Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1961, Síða 26

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1961, Síða 26
Reykjavík, 28. janúar 1961. Það hefur einhvern veginn kom- izt inn í höfuðið á mér sú hugmynd, að ykkur væri ekki á móti skapi, að fá aðsendar greinar 1 blaðið. Það er ekki ætlun mín að gera ykkur til geðs í þeim efnum í þetta sinn! í þess stað vil ég benda ykkur á eitt eða tvö atriði til að „fullnýta“ möguleika innan ritstjórnarskrif- stofunnar. í fyrsta lagi væri það skemmilegur fróðleikur, og gæti jafnvel verið þarflegur, að birta skrá yfir sambandsfélög F.F.S.Í., ásamt nöfnum stjórnar hvers fé- lags og meðlimatölu þeirra. Ég geri tæplega ráð fyrir, að það sé nauð- synlegt fyrir mig að geta þess, að kvenfélögin, sem sköpuð eru úr rifi karlfélaganna, eins og Eva gamla forðum daga, eigi að fylgja með. Sjómenn hafa orð fyrir að vera „stimamjúkir við stúlkurnar", svo þetta er auðvitað sjálfsagt. Hitt atriðið, sem ég hef í huga, er gömul hugmynd hjá mér, en hef- ur ekki fengið áheyrn til þessa. Það VITIÐ ÞÉR — ? — að í 200 grömimun af hænueggjom eru 24 grömm af eggjahvítuefni, en í 200 grömmum af sjávarfiski eru hins vegar 36 grömm af lífrænu dýraeggjahvítuefnl. er, að Víkingur birti stuttorðar fréttir af nýjum lögum og laga- breytingum, sem varða sjómennsku og siglingar. Helzta mótspyrnan gegn þessu hefur verið sú, að þetta yrði of langt mál, og kæmi ekki fyrr en eftir dúk og disk í mánaðarblaði eins og Víkingur er. Ég vil svara því til, að sé málið langt, má ann- að hvort endursegja það í stuttu máli, eða geta aðeins helztu og veigamestu atriða þess. Málið verð- ur skýrara með því, að sleppa öll- um málalengingum. Að það komi of seint stenst ekki. Betra er seint en aldrei. T. d. mun nú vera til umræðu á Alþingi frumvarp um breytingar á sjómannalögunum og/eða lögum um skráningu skipverja. Hvað það er, veit ég ekki, en er forvitinn, og það ættu allir sjómenn að vera. Fleira skylt þessu hefur mér stundum komið til hugar, en man það ekki sem stendur, og læt því þetta nægja. Sennilega yrði þetta aukið starf fyrir ritstjórann, en ég hef enga samvizku af því! Jón Eiríksson. * Við þökkum Jóni Eiríkssyni skip- stjóra kærlega fyrir þær ábending- ar, sem fram koma í bréfi hans. Við höfum margoft hugleitt þessi mál, en aldrei orðið að framkvæmd. Nú munum við hins vegar gera okk- ar bezta, og höfum í þvi sambandi „húkkað“ myndinni hér að ofan úr „Radiotelegrafen“ danska, til þess að hafa slíkt efni undir, en þar er hún einmitt notuð til þess að draga athygli að ýmsu, er heyrir undir félagsmál. Við munum innan skamms birta upplýsingar um félögin innan F.F. S.Í., en að þessu sinni birtum við hér útdrátt um úrskurð Félagsdóms út af skilgreiningu á deiluatriði í kjarasamningum Vélstjórafélags ís- lands. Stefnandi er F.F.S.Í. vegna V.S.F.Í., en stefndi Vinnuveitenda- samband íslands vegna Skipaútgerð- ar ríkisins. Dómkröfur stefnanda eru þessar: Að dæmt verði, að taki vélstjórar og aðstoðarvélstjórar laun í veik- indaforföllum samkvæmt a-lið 2. gr. kaup- og kjarasamnings aðilja frá 1. ágúst 1957, skuli þeim auk mán- aðarkaups samkvæmt a-d-lið 1. gr. samningsins greitt eftirtalið kaup: 1) Olíuþóknun, þ. e. 10% kaupauki skv. e-lið 1. gr. samningsins, er vélstjórar og aðstoðarvélstjórar starfa á olíuflutningaskipum. 2) Kæliþóknun, þ. e. 10% kaup- auki skv. f-lið 1. gr. samnings- ins, er vélstjórar og aðstoðar- vélstjórar starfa á kæliskipum og kældar vörur eru fluttar meðan veikindaforföll, sem laun ber að greiða fyrir, standa yfir. 3) Mótorvélaþóknun, þ. e. 4% kaupauki skv. g-lið 1. gr. samn- ingsins, er vélstjórar og aðstoð- arvélstjórar starfa á mótorskip- um. 4) Vaktauppbót, þ. e. kr. 400,00 og kr. 800,00 á mánuði í grunn- laun skv. f- og g-liðum 4. gr. samningsins, er vélstjórar ganga 10 klst. vaktir. Dómsorð: Stefnda er skylt að greiða vél- stjórum og aðstoðarvélstjórum, sem taka laun í veikindaforföllum sam- kvæmt a-lið 2. gr. framangreinds kjarasamnings, olíuþóknun sam- kvæmt e-lið og mótorvélaþóknun samkvæmt g-lið 1. gr. og vaktaupp- bót samkvæmt f- og g-lið 4. gr. sama samnings. Stefndi í máli þessu, Skipaútgerð ríkisins, hefur hins vegar eigi nein kæliskip í förum, og ber því þegar aí þeirri ástæðu að sýkna hann að svo stöddu af þessum kröfulið stefn- anda. * Þeir, sem kynnu að vilja lesa nán- ar um málsmeðferð í dómnum, er bent á að allar nánari upplýsingar geta þeir fengið á skrifstofu Vél- stjórafélags íslands, Bárugötu 11. 114 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.