Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1967, Page 17

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1967, Page 17
,Jón Stefánsson“ 65.oo tonn. SmiSaður í Vestm.eyjum 1947. Einar Runólfsson, Fífilgötu 2, Vestmannaeyjum, er fæddur á Seyðisfirði 25. desember 1918. Foreldrar Runólfur Sigfússon, skipstjóri og kona hans Frið- rikka Einarsdóttir. 5 ára fluttist hann til Eyja með foreldrum sínum. — Sjó- mennsku hóf hann 14 ára með föður sínum. Fyrir innan tvítugt er Einar búinn að ljúka bæði vél- stjóra- og stýrimannaprófum. Hið meira fiskimannapróf tók hann við S j ómannaskólann í Rvík 1950. Einar byrjaði formennsku með „Ingólf“ 1940. Eftir það er hann með eftirtalda báta: „Geir Goða,“ „ísleif," „Hilmir,“ „Jón Stefáns- son,“ „Hugrúnu“ og „Sidon,“ er hann keypti 1955 og var með hann til 1962. Eftir það hætti Einar sjómennsku og seldi sam- eignarmanni sínum Birni Guð- mundssyni bátinn. En þá hafði Einar verið formaður í 28 ár. Einar var alla tíð aflamaður góð- VlKINGUR PAUL GALLICO: I návígi við dauðann — Óskar Eyjólfsson Frh. af bls. 58 fiskaði sjálfstætt og sýndi mikla kunnáttu og lag í sjómennsku sinni. Áfram er Óskar með „Guð- rúnu“ 1953. En 23. febrúar ferst ,,Guðrún“ og Óskar með henni, við fimmta mann. 4 björguðust í gúmbát er rak upp í gegnum brimgarðinn við Landeyjasand. Sár söknuður og héraðsbrestur varð að slysi þessu í næstu ná- lægð við Eyjarnar. Mikill bátur er hart hafði verið sótt á og mik- ið boðið, en um fram allt vaskir drengir, á bezta aldri er þar fór- ust. Óskars verður minnst alla tíð, sem einhvers allra mesta afla- og kraftmanns við sjó, er verið hefir í Vestmannaeyjum. Steingrímur Björnsson Frh. af bls. 58 sínum og Jóhannesi mági sínum. Það var 52 lesta bátur. Steingrím- ur var með hann fram undir 1960, en þá var báturinn seldur. Steingrímur var með harðsnún- ustu mönnum í sjósókn og jafn- hliða ávallt í toppi með afla. Hann á nú 8 tonna bát og stund- ar á honum línu- og dragnóta- veiðar. Leiðrétting: í síðasta blaði var móðir Sigurðar Sigurjónssonar sögð heita Katrín, en átti að vera Kristín Óladóttir. Þá var Óskar Ólafsson nieð „Sigurfara“ frá ’46—’51. 0---------------------------------» ur og stjórnsamur. Einn af þeim er alltaf stóð fyrir sínu, traustur og ábyggilegur. Einar vinnur nú á netaverk- stæði og er heimilisfastur í Kópa- vogi. Frh. af hls. 63 hún hafði rétt fyrir sér. Stuttu síðar sagði hann: „Hvernig á ég að komast burtu? Allra landa- mæra er gætt. Þeir munu krefj- ast skilríkja, og komast að raun um, að ég er Hiram Holliday." En Lisette kunni ráð við því: „Nei, þú ert trúðurinn mikli, Grognolle, sem aldrei segir orð. Bíddu bara við. Það fréttist til flugvallarins, hver mun vera á ferðinni. Þú ert frægari í París, heldur en forsetinn og forsætis- ráðherrann til samans. Enginn mun krefjast vegabréfs af þér.“ „Já.....þá flýg ég til Prag,“ sagði Hiram Holliday. Og hann fól andlitið í höndum sér, og reyndi ekki að hugsa um það, að nú væru þessir þægilegu og skemmtilegu dagar liðnir oghann myndi aldrei framar hitta dá- samlegu, dökkhærðu stúlkuna, sem elskaði hann. í silfurgljáandi flugvélinni, sem flutti hann til Prag og öryggis- ins, sat rólegi, kringluleiti mað- urinn með hvössu, bláu augun á bak við stálspangargleraugun, og allir farþegarnir vissu, að þetta var Grognolle. Hann starði á úr- klippu úr blaði, sem hann hafði tekið úr veski sínu. Hún var úr „Daily Herald“ og þar stóð að- eins, að prinsessa Adelheid von Fúrstenhof af Steiermark - Heidi prinsessa, sem á sínum tíma var þekkt í samkvæmislífi Parísar - ætlaði nú, eftir því sem sagt var, að dveljast í Prag. Maðurinn andvarpaði, og stakk úrklippunni aftur niður. Hann lokaði augunum, og mynd dökk- hærðu stúlkunnar yndislegu, fyllti hvern krók og kima sálar hans, og fyrir eyrum hans ómuðu hlátrasköllin, sem á hverju kvöldi höfðu mætt honum í hinum yfir- fulla Antoine-sirkus. Frli. í næsta blaiVi 59

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.