Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1971, Blaðsíða 9

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1971, Blaðsíða 9
um verði haldið til að hegða sér eftir lögum þeim, sem gilda um þetta eí'ni, — verði stranglega bannað að fiska nær landi en 4 mílur“. í þessu sambandi má vitna til þess, að enda þótt Parísarháskóli, „Sor- bonne“, taki ekki afstöðu til skoð- ana, sem þar eru settar fram í dokt- orsritgerðum, þá hefði slíkt verk, sem doktorsritgerð mín um landhelgi ís- lands aldrei hlotið „ágætiseinkunn", ef það teldist einhver fjarstæða, sem þar er sett fram. Einn fremsti lögfræðingur íslenzk- ur, Einar heitinn Arnórsson fór á sínum tíma viðurkenningarorðum um doktorsritgerðina í formálsorð- um fyrir íslenzkri útgáfu verksins; enginn ber brigður á dómgreind hans. Og þannig mætti nefna fleiri jákvæða dóma um verkið, m. a. orð hins heimsþekkta þjóðréttar- fræðings, próf. Gilbert Gidel. I sjálfu sér ætti að vera óþarft að benda á þetta. Mér er að vísu skylt að geta þess, að skömmu eftir útkomu doktors- ritgerðar minnar tók prófessbr Ár- mann Snævarr mig tali á götu og sagðist hafa rennt augum yfir rit- gerð mína, og væri hann ekki sam- mála þeim skoðunum, sem þar væru settar fram. Bað ég hann þá aðeins að lesa verkið betur. Fyrir nokkru rifjuðum við þetta atvik upp okkar á milli, og viðurkenndi prófessor- inn þá að ef til vill hefði hollusta hans við þáverandi ríkisstjórn haft einhver óafvitandi áhrif á skoðanir hans, en hann kvaðst alltaf vilja vera „loyal" hverri ríkisstjórn. Enda er það álit mitt að ritgerð mín hefði á þeim tíma, sem hún var skrifuð ekki fengizt samþykkt til doktorsvarnar við Háskóla íslands, hún var of djörf til þess. Á árinu 1954 lagði Hannibal Valdimarsson fyrir Alþingi frum- varp til laga um 50 sjómílna land- helgi við ísland, unnum við saman að samningu frumvarpsins og var þar byggt á þeim niðurstöðum, sem settar voru fram í doktorsritgerð- inni. í frumvarpinu var gert ráð fyrir því, að í fyrstu skyldi aðeins höfð lögsaga með 12 sjómílna belti utan þáverandi friðunarlínu eða alls með 16 sjómílum, til þess að gefa þeim þjóðum, sem þættust eiga ein- hvern rétt í fornri landhelgi íslands, nokkurn aðlögunartíma. S[a‘ni iuálsm«Afvr«>. Það er óheppileg málsmeðferð að vera sí og æ að smáauka kröfur sínar í máli og koma þannig af stað nýjum og nýjum illdeilum, í stað þess að gera í upphafi máls ýtrustu kröfur og geta þá heldur slakað á í bili, en einmitt þannig var sjálf- stæðisbaráttu okkar hagað og þann- ig hefðum við átt að reka landhelg- ismálið. Ljóst er að bæði í þjóða- rétti og einkamálarétti eru skyldur lögmanna hinar sömu, það er að gæta hagsmuna umbjóðanda síns til hins ýtrasta. Við gætum í þessu sambandi hugsað okkur, að lögmað- ur hafi fengið miskabótamál til með- ferðar og ákveðið að gera aðeins þær kröfur, sem hann teldi líklegt að fengjust dæmdar og niðurstaða Hæstaréttar yrði sú að fallizt yrði á kröfurnar, þar sem þær teldust vera innan þess, sem teljast mætti sanngjarnt og eðlilegt. Myndi sá lögmaður ekki hafa brugðizt um- bjóðanda sínum með of vægri kröfu- gerð og naga sig í handabökin á eftir? En þannig verður manni hugs- að, þegar maður les þessi orð am- bassadorsins fyrrv.: „Má óhilcað fullyrða, að núgild- andi reglur íslenzkar á þessti sviði ganga eins langt og nokkur möguleiki var fyrir, þegar þær voru settar og stendur enn við það“. Ja, hvílíkur uppgjafartónn; skyldi þetta vera skoðun íslenzku ríkis- stjórnarinnar? Hvaðan kemur fyr- irlesaranum þessi vizka? Hvernig getur nokkur lögfróður maður, hvað þá þjóðréttarfræðingur, fullyrt slíkt, þegar á það hefur alls ekki reynt, að reglur, sem gengju lengra, fengju ekki staðizt. Má með sama rétti full- yrða, að við hefðum jafnt unnið þorskastríðið, þó landhelgin hefði verið færð út í 50 sjómílur, en ekki aðeins 12 sjómílur. Var sérfrœðingnuin sjíilfrátt? Stingur þessi fullyrðing ambassa- dorsins fyrrv. í stúf við það, sem þó segir í bæklingnum „The Icelandjc fishery lirnits", er utanríkisráðu- neytið gaf út í apríl 1959, þegar þorskastríðið stóð sem hæst, en þar segir á bls. 9, í lauslegri þýðingu: „Ætti réttur fslendinga einungis a.ð byggjast á sögulegum grundvelli (sama sem hefð/höf.) gætu fslend- ingar með rétti gert kröfu um meiri útfærslu landlielginnar en nýja reglugerðin gerir ráð fyrir“. Sam- kvæmt þessu hefur fyrirlesarinn ekki verið höfundur þessa bæklings, né átt þátt í samningu hans eða hann vill ekki kannast við þessi ummæli sín. En það er fleira í nefndum bækl- ingi, sem gefur manni tilefni til þeirr- ar ályktunar og skal aðeins að því vikið. Það er nefnilega athyglisvert, að með þessum bæklingi er hætt að bendla landhelgi íslands við skand- inavisku-f j ögra-s j ómílna-regluna, hins vegar er lögð nokkur áherzla á að landhelgi íslands hafi frá 1631 til 1662 verið 24 sjómílur, frá 1662 til 1859 16 sjómílur, en á seinni helm- ingi 19. aldar hafi eftirlit með fisk- veiðum útlendinga verið slælegt, ís- land þá dönsk nýlenda. Er hér um mjög athyglisverða stefnubreytingu að ræða. Því má hins vegar ekki gleyma að líklegt er að sérfræðingum ríkisstjórnar á hverjum tíma, og ekki aðeins í þessu máli, sé fyrirlagt að færa einungis rök að stefnu henn- ar, og er ekki ætlazt til að þeir hafi sjálfstæð'ar skoðanir á málunum. Má því segja að þeim sé ekki alltaf sjálfrátt í þessum efnum og á það vafalaust við í þessu máli, því em- bættismenn eru ambáttir nútímans, eins og orðsifjar benda til. Kjarni þessa máls verður þó eftir sem áður sá og hefur þegar sann- azt, að krafa til meiri réttar getur tryggt að minni réttur verði tekinn til greina og því hefði það aldrei getað spillt málstað okkar í land- helgismálinu að halda fram ýtrustu kröfum strax. Skilur þar á milli feigs og ófeigs í máli þessu, sem öðrum, að sjálfstæð skoðanamynd- un sérfræðinga er haldbezt og sann- gjörn gagnrýni höfuðnauðsyn. í framhaldi af því er áður segir, gæti sumum komið til hugar að um- rædd yfirlýsing sérfræðingsins sé túlkun á skoðunum ríkisstjórnar- innar á þessu máli, en slikt er af VÍKINGUR 9

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.