Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1971, Page 11

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1971, Page 11
upp neinn fullnaðardóm í því efni að svo stöddu“. Á öðrum stað segir í niðurstöðu verksins: „íslenzka þjóðin verður að hugsa fyrir framtíðinni. Ef til vill verður 16 sjómílna landhelgi orðin ónóg eftir 20 ár og 50 sjómílna landhelgi ein talin nægja“. En 16 sjómílna landhelgi var eins konar varakrafa i ritgerðinni. Loks skal hér tilfærður kafli úr niðurlagi ritgerðarinnar: „Tilvera einstaklingsins í nútíma þjóðfélagi er vernduð af lögum hlut- aðeigandi ríkis, svo og alþjóðalög- um. Tilvera þjóðanna er á sama hátt vernduð af þjóðarétti, þótt misbrestur verði stundum á hvoru tveggja í framkvæmd. Frumréttur hverrar þjóðar er tilveruréttur henn- ar. íslenzka þjóðin á tilveru sína Umræður í útvarpi og manna á milli, svo og blaðaskrif að undan- förnu gefa ljóslega til kynna, að aldrei fyrr hefur íslenzku þjóðinni verið jafnljóst mikilvægi landhelg- ismálsins. Þegar menn hafa byrjað að hugleiða það mál, er eins og þeir geti ekki hætt því. Því er það að frá því grein mín um landhelgismálið birtist í Morgun- biaðinu 6. jan. s.l. hef ég fengið eftir- þanka eða öllu heldur gleggri þanka um málið, sem ég get ekki stillt mig um að láta koma fyrir almenn- ings sjónir. Landgrunnmiit markist af 500 mi'lra dýiitarlínunni. í doktorsritgerð minni er á það bent, að varðandi landgrunnið komi helzt til greina að miða við 200 eða 400 m dýptarlínu og í niðurstöðu verksins er lagt til að miðað verði við hvort tveggja í senn, sjávar- dýpi og fjarlægð undan landi, sem sé 50 sjómílur utan grunnlínu, en undir því að fá að búa ein að auð- lindum sínum, fiskimiðum sem öðr- um. Fiskimiðin eru helztu auðlindir íslendinga, og verður að tryggja þjóðinni fullar nytjar þeirra með því að hún fái landgrunnið allt“. Eins og áður er sagt hefur margt breytzt frá því að ritgerðin var samin. Kröfur þær, sem þar voru settar fram þá, og sumir töldu fjar- stæðu, teljast nú eðlilegar og sann- gjarnar, jafnvel að dómi sömu manna, þannig hefur fundur olíu- linda undir hafsbotni gjörbreytt allri vígstöðu okkar, og nú er svo komið að þjóðirnar gera kröfu til allt að 150—200 sjómílna af land- grunninu (hafsbotninum) undan ströndum sínum og þjóðirnar við Norðursjó hafa skipt upp botni Norðursjávarins á milli sín, langt út fyrir 12 sjómílur, allt að 130 sjómílum. Þá er blátt áfram hlægi- legt að neita okkur um réttinn til fisksins á tilsvarandi hafsvæði, enda EFTIRMALI 200 metra dýptarlínu þar sem hún fer utar. Það skal viðurkennt að lögin nr. 44 frá 5. apríl 1948 um vísindalega verndun landgrunnsins, muni hafa átt sinn þátt í að ég valdi fremur 200 m dýptarlínuna en 400 metra línuna. Raunar var 50 sjómílna landhelgin aðalatriðið fyr- ir mér því það er á svo tiltölulega fáum stöðum að þessar dýptarlínur fara utar. En við nánari íhugun þessara mála þykir mér það of skammt gengið að miða við 200 metra dýptarlínuna. Áður en vikið er nánar að þessu þykir mér rétt að rifja upp það sem segir í doktors- ritgerð minni um þetta efni. í doktorsritgerðinni sem rituð var fyrir nærri 20 árum, er vakin athygli á því að í áðurnefndum lög- um um vísindalega verndun land- grunnsins sé þess hvergi getið, við hvaða dýpi eða dýptarlínu skuli miðað, þegar rætt er um landgrunn- ið; hinsvegar segir svo í (athuga- semdum) fyrir frumvarpinu: hljóta sjávarafurðir þessara svæða að vera hreinn hégómi að verðmæt- um í samanburði við olíuna. En þetta er efni í aðra grein og bíður betri tíma. Okkur er höfuðnauðsyn, að draga ekki um of að færa landhelgina lengra út en við höfum gert, til þess m. a. að girða fyrir þá hættu að 12 sjómílna landhelgi verði tal- in hefð hjá okkur. Við þurfum að styrkja aðstöðu okkar í þessu máli og styðja kröfur okkar sem flest- um rökum, betur en við höfum gert til þessa, en kjarni málsins er að 50 sjómílna landhelgi hlýtur að vera lágmarkskrafa íslenzku þjóðarinnar í þessu lífsspursmáli hennar, það má vera hverjum og einum ljóst. Hitt er til lítils að halda því fram að alþjóðalög séu sverð og skjöldur smáþjóðar, ef hvorki er þekking né þor til þess að bregða þeim brandi. Reykjavík, 13. des. 1970. „Landgrunnið er nú talið greinilega afmarkað á 100 faðma dýpi, en nauðsynlegt er, að nákvæmar rann- sóknir fari fram á því hvort eðli- legra sé að veiða við annað dýpi.“ (Alþl. 1947-A-841) Á það var jafnframt bent að eng- in skýring væri á því gefin hverjir það séu, sem telji landgrunnið greinilega afmarkað á 100 faðma (eða ca. 200 m) dýpi. Til þessa dags hefur heldur ekki fengizt neitt svar við þessu. Liggur næst að ætla að þetta hafi verið hugarfóstur höfunda frumvarpsins og að þeir sem telji landgrunnið greinilega afmarkað á 100 faðma dýpi, séu engir aðrir en höfundar sjálfir. Það er mjög hæpið að styðj- ast við 200 m dýptarlínuna eina saman, þar eð hún fer á köflum jafnvel inn fyrir 3ja sjómílna land- helgina gömlu, svo sem í Kolluál við Snæfellsnes. Hins vegar er til bóta fyrirvarinn um að rannsaka beri við hvaða VlKINGUR 11

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.