Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1967, Síða 12

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1967, Síða 12
við að ná í mann var svo mikill, að jafnvel bændur og vinnumenn að störfum á jörðum sínum uppi í sveit voru hirtir og fluttir um borð í skipin, skipti það engu máli, þótt þeir væru alls ófróðir um störf til sjós og hefðu aldrei stigið fæti um borð í skip. Svona menn voru sérlega illa leiknir af yfirmönnunum, sem voru skap- vondir út af kunnáttuleysi þeirra í sjómennsku. 1 þessu öngþveiti komu þó fi'am menn, sem voru hreinar sjóhetj- ur. Einn þeirra þekktur var Drake skipstjóri. Hann var af- burðaskipstjórnarmaður og mjög gáfaður. Metnaðargirni hans var líka takmarkalaus og ætlaði sér ’ stórt. Hann hafði farið nokkrar vel- heppnaðar ránsferðir til Vestur- heims. Þegar hann kom heim, gaf hann ensku krúnunni bróðurpart- inn af feng sínum. Orð fór af því hversu góður og réttlátur hann var við skipshöfn sína. — Nafn Drakes fékk fljótlega á sig goð- sagnarlegan blæ og drottningin tók að veita honum athygli. Spánverjarnir hötuðu hann. Sendiherra þeirra í London krafð- ist þess, að Drake yrði fangels- aður, og drottning Elísabet lét meira segja gera það að sendi- herranum viðstöddum. En fang- elsunin var aðeins brellibragð. Næsta dag var Drake skipstjóri sóttur til fundar við Elísabetu drottningu, þar sem hún bauð að útbúa handa honum 6 skip í leið- angur til Suður-Ameríku. Átti Drake ekki einungis að fást við skip Spánverja á leiðinni, heldur einnig ganga á land á ýmsum stöðum, þar sem vitað var að Spánverjar sóttu mikið af gulli. Drake skipstjóri tók strax að sér verkið. Hann átti í engum vandræðum með að manna skip- in. Ferðalagið átti að taka tvö ár, en stóð yfir í fjögur ár vegna metnaðar Drakes. Hann ákvað að sigla fyrir suðurodda Ameríku, þangað sem orðrómur var uppi um, að geysileg auðæfi væru fyrir hendi. Þegar skipin nálguðust suðurodda Ameríku austan meg- in, skýrði Drake stýrimönnum og hásetum frá ætlan sinni. Veður- far hafði verið kyrrt og mjög var gengið á matar- og vatnsbirgðir áhafna. Varð þá kurr í mann- skapnum. Á forustuskipi Drakes braust út uppreisn, þegar hann neitaði að sigla að landi eftir beiðni manna sinna. Uppreisnin var bæld niður af tryggum fylgis- mönnum Drakes. í stað þess að refsa mönnunum, bauð Drake þeim, sem ekki vildu halda áfram tvö skipa sinna, og máttu þeir á þeim fara hvert þeir vildu. Hluti af áhöfnunum tók þessu boði. Skyndilega skall á ofsaveður og týndust þá tvö af skipum Drakes. Annað skipið, sem hann hafði fengið uppreisnarmönnum yfirráð yfir fórst, en hitt komst heim til Englands. Sögðu sjó- mennirnir á því að öll hin skipin hefðu farizt. En það var langt frá sannleik- anum. Drake sigldi sínum 2 skip- um norður með vesturströnd Ameríku og réðist að mörgum spönskum skipum. Hirti hannþað dýrmætasta af farmi þeirra og sökkti síðan skipunum. Hann fór víða á land og fann meira gull. Drake sigldi allt norður til Cali- forníu og þar setti hann upp enska flaggið hjá Indíánum. Hann og menn hans fóru illa með frumbyggjana og sigldu síð- an með sinn dýrmæta farm beint yfir Kyrrahafið um Indlandshaf, suður fyrir Afríku og heim til Þannig voru húsakynni ensku flot astjórnarinnar, WhitehaU, árið 1775. 54 VlKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.