einnig orð-
ið vart sérkennilegs samhengis
milli regnveðráttu og þorskafla.
Á tímabilinu 1921 til 1935 er
sérkennilegt þegar borin eru
saman línurit yfir veðurfar og
þorskafla, hve aflinn er mikið
meiri á því tímabili sem mest er
um úrkomu, en minnkar jafn
reglulega þegar styttir upp.
Hvort að þetta er vegna þess að
þorskurinn fær breytt seltustig í
sjónum samhliða veðráttunni,
eða hvort það er vegna þess að
straumur breytist vegna aukins
aðrennslis af saltlausu vatni, er
ennþá ekki fengin nein vissa um.
Auk slíkra utanaðkomandi á-
hrifa sem venjulega eru bundin
við stutt tímabil, getur einnig
komið til greina mikil áhrif á
stofna fisksins ýmis haffræðileg
fyrirbæri önnur, sem orsakast af
breyttu veðurfari. Þannig hafa
enskar athuganir leitt í ljós, að
náin tengsl eru milli vinda og
veðráttu og árgangastyrkleika
Norðursjávar-ýsunnar. Þannig
kom í ljós, að við langvarandi
SA vinda mynduðust sterkir
ýsuárgangar, við NV-vindátt
miðlungs sterkir, en lélegust
varð afkoman eftir langvarandi
SV-átt. Og átti þetta greinilega
við um árgangana frá 1916 til
1938. En eftir þann tíma hverf-
ur algjörlega allt samhengi milli
vindátta og árgangsstyrkleika.
Ástæðan fyrir því er enn ó-
þekkt.
Þorskurinn bendir ótvírætt í
þá átt, að veðurfarið hafi mikil
áhrif á hegðun fisksins. Þegar
íshafssjórinn fór að hlýna upp
úr 1920 og 1930, leitaði þorskur-
inn við vesturströnd Grænlands
alltaf meira norður á bóginn, og
við það þróaðist nokkurs konar
sérstæður þorskstofn. Skyldleik-
inn milli veðráttu, haffræðilegra
fyribrigða og fiskafla, er mjög
margbrotinn og erfitt að fá ná-
kvæmar tölur yfir. Það er því
mjög ánægjulegt að vita til þess,
að nú þegar hefur verið hafið
víðtækt samstarf milli vísinda-
manna allra sérgreina sem að
þessu lúta, til þess að reyna að
fá vísindalegan grundvöll fyrir
því, að hve miklu leyti þetta
getur haft áhrif á hina ýmsu
fiskstofna í hafinu.
(Úr AFZ).
111