Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1967, Qupperneq 5

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1967, Qupperneq 5
Fyrstu aldursstig þorsksins 1—2 egg mi-i) jóslri í, stœkkuS, augun sjást. ViS hliSina á 1. er egg í náttúrlegri stærS. 3., nýklakuS seiSi í náttúrlegri stœrS og stœkkaS. 4., eldra seiSi, stækkaS, uggar ekki aSgreindir. 5., seiSi á jn i reki, er ]>aS leitar botnsins, náttúr- leg stœrS. lífsskilyrði þeim þætti bezt henta sér, og á hvaða tíma sólarhrings- ins þeir væru helzt í fæðuleit, og við hvaða skilyrði þeim þætti bezt að fá fæðuna. Menn urðu að gjörþekkja botninn á því svæði, sem þeir ætluðu að fiska á, svotil hvern stein, hverja mishæð, hverja sandlænu, hvern leirpoll, hverja hlein, hvern þaragrunn, hvert hraun, og strauminn eins og sína 10 fingur. Einnig þurfti að þekkja fæðu- tegundir þorsksins, og viðbrögð hans til þeirra. — Ætisgöngur flæddu hér yfir grunnin í stór- um göngum. Eins og sandsíli, smásíld og skeri, hann var óholl fæða þorskinum, því hann át mik- ið af þessum smákvikindum, en varð svo hastarlega veikur, að hann lá í hálfan mánuð án þess að taka nokkra fæðu, og innyfli hans voru lengur að jafna sig eftir skeraát en nokkra fæðu, þótt um ofát væri að ræða. Þessar aðal ætisgöngur þorsksins voru á eftir enn smærri lífverum, smá- átunni, sem síld og síli þurftu sér til viðurværis. I ríki náttúrunnar er dásam- lega séð fyrir því að allar lífver- ur hafi lífsskilyrði, ef hin eyð- andi hönd mannsins kemur ekki í veg fyrir það með vanhugsuð- um aðgerðum. Þegar menn höfðu þetta allt á hreinu, þá brást varla árangur af veiðunum, ef fiskur var til. Sá fróðleikur sem menn fengu um þá fiska sem þeir veiddu í áratugi á færið sitt, eða á línu, eða í önnur veiðarfæri, var mjög mikill, þótt nútíma vísindamenn vilji gera lítið úr honum, borið saman við þá þekkingu, sem þeir eru að afla um sömu fiska, en á vísindalegan hátt, og dreg ég það ekki í efa, að það er nákvæmari og varanlegri þekking, eða ég vænti þess. Það sem mér finnst merkileg- ast við þann fróðleik, sem mín 40 ára vera við sjósókn færði mér, var það hvernig fiskurinn flokk- aði sig niður á landgrunninu, eft- ir þeim lífsskilyrðum, sem hverj- um aldursflokki hæfði, og kom VÍKINGUR þar greinilega fram, að ungviðið átti enga samleið með eldri fisk- inum, þótt stundum þvældist það hvað innan um annað. Stundum áttum við þess kost að sjá til botns á nokkru dýpi, og sjá þá hvernig fiskurinn hagaði sér við botninn, þar sem hann var óáreittur. Sáum við þá að hann lét krókana okkar og það sem á þeim var, stundum alveg í friði, þótt væri nægur fiskur, aftur á móti rifust þeir um þá stundum, og voru þá venjulega þeir stærri, sem höfðu yfirhöndina, eins og stundum vill verða hjá vitsmuna verum. Einnig kom það nokkrum sinn- um fyrir, að maður fékk að sjá mjög stórar fisktorfur við yfir- borð sjávar, það merkilega við þær torfur fannst mér það, hvað fiskurinn virtist allur af svipaðri stærð. Slíkar ofansjávar-torfur sáust helzt á vorin, en þó stund- um síðar, ef um miklar ætisgöng- ur var að ræða á grunnu vatni. Fyrir fjörutíu árum eða svo, mátti heita að á vorin væri hér við Vestfirðina fiskur í einhverri mynd, frá því sem smástrákar gátu vaðið út með títuprjóns- króka sína og útyfir landgrunnið, en nú er öld önnur. - Næst fjöruborðinu voru smá- seiðin um það að vera orðin full- komlega sundfær, svo kom í þara- grunnunum, eins og tveggja ára fiskur að ég ætla, en þar sem hraun og smá sandblettir voru í þaragrunninu, voru oft fullorðn- ir fiskar, sem hreyfðu sig mjög lítið, því það mátti segja að ætíð bærist upp í þá með straumnum. Þegar á sandinn kom voru þar eldri árgangar staðsettir, ogþeim stærstu úr þeim flokk þótti mjög gott að liggja þar við sem saman kom sandur og hraun, og við hverskonar mishæðir, þar sem þeir gátu létt af sér straumþung- anum þegar hann var mestur. Þar sem leirpollar gengu niður í grunnið, eins og víða er á 40 faðma svæðinu, þar hélt sig stór- langa, skata, lúða, og ofsalegir stórþorskar, sem eru þar eins og á nokkurskonar elliheimili, þar sem þeir þurfa lítið að hafa fyrir lífinu, en áður en þeir taka sér þar sumardvöl, skila þeir trúlega sínum hrognum inn í Breiða- fjörð. Stórfisks-göngur komu oft upp úr Víkurálnum fyrst í marz- mánuði og héldu grunnt inn með Bjarginu og inn um Breiða- fjörð, en að þessu voru þó ára- skipti, og sennilega oftari komu þær sunnanað. Þetta virtist nokk- uð fara eftir því hvort sjórinn var dauður eða lifandi á þessum slóðum. Gamlir Færeyingar kenndu mér það fyrstir manna, að sjá það'á lit sjávar, hvort maður færi um sjó morandi af lífi, eða líflaus- an, og ber þeirn saman við það, sem ég hef um þetta lesið, frá hvalveiðimönnum fyrri tíma, sem þekktu þetta fyrirbæri og not- færðu sér það. 47

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.