Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1967, Síða 14
I bókabúðinni:
Hafið þér bók, sem heitir „Bar-
áttan gegn verðbólgunni." Hún kom
út í fyrra og kostaði 100 krónur.
„Já, hún er til, en nú kostar hún
200 krónur.“
*
„Segið mér, lyfsali góður, er þetta
ivallýsi nú alveg nýtt.“
„Segið mér, frú mín góð, ætlizt
pér til að við drepum heilan hval til
þess að þér getið fengið nýrunnið
lýsi fyrir 15 krónur?“
*
Maður nokkur brauzt inn á skrif-
stofu. Á peningaskápnum var fest-
ur miði, sem á stóð: „Skápurinn er
opinn og óþarfi að sprengja hann
upp, snúið bara handfanginu." .
Maðurinn gerði það, — og í sama
mund kveiktust öll ljós í húsinu.
Klukka hringdi ofsalega og lögregl-
an var þegar á staðnum.
Við yfirheyrslu lýsti þjófurinn því
yfir að nú hefði hann glatað allri
trú á hið góða og göfuga í mönnun-
um!
*
1 sunnudagaskólanum.
„Réttið mér hendurnar, þið sem
viljið fara til himins." Allir nema
einn réttu upp hendurnar.
„Af hverju viltu ekki vera með?“
„Ég ætla að fara með pabba og
mömmu í Tívoli í eftirmiðdag."
V
A
K
T
I
IS
Hann var nokkuð „kiðfættur!“
Það var á höggmyndasýningu, að
góðvinur listamannsins, sem var að
virða fyrir sér styttu af hershöfð-
ingja nokkrum, gat ekki orða bund-
ist: „Hvernig á að útskýra þessa
furðulegu stellingu hershöfðingj-
ans “
„Jú, sérðu til,“ svaraði mynd-
höggvarinn. „Eiginlega var ætlunin
að hann sæti á hestbaki, en þegar
til kom, hafði nefndin, sem pantaði
styttuna ekki nóg fjármagn fyrir
styttu af hestinum, svo að ég varð
að sleppa honum.
❖
Kærkomin jólagjöf.
Italskir eiginmenn fengu kærkom-
inn úrskurð rétt fyrir síðustu jól.
Borgardómstóllinn í Feneyjum
komst að þeirri niðurstöðu, að það
skyldi skoðast sem „gróf móðgun,"
að heimta af eiginmanninum, að
hann þvoi upp í eldhúsi, eða að hann
geri önnur húsverk!“
*
Kvenfarþegi lagði leið sína upp
á stjórnpall og spurði skipstjórann:
„Hvernig farið þér að því að finna
leið yfir úthafið?"
„Þér vitið,“ svaraði skipstjórinn,
„að nálin á áttavitanum vísar alltaf
í norður.“
„Ég veit það,“ svaraði konan, „en
hvernig farið þið að þegar þið ferð-
izt suður á bóginn?“
*
Skátaforinginn var að veita ung-
skátum tilsögn í hjáp í viðlögum.
„Hversvegna notar skurðlæknir-
inn grímu við uppskurð," spurði
hann.
„Það er vegna þess, að ef upp-
skurðurinn mistekst, veit sjúkling-
urinn ekki hver hann var,“ svaraði
einn ungskátinn.
*
Leiðsögumaðurinn var að sýna
ferðafólki Niagarafossinn: „Villekki
kvenfólkið þagna augnablik, svo að
við hinir getum heyrt niðinn í þess-
um stórkostlega fossi.“
FleygSu sorpinu alltaj út á hléborSa — þá
losnar þú viS öll vandrœSi.
56
VlKINGUR