Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1967, Page 10
Þannig hugsa&i sér enskur teiknari a<) flaggskip Drakes hefÖi verið í miklum stormi út af strönd SiiÖur-Ameríku á ferðalagi um-
lwerfis jörÖina.
HITIICAKEIIT TiHUIT
Ef±ir Rolf Randal.
Umskiptin frá segl- til eim-
skipa á árunum 1860 til 1900 eru
merkustu framfarir, sem átt hafa
sér stað í þróun siglingasögunn-
ar.
Frumkvöðull eimskipsins var
skipateiknarinn og verkfræðing-
urinn Robert Fulton. Að vísu
urðu hann og fjármálastuðnings-
menn hans oft fyrir þungum
raunum á fyrstu þróunarárum
eimskipanna, og upphaflega voru
skipin smíðuð sem sambland af
segl- og gufuskipi. — Smátt og
smátt ruddu eimskipin sér leiðina
og náðu algjörlega yfirhöndinni
52
á seglskipunum, enda þótt mörgu
seglskipinu tækist að halda velli
í samkeppninni allt fram til árs-
ins 1920.
Og enn er nokkur dýrðarljómi,
þegar rætt er um tímabil hinna
„stoltu hvítu segla.“
Vissulega er hægt að viður-
kenna að það var tíguleg sjón að
sjá seglskip fyrir þöndum seglum
í góðum byr renna eftir sjónum,
en það sem snéri að fólkinu, sem
vann um borð í þessum fleytum,
var oftast mjög raunalegt og
reyndar ótrúlegt að skuli hafa
gerzt.
Skyrbjúgur, sem kom vegna
vöntunar á mat og drykkjarvatni,
var algengur sjúkdómur á skip-
unum. — Ómannúðleg framkoma
við skipverjana sat í hásæti. Það
var algengt að menn væru kjöl-
dregnir, barðir með svipum eða
pyntaðir á annan hátt. Og á öll-
um tímum sólarhringsins í hvaða
veðri sem var, áttu skipverjar
von á því að vera skipað upp í
möstur til að hagræða seglum.
Ástandið um borð var hræði-
legt. Sjúkdómar og pestir herj-
uðu oft án nokkurra tilrauna til
að ráða niðurlögum þeirra, og ef
VlRINGUR