Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1966, Page 17

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1966, Page 17
Stýrimannaskólinn í Reykjavík 75 ára Rœða Jónasar Sigurðssonar, skólastjóra við skólaslit. Háttvirtu ráðherrar og borgar- stjóri Reykjavíkur, ágætu gestir, kennarar og nemendur eldri og yngri. Ég vil byrja á að bjóða velkomna hingað þá, sem viðstaddir eru þessa skólauppsögn Stýrimannaskólans i Reykjavík. í upphafi vil ég minnast tveggja nemenda skólans, er létust á vo.f- eyfilegan hátt á skólaárinu, þeirra Steinars R. Elíassonar úr Reykja- vík, nemanda í 3ja bekk farmanna- deildar, er lézt í byrjun skólaársins af slysförum, og Óla Gunnars Hall- dórssonar frá Neskaupstað, nem- anda í 1. bekk fiskimannadeildar í vetur, er lézt í vor, einnig af slys- förum. Báðir voru þessir menn í blóma lífsins, mestu myndar- og efnispiltar, sem mikils mátti vænta af í framtíðinni, hefði þeim orðið lengra lífs auðið. Ég vil biðja viðstadda að heiðra minningu þessara látnu ungmenna með því að rísa úr sætum. Við lok þessa skólaárs lýkur 75. starfsári Stýrimannaskólans í Reykjavík Hann var stofnaður með lögum nr. 19 22. maí 1890, en var settur í fyrsta sinn 1. okt. 1891. Hefur hann starfað óslitið síðan, og er þetta því 75. skólauppsögn hans. Ég tel rétt við þessi merku tímamót að fara nokkrum orðum um sigl- ingafræðikennsluna og starfsemi skólans á þessum þrem aldarfjórð- ungum. Verður þó tímans vegna farið fljótt yfir sögu. Að sjálfsögðu átti stofnun skól- ans sér nokkuð langa forsögu. I minningarriti fimmtíu ára afmælis Stýrimannaskólans í Reykjavík, sem gefið var út 1941, eftir Einar heit- inn Jónsson, magister, þáverandi tungumálakennara skólans, telur hann, að fyrst sé minnst á Stýri- mannaskóla á prenti í hinni miklu og merku ritgerð Jóns Sigurðssonar forseta, um skóla á íslandi, er birt- ist í Nýjum félagsritum árið 1842. Jón Sigurðsson telur þó, að þótt slíkur skóli, ásamt skólum fyrir kaupmannaefni og þá, sem læra ætla handiðnir séu öldungis nauð- synlegir, séu meiri vandkvæði á stofnun þeirra, en á almúgaskólum ætti að vera, — fyrir því að kaup- staðarlíf á íslandi er mjög lítið enn sem stendur, eins og hann komst að orði. Sú varð raunin á með þennan skóla, því nær fimmtíu ár liðu frá VÍKINGUR því að á þetta var minnst, þar til stofnun hans varð að veruleika. Þó voru gerðar merkar tilraunir af ein- stökum mönnum og samtökum til að halda skóla fyrir sjómenn og kenna þeim sjómannafræði. Fyrstir eru tilnefndir Árni Thorlacius í Stykkis- hólmi og Magnús Jónsson Waage í Vogum á Reykjanesi, er auglýsir kennslu 1847. Báðir þessir menn höfðu lært sjómannafræði ytra, en hve mörgum þeir hafa kennt er ekk- ert vitað. Eftir Árna liggur og hand- rit að stýrimannafræði á íslenzku, sem fullsannað var 1843, og er það fyrsta kennslubókin af því tagi. Vagga skipulegrar sjómanna- fræðslu verður þó að telja að standi á Vestfjörðum, en fyrsta tilraun til að koma á fót sjómannaskóla var gerð af Vestfirðingum. Bundust nokkrir þilskipaeigendur samtökum á Kollabúðarfundi 1850 um að gang- ast fyrir stofnun sjómannaskóla. Var samþykkt að leita hófanna hjá þilskipaeigendum í Vestfirðinga- f jórðungi og efna til samskota með- al þeirra til að koma þessu áhuga- máli fundarmanna í framkvæmd. í greinargerð um málið er sú von lát- in í ljós, að aðrir landsfjórðungar fylgi þessu fordæmi, svo hægt verði að stofna einn sjómannaskóla fyrir allt landið. Undirtektir imdir þetta þjóðnytjamál urðu þó sorglega litl- ar eða nánast engar, nema í ísa- fjarðarsýslu. En árið eftir brauzt ungur og dugmikill ísfirðingur í því, að fara utan til náms í stýrimanna- fræðum með það fyrir augum að kenna síðar þau fræði. Maður þessi var Torfi Halldórsson, síðar skip- herra og útvegsbóndi. Lauk hann prófi í Danmörku og kom heim ári síðar. Torfi hélt á Flateyri við Ön- undarfjörð síðan skóla í mörg ár fyrir stýrimannaefni, fyrst á ísa- firði og síðan á Flateyri, eftir að hann flutti þangað. Sóttu menn til hans af öllu Vesturlandi, einnig frá Norðurlandi og jafnvel af Austur- landi. Ekki hafði hann neinn styrk til kennslunnar, því að samtök þau, er gangast ætluðu fyrir stofnun sjómannaskóla, vörðu fjármunum þeim, sem safnast höfðu og upphaf- lega voru ætluð skólahaldi, til stofn- unar ábyrgðarfélags vestfirzkra þil- skipa, hið fyrsta skipaábyrgðarfélag á íslandi. Nemendur Torfa skiptu mörgum tungum, og má telja hann brautryðjanda á sviði sjómanna- fræðslunnar. Á Norður- og Suðurlandi vill svo einkennilega til, að það eru ekki sjó- menn eða menn, sem stundað höfðu sjómennsku, sem fyrstir gerast kennarar í sjómannafræðum. Á Norðurlandi er það merkis- bóndinn Einar Ásmundsson, alþing- ismaður og umboðsmaður í Nesi við Eyjafjörð, sem byrjar að segja há- karlaformönnum til í siglingafræði. Hafði hann numið þau fræði til- sagnarlaust, enda var hann vitmað- ur mikill og fjölfróður. Var hann vel að sér í stærðfræði og landa- fræði og málamaður mikill. Vitað er að Einar tók allmarga nemendur á heimili sitt, kenndi þeim sjó- mannafræði og lét suma taka próf. Hjá honum er talið, að Jón Lofts- son úr Fljótum hafi fyrst lært, en hann fór utan 1856 til frekara náms og tekur próf í Danmörku vorið 1857. Jón Loftsson kenndi síðan nokkrum nemendum sjómanna- fræði og skóla hélt hann á Norður- landi a.m.k. í tvö ár. Var hann á sínum tíma talinn bezt að sér í sjó- mannafræði og siglingalist á Norð- urlandi og var titlaður skipherra og eins og yfirleitt þeir, er próf tóku ytra. Um sjómannakennslu sunnanlands eru ekki neinar heimildir fyrr en 163

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.