Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1967, Side 7

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1967, Side 7
þessir dvalarstaðir stóðust veið- ar hundrað togara ár eftir ár, en þeir hlutu að þorna af fiski, og þornuðu, þegar tekið var fyrir uppsprettuna hér uppvið land- steinana, á flóum og fjörðum, ungviðið komst ekki á framfæri, fyrir því sá dragnótin, þar með búið. Nú eru þessi stóru mið eins og autt torg í yfirgefinni borg, þar sem ekkert fólk á lengur leið um. Þannig er þetta hér á grunn- inu, sem ég þekki til, en Vest- fjarðagrunnið með Breiðafjörð og Húnaflóa, sitt á hvora hönd, er gósenland fyrir fiskaklak, trú- lega það bezta á „Símaháslétt- unni,“ og væri alveg furðulegt, ef það væri, fyrir yfirsjón fárra manna, gert fisklaust, og það stóra forðabúr okkar Vestfirð- inga eyðilagt. En mikil hætta er á að svo verði, ef það tekur okkar sér- fræðinga á þessu sviði mörg ár ennþá, að komast að því á vís- indalegan hátt, hversu mikill skaðvaldur dragnótin er, og er búin að vera á okkar miðum, en henni er beitt þar sem sízt skyldi. Það sem mér finnst uggvæn- legast við okkar framtíðar-fisk- veiðar, og ég tel að bendi ein- dregið til þess að við erum að stórskerða stofninn, og höfum gert það undanfarin ár, en það er hvað fiskinum fækkar óðfluga hér á grunnslóðinni, hvað hann í heild fjarlægist landið árvist, hægt og sígandi. Sem bendir til þess að ungviðið vantar, þar hef- ir brostið hlekkur. Jafnframt því blasir sú staðreynd við, að alist þorskur ekki upp hér við strönd- ina, þá verður enginn þorskur staðbundinn. Fyrir um það bil 40 árum mátti heita árvist, að allir firðir hér á Vestfjörðum væru fullir af fiski vor hvert allt inn á fjarðarbotna, að vísu mismunandi mikill fisk- ur, en um alla firðina fór fiskur, og voru sumir fjarðanna hreinar gullkistur, nú má heita að ekki finnist uggi í þessum fjörðum, hvers vegna? Þegar línuveiðar hófust hér á VÍKINGUR þilfarsbátum, 6—20 lesta, þá voru þetta gangtregir bátar, en þeim entist vel sólarhringurinn í róðurinn og til hvíldar mann- skapnum í landi. Nú er svo kom- ið, að á sömu slóðum nægir ekki sólarhringurinn, mikið stærri og hraðskreiðari bátum í róðurinn, og það án nokkurrar hvíldar í landi. Þetta finnst mér uggvæn- legt, því ég læt mér ekki detta í hug að hér sé um tímabundna til- viljun að ræða, heldur einhverjar veigamiklar orsakir, sem hægt væri ef til vill að ráða einhverja bót á. Ég vil draga þá ályktun, að iífsskilyrði fyrir fisk í fjörðun- um og víðar við ströndina hafi ekki breytzt til hins verra á síð- ustu árum, en á hvern hátt vil ég ekki fullyrða um, því orsakirnar gætu verið margþættar, en það er órannsakað mál, en eina aðal or- sökina tel ég, þar til það verður afsannað, vera ofnotkun þeirra veiðitækj a, sem dragast með botn- inum, eins og dragnót og troll hverskonar, drepandi milljónir smádýra, og smá gróður í botnin- um, sem er ómissandi, þar sem ungviðið á að lifa og alast upp. Auk þess sem þessi veiðarfæri gefa fiskinum aldrei frið meðan þau eru í sjó, hann er á sífelldum þeytingi undan þessum tækjum. En þegar þorskurinn er kominn á sínar stöðvar, þá vill hann hafa sína hvíld, eins og aðrar lifandi verur. Þetta atriði er mjög veiga- mikið atriði á grunnsævi, varð- andi það að halda fiski á ein- hverjum stað, á djúpu vatni kem- ur þetta ekki eins að sök, því þá er fiskurinn svo mikið upp í sjó í fæðuleit og minna við botninn. Önnur veiðarfæri gera ekki ó- næði að ráði nema þeim fiskum, sem þau veiða. Því verður alltaf skaðlegt að beita botnvörpunni, hverju nafni sem hún nefnist, á uppeldisstöðvunum. Þetta kom greinilega í ljós, meðal annars við togveiðarnar, þegar togað var á heldur þröng- um svæðum, eða smá blettum. Það var kannske hægt að veiða í sólarhring, þá var fiskurinn veiddur og flúinn, eftir nokkurra daga hvíld, var aftur hægt að veiða, og svo aftur hvíld, og svo koll af kolli, þar til bletturinn var með öllu fisklaus. Þetta sá mað- ur svo oft og árvist til Bretanna, áður en landhelgin var færð út, helzt þó á haustin. En þegar þeir hættu þessum ljóta leik við útfærslu landhelg- innar, þá tóku snúrvoðirnar okk- ar og smátogarar við, og héldu, og halda eyðileggingunni áfram. Síðar komu svo nælonnetin til sögunnar, sem nálgast að vera gjöreyðingartæki á þann gula, ef snubbulega er á haldið, og að lok- um kom þorsknótin. Ef svo fer enn um mörg ár, að þessi veiðarfæri verði notuð, hvar og hvenær sem er, með svipuðum takmörkunum og verið hefir síð- ustu ár, þá horfir illa fyrir vini mínum þorskinum, og væri sann- arlega illa farið, ef hann væri út- dauður á Islandsmiðum, undir vísindalegu eftirliti, áður en vís- indamenn okkar væru búnir að rannsaka lifnaðarháttu hans, og fá þann fróðleik, sem þeir gætu byggt á ráðstafanir, til að koma í veg fyrir að þorskstofninn verði ofveiddur, og þannig bjarga þess- um fjármunalega stærsta höfuð- stól þjóðarinnar. Og víst mætti sá guli hugsa sem svo: Áöur veitti björg í bú bætti hag þess snauöa þessir vilja þreyta nú þorskabyggö til dauöa. Látrum 18. 2. 1967. Þórður Jónsson. 49

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.