Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1967, Síða 16
Bátar og íormenn í Vestmannaeyjum
Óskar Eyjólfsson.
„GuSrún“ 49.00 tonn.
SmíSuS í Vestm.eyjum 1943.
„Farsœll“ 49.oo tonn.
SmíSaSur í Vestm.eyjum 1943.
„Týr“ 37.00 tonn.
SmíSaSur í Vestm.eyjum 1943.
Óskar Eyjólfsson, Laugardal,
var fæddur að Hraungerði í Vest-
mannaeyjum 10. janúar 1917.
Foreldrar Eyjólfur Sigurðssonog
kona hans Nikólína Eyjólfsdótt-
ir, bæði undan Eyjafjöllum. Ósk-
ar ólst upp með foreldrum sínum
og fór kornungur að róa með föð-
ur sínum. Það var á „Happasæl."
Síðar gerðist Óskar vélstjóri og
rær með Árna Finnbogasyni á
„Vin.“ 1940 kaupir Óskar part í
„Tjaldi“ og hafði formennsku á
honum í 10 ár. Sótti fast sjó og
aflaði vel. Eftir að hann seldi
„Tjald“ réðist hann á „Guðrúnu,“
liðlega 50 tonna bát. Hafði hann
formennsku á henni í 3 ár. Óskar
var þá aflakóngur allar vertíð-
irnar í röð. Setti hann met í afla-
magni, því aldrei fram að því
hafði annar eins afli komið upp
úr einum bát, eins og hjá Óskari.
Hann fór ekki troðnar slóðir,
Frh. á bls. 59
Karl S. Ólafsson, Víðivöllum,
er fæddur á Bergi í Eyjum 30.
janúar 1915. Foreldrar Ólafur
Ingileifsson, formaður og Sigur-
jóna Sigurjónsdóttir. Karl byrj-
aði sjómennsku með föður sínum
1931. En formennsku 1935 og þá
með „Geir Goða.“ Eftir það er
hann með „Leif,“ „Mýrdæling,“
„Öldu,“ „Þór,“ „Gísla J. John-
sen,“ „Farsæl," „Erling I.“ og
„Skúla Fógeta“ er hann átti sjálf-
ur að hluta. Síðar er hann með
„Gamm II,“ ,,Týr,“ „Emmu II,“
„Guðbjörgu“ og síðast „Isleif I.“
Auk þessa stundaði Karl sjó-
mennsku um tíma á togurum,
bæði enskum og íslenzkum. Auk
sumarsíldveiða fyrirNorðurlandi.
Karl var góður sjómaður og fjöl-
hæfur við öll verk er að sjó laut.
Glöggur og athugull, enda vel
kunnur við Eyjar. Hann var góð-
ur aflamaður. Karl er nú toll-
þjónn í Reykjavík.
Steingrímur Björnsson, Kirkju-
landi, er fæddur að Kirkjulandi
í Vestmannaeyjum 1. febrúar
1912. Foreldrar Björn Finnboga-
son, formaður og kona hans Lára
Guðjónsdóttir. Með þeim ólst
hann upp.
Á unga aldri hóf Steingrímur
sjómennsku, fyrst á „Unni 111“
með Þorsteini í Laufási, síðar á
„Gissuri Hvíta“ með Alexander
Gíslasyni í fjölda vertíða. 1939
byrjar Steingrímur formennsku á
v.b. „Emmu,“ er hann var með í
4 ár. Síðar er hann með „Hlíðdal
11“ og „Hauk.“ 1943 lét hann í
félagi við Kristján bróður sinn
og fleiri byggja nýjan 49 lesta
bát er hlaut nafnið „Jökull.“
Stýrði Steingrímur honum til árs-
loka 1949 er hann seldi sinn hlut.
Eftir það er hann með „Týr“ og
„Þorgeir Goða II.“ 1952 kaupir
hann „Sigrúnu“ ásamt bræðrum
Frli. á bls. 59
58
VÍKINGUR