Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1967, Side 28

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1967, Side 28
ö- -ö »- -» ö- SAFEGUARD-NEYÐARTALSTÖÐVAR ÖRYGGIÐ ER FYRIR ÖLLU. SAFEGUARl) NEYÐARTALSTÖÐVAR VINNA JAFNT í SJÓNUM SEM UM IIORÐ í BÁTNUM. TALSENDING OG MÓTTAKA Á NEYÐARBYLGJU, EINNIG SJÁLFVIRK TÓNSENDING TIL MIÐUNAR. NOKKRAR STÖÐVAR FYRIRLIGGJANDI. R. SIGMUNDSSON Garðastræti 13A — Sími 1 22 38 — Reykjavík. -ö ö- -» að opinberlega um þær tíma- bundnu deilur, sem átt hafa sér stað í einstökum greinum í sam- skiptum Englands, heldur það sem þjóðum okkar hefur tekist að vinna saman að í einlægu og heilbrigðu samstarfi. Þannig er það því miður of oft að það sem miður fer, er meira á lofti hald- ið, en því sem betur tekst til um. Það er gleðilegt tímanna tákn, um nauðsynlega samvinnu þjóða í milli, að einmitt Englendingar skuli verða fyrstir til að smíða skip, sem íslendingar byggja í þágu vísinda og þjónustu við ís- lenzka fiskveiðiflotann á heima- miðum hans, sem þó verður að sjáifsögðu í þágu vísindanna á heimsmæiikvarða.— Fyrir aðeins nokkrum árum síðan hefði slík samvinna, af mörgum, verið talin óhugsandi. * * 1 hinum margvíslegu deilum þjóða heimsins er ávallt hrópað á skilning og sáttfýsi, sem grund- völl að sáttum og friði. Raunhæf- asta og haldbezta leiðin til að setja niður deilur, er samvinna að lausn mála, sem er beggja hagur. Smíði þessa skips, er eins og fyrr er sagt, stór tímamótavið- burður fyrir okkur Islendinga, sem vonandi á eftir að hafa heillavænleg áhrif fyrir þjóð okk- ar á ókomnum árum. En bygg- ing skipsins hér í Englandi und- irstrikar einnig einlægan vilja þjóða vorra til að viðhalda sem beztri samvinnu á lýðræðis- og jafnréttisgrundvelli. Vonandi tekst fleiri þjóðum að setja niður tímabundnar deilur, um vandamál sín, á þann hátt að vinna saman að þeim málum, sem deiluaðilum er í hag. Ég ítreka þakkir mínar f.h. okkar hjóna og ambassadors Is- lands í Englandi, hr. Guðmundar í Guðmundssonar fyrir að eiga þess kost að vera viðstödd þennan merkisatburð í sögu fiskveiði mála vor Islendinga, sem tilkoma þessa skips vonandi þýðir. Allir þeir, sem sérstaklega til þekkja, telja að af hálfu skipa- smíðastöðvarinnar hér við Loves- toft, hafi vel verið til vandað og því rökstuddar ástæður til að ætla, að allar áætlanir um smíði og afhendingartíma standist. — Fyrir allt þetta er mér Ijúft og skylt að þakka. * * Heill og hamingja fylgi skipi og skipshöfn í þeirra þýðingar- miklu störfum á ókomnum árum. -j*. -K -K -jC VlKINGUR 70

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.