Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1971, Qupperneq 21

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1971, Qupperneq 21
Að morgni þriðja dags kemur enskur togari í kallfæri við skipið og segir skipstjóri togarans, að það sé voðalegt tilstand á Patreksfirði. Þar standi nú yfir réttarhöld yfir 6 brezkum togurum, en sá sjöundi, sem verið hafi fullur af fiski, hafi stungið af til Englands. Skeyti hafi þegar verið sent út, því 2 varðskips- menn hafi verið um borð í þess- um togara. Þegar skipstjóri togar- ans heyrði þetta, sagði hann. — Ég held að ég fari nú til Patreksfjarðar. Svo er haldið af stað og þegar þeir koma fyrir Vatneyraroddann verður uppi fótur og fit um borð í Ægi, því þeir þekktu strax togar- ann. En sannleikurinn var sá að þeir á Ægi höfðu haldið að togar- inn hefði farið um nóttina. Jón og félagi hans voru strax sóttir á léttbáti varðskipsins yfir í togarann og fljótlega kallaðir fyr- ir rétt. Sýslumaður var Bergur Jónsson og þegar Jón kemur fyrir réttinn segir sýslumaður. — Ætluðuð þið að vera til eilífðarnóns þarna? Og Jón svaraði. „Hvernig dettur yður í hug að við hefðum getað breytt nokkru í þessu efni, þar sem togaraskipstjórinn hafði að engu fyrirmæli skipherrans á Ægi“. Lét þá sýslumaður það gott heita. Fulltrúi brezku togaranna ósk- aði eftir því, að þeir gæfu yfirlýs- ingu um það, hvaða meðferð þeir hefðu sætt um borð. En Jón gat ekki annað en gefið þeim beztu sögu, því þeim hafði verið veitt allt það sem kostur var á. Það var eitt sinn, þegar Jón var á gamla Ægi, að norskt fisksölu- skip fórst út af Ströndum, nánar tiltekið út af Þaralátursnesi. Þetta var í febrúarmánuði og var Ægir sendur til að leita á Húnaflóa. Þeir fundu ekkert, og voru komnir á suðurleið út af Kögri, þegar skeyti kom um að halda aftur á staðinn, því eitthvað dót hafði rekið á fjöru á Þaralátursnesi. Áttu þeir að at- huga þetta og leita betur. Þeir héldu inn á Norðurfjörð og þar fór skip- herrann, sem var Einar M., á land til að síma. Hann fékk þær upplýs- ingar, að þarna hefðu rekið stólar o. fl. og var þá ákveðið að fara þangað og athuga það n'ánar. Þeir voru komnir að Selskeri um kl. 3 um daginn í norðan „kilju“ og dálít- iili undiröldu. Brim var við strönd- ina, en þarna ákveður skipherrann að setja út mótorbátinn. Átti stýri maður ásamt Jóni og smyrjara að fara í bátinn og fara með strönd- inni frá Norðurfirði að Horni, en þar ætlaði varðskipið að taka þá kl. 11 um kvöldið. Enginn þeirra var kunnugur ströndinni og svarta myrkur var komið á. Þeir fara í bátinn og halda af stað, en þá byrj- ar vélin að hökta. Svona höktir vél- in smástund, en þá er flautað á varðskipinu. Er þá snúið aftur að skipinu og báturinn tekinn um borð. Síðan heldur varðskipið af stað, út fyrir sker og uppundir Geirólfs- gnúp og þar er lagzt einar 3 sjóm. frá landi. Þar er mótorbáturinn sett- ur á flot á ný og einir 12 menn í bátinn. Var það gert til þess, að ef hann bilaði aftur þá væru nógu margir menn til að róa honum. Það var haldið á mótorbátnum uppund- ir Þaralátursnes, en þá var svo mik- ið brim að þeir vissu varla hvar þeir áttu að lenda. En fólk í landi hafði þá tekið eftir þeim og kom með ljós niður í fjöru og gaf þeim merki með ljósinu hvar þeir ættu að lenda. Gekk lending ágætlega og dótið sem fundizt hafði skrifað upp og að því loknu átti að halda af stað um borð. En þegar vélin er sett í gang aftur bilar eitthvað í henni, þannig að ekki er hægt að keyra hana nema aftur á bak. Þeir urðu því að bakka bátnum frá landi og sigla þannig á honum að skipinu. En siglingarljósunum sneru þeir við, svo að allt væri löglegt. Þegar þeir koma að skipssíðunni stendur Einn af hreyflum flugvélarinnar hafði bilað og vélin lækkaði flugið. Flugstjórinn tilkynnti farþegunum að nokkrir þeirra yrðu að fórna sér með því að stökkva út. Englendingur varð fyrstur til þess. Hann hrópaði: „Fyrir drottninguna og föðurlandið!“ Næstur varð Frakki, sem hrópaði: „Lifi Frakkland!“ skipherrann þar og segir undrandi: „Hvað, komið þið á öfugum bátn- um?“ Eftir fyrstu veru sína á gamla Ægi, fer Jón yfir á Fjöru-Þór, síðan á litla Óðin (seinna Gautur), þá aftur á gamla Ægi og er á honum, þar til að hann er með í að sækja Þór 1951 og er á honum, þangað til að hann fer í land 1959. Áfram var þó Jón starfsmaður landhelg- isgæzlunnar sem vaktmaður í flug- skýlinu til áramóta 1967—68. Um þorskastríðið, svokallaða, vill Jón lítið tala. Hann segist aldrei hafa verið í eldlínunni, því að hún hafi legið um Selsvör. Aftur á móti segir hann um veru sína á varð- skipunum, að hún hafi oft verið skemmtileg og að það sé einn bezti kafli ævi sinnar veran þar um borð. Og Jón segir: „Maður var oft með skemmtilegum mönnum og hafði gott af því, það létti manni lífið. Og á langri tíð minni á varð- skipunum tel ég, að allir hafi verið vinir mínir en enginn óvinur. Ég vil nota þetta tækifæri og þakka öllum, sem ég hef verið með fyrir samveruna". Eins og sjá má á æviágripi hinn- ar öldnu kempu, Jóns Kristófers- sonar, er hann búinn að skila þjóð- arbúinu langri vinnu. Hann byrjar að starfa aldamótaárið, þá 12 ára gamall, og hættir ekki starfi fyrr en 1967. Hann hefur því starfað svo til óslitið í 67 ár. Mér er ekki kunn- ugt um að Jón hafi nokkurn tím- ann orðið að sleppa vinnu vegna veikinda. Mætti þjóðin eiga fleiri slíka hrausta syni. Helgi Ilallvarðsson. Flugvélin hélt áfram að lækka, svo fleiri urðu að stökkva út. Þá reis Svíi á fætur og hrópaði: „Lifi norræn sam- vinna“ og fleygði Dana, Norðmanni Finna og Islendingi út úr vélinni. * Sá sem kúgar þjóð með valdi, er ein- ræðisherra. En sá sem kúgar hana í kærleika, hann er hinn mildi konungur. (Kínverskur málsháttur). VlKINGUR 21

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.