Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1967, Qupperneq 19

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1967, Qupperneq 19
aldrei á ævi sinni séð annað eins. Löngu síðar, eftir að Lisette og Hiram höfðu þakkað viðtök- urnar og sátu inni á skrifstofu föður Antoine, meðan næsta at- riði á dagskránni fór fram, óm- aði salurinn af hrópum á Grog- nolle. „Við viljum Grognolle!" Löngu, löngu síðar, þegar sýn- ingunni var lokið og ljósin í sirk- usnum höfðu verið slökkt, gengu Lisette og Hiram út á breiðstræt- ið við sviðsinnganginn. Þau voru ennþá með farðann og í búning- unum og höfðu aðeins kastað yfir sig yfirhöfnunum. — Trúðurinn veifaði á nærstaddan leigubíl, meðan stúlkan nöldraði yfir því að þurfa nú að skemmta á góð- gerðasamkomu, þrátt fyrir að hún væri dauðþreytt. Leigubíllinn nam staðar fyrir aftan einkabíl, þar sem í sátu nokkrir' þögulir menn. Hiram og Lisette stigu upp í leigubifreið- ina. „Scheherazade-klúbbinn við Rue de Liege,“ sagði hin nöldr- andi Lisette og bíllinn ók af stað. En þegar þau höfðu ekið í smá- stund, og voru örugg um að eng- inn veitti þeim eftirför, bankaði Lisette í öxl bílstjórans og bað hann að aka til heimilis hennar við Rue de Portes-Blanches. Þar greiddu þau fyrir sig og gengu inn. Daginn eftir, þegar Lisette þýddi og las fyrir hann frétt úr dagblaði, fékk Hiram að vita, að franska lögreglan vildi hafa tal af honum, til að fá upplýsingar um hvernig á því stæði, að mað- ur nokkur hefði fundizt hálsbrot- inn á hótelherbergi hans, og auk þess að hann var á einni nóttu orðinn frægur undir nafninu Grognolle. — Franskur gagnrýn- andi hafði af tilviljun verið í sirkus kvöldið áður, og ritaði tveggja dálka grein í ,,Figaro“ um list trúða almennt, og sér- staklega um Grognolle, sem hafði slegið í gegn í Antoine-sirkusn- um. Og þannig orsakaðist það, að Hiram Holliday hvarf af sviði tilverunnar, en á hverju kvöldi VlKINGUR fyllti Grognolle sirkusinn, svo að múta varð skemmtistaðaeftirlit- inu, til þess að geta selt fleiri að- göngumiða. Faðir Antoine neri saman höndum, því að hann hafði fengið góðan samning við frænda Lisette. Menn verða að viður- kenna, að hann hafði verið kynnt- ur fyrir mállausa manninum á heldur óviðurkvæmilegan hátt, — já, þótt undarlegt megi virðast, þá sagði hann aldrei eitt einasta aukatekið orð, heldur kinkaði að- eins kolli eða hristi höfuðið og lét frænkuna sjá um allt annað — fyrst hann á annað borð græddi á honum, því þá að vera með óþarfa forvitni? Lifi Grog- nolle! Hiram Holliday var ekki leng- ur til, ekki einu sinni gagnvart sjálfum sér. Hann hafði algjör- lega breytzt í mállausa trúðinn Grognolle. Næstu dagar og nætur urðu honum ógleymanlegur tími, en þegar hann minntist þess ári seinna, var það eins og eitthvað dásamlegt og fallegt, sem hafði komið fyrir annan mann, eins og áhrifarík skáldsaga, sem hann hefði einhverntíma lesið og fund- ist hann sjálfur vera söguhetjan. Það var Grognolle og ekki Hiram Holliday, sem bjó með sirkusdrottningunni Lisette í litlu íbúðinni við Rue de Portes- Blanches, þaðan sem þau höfðu útsýni yfir alla Parísarborg. — Hann talaði aðeins við hana og þá eingöngu þegar þau voru ein saman, vegna þess að hún vildi, að hann héldi áfram að leika það hlutverk sitt að segja aldrei orð, hvorki á sviðinu né utan þess, í öryggisskyni. Hún sá um hann á allan hátt; aðstoðaði hann í blaðaviðtölum, svo að hann þurfti ekki annað en kinka kolli eða hrista höfuðið, eftir því sem það átti við. Grog- nolle varð að koma fram bæði fyrir og eftir hlé á hverju kvöldi, og Lisette kenndi honum margt nýtt og skipulagði brellur hans, því að hún kunni sitt fag. Hún var komin af sirkusfólki í sex ættliði. Og gáfur trúðsins náðu fljótum þroska. Þau bjuggu saman í áhyggju- leysi, eins og tvö saklaus böm, og yfirgáfu sjaldan Montmartre, jafnvel ekki eftir að leitin að Hiram Holliday virtist vera hætt. Þau gerðu sameiginleg innkaup til heimilisins á götumarkaðnum, þar sem hægt var að fá ferskt grænmeti og haustblómunum var raðað saman í fallega litadýrð. Þau lifðu aðeins fyrir augna- blik tilfinninganna og hugsuðu ekki um framtíðina, vegna þess að þau vissu bæði, að ævintýri trúðsins og hestastúlkunnar hlyti að taka endi. Einn góðan veður- dag yrðu þau að fara hvort sína leið í þessari óblíðu og illu ver- öld, sem þó hafði getað veitt þeim í sameiningu nokkrar dásamleg- ar vikur. — Aðeins í eitt einasta skipti, meðan á því stóð, varð Grognolle aftur að Hiram Holli- day. Það var þegar hann las smá- grein í Parísarútgáfu af New York Herald,“ sem Lisette hafði keypt handa honum. Hann las hana yfir aftur og aftur og hann var þögull og viðutan það sem eftir var dagsins, en um kvöldið lék hann ekki með sömu tilþrif- um og áður. Þetta leið þó hjá og hann varð aftur að hinum mikla Grognolle, sem allar konur í París streymdu að til að sjá, hver og ein í von um, að einmitt hún yrði fyrir vorkunnlegu og von- lausu ástaraugnaráði, sem gat fengið alla til að tryllast af hlátri. Og hann hélt áfram að vera Grognolle gagnvart öllum. Lisette og sjálfum sér, þangað til óveðr- ið skall á, og geysaði að, handan yfir Atlanzhafið; óveðrið, sem hinn fyrrverandi Hiram Holliday hafði alltaf beðið eftir. tlvernig Hirant ilolllday shemmii Partsarbúum í stfíasta slnn. Dagblaðið „Varðmaðurinn" í New York hóf nú að birta skjal- festan greinaflokk um Vinovari- effs-samsærið mikla, og upplýsti á hvern hátt hópur Hvít-Rússa hafði selt sig nazistum, til tjóns fyrir þeirra eigið land og einnig til óþurftar Frakklandi, sem 61

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.