Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1967, Blaðsíða 13

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1967, Blaðsíða 13
OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO ooooooooooooooooooooooooooooooooooooo Englands. Kom hann heim með 3 skip fullhlaðin gulli og gimstein- um. Hafði hann þá siglt umhverf- is jörðina annar næst á eftir Magellan. Hann afhenti Elísabetu drottn- ingu, sem bjóst aldrei við að sjá hann aftur, allan farminn, og þeir uppreisnarmenn, sem til náðist fengu maklega refsingu. Drottningin fór nú ekki lengur dult með að hún dáðist að Drake skipstjóra. Hún aðlaði hann og nefndi Sir Francis og sendi hann síðan sem sigurvegara um Eng- land og Skotland fyrir opnum augum Filipusar Spánarkonungs. I Skotlandi kom Drake upp um samsæri gegn Elísabetu til að frelsa Maríu Stúart. Þetta hafði þær afleiðingar að styr j öld braust út milli Spánar og Englands. Sir Francis var gerður að aðmíráli og vann sér til frægðar að eyði- leggja spánska flotann, þegar hann ætlaði að herja á Suður- England. Með 4 léttbyggðum freigátum réðist Francis Drake að hinum volduga spánska flota, sem var þungur í vöfum. Hann setti út marga fleka, sem hann kveikti í og lét þá reka að spönsku her- skipunum. Við þetta kviknaði í mörgum skipunum. — Jafnframt sigldi Drake skipum sínum létti- lega fram og aftur og skaut á óvininn. Við þetta varð ringul- reið á spönsku skipunum og hluti flotans flýði norður með strönd Englands, en þar mættu þeim önnur ensk herskip, sem réðust að þeim og eyðilögðu. Var nú spánski flotinn algjörlega sigrað- ur og urðu Spánverjar að semja auðmýkjandi frið við Englend- inga. Með þessu ríkti þó engan veg- inn friður á hafinu. Sjómenn voru svo vanir að stunda ráns- ferðir að margir héldu því áfram og kjör sjómanna bötnuðu ekk- ert. Kaupskipin varð að vopna og stöðugar sjóorrustur áttu sér stað. Áhafnirnar voru tyftaðar til að þola flest. I landlegum fengu þeir sjaldnast að stíga fæti á land, því að skipstjórarnir óttuð- VfKINGUR ust að mennirnir kæmu aldrei um borð aftur. I staðinn fengu þeir áfengi, og konur voru sendar um borð. Ástandið og lifnaðurinn um borð í landlegum var því með fá- dæmum. Síðar kom tími þrælasölunnar, þegar siglt var með lestar fullar af fólki frá Afríku til Ameríku, þar sat mannúðin ekki í neinu fyrirrúmi. — Englendingar stóðu líka fremstir á þessu sviði, þótt Ameríkumenn og fleiri Evrópu- þjóðir fengjust einnig við þessa skammarlegu iðju. Oft dóu allt að helmingur svertingjanna á leiðinni yfir hafið. Ekki var hugs- að um annað en að fara sem flest- ar ferðir með sem flesta hausa. Mannslífið var lítils metið. Ef þrælarnir urðu veikir og ósjálf- bjarga var þeim bara kastað fyr- ir borð. Þetta ástand gerði sjómennina að sjálfsögðu kaldrifjaða og sér- hver varð að berjast fyrir rétti sínum. Það var því ekkert undar- legt þótt undirferli og mannvíg væru tíð, og þannig hélzt ástand- ið í fjölda ára. Og raunverulega batnaði þetta ekki fyrr en gufu- skipin komu til sögunnar. Burtfarar- og komutímar skipa urðu þá ákveðnir, og þetta hafði sín áhrif á að koma reglu á alla hluti. Aðbúnaður batnaði og veg- ur sjómannsins óx. I dag nýtur sjómaðurinn jafn- réttis og er virtur borgari til jafns við aðrar þj óðfélagsstéttir. Þýtt úr norska blaðinu Frívaktin. ............................. SPAKISJÓÐLR VÉLSTJÓRA Bárugötu 11 Annast öll venjuleg spari- sjóðsviðskipti. Opið daglega kl. 3—5.30. laugardaga 10—12. iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimm 55

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.