Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1971, Side 32

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1971, Side 32
Það leynir sér heldur ekki, að í hugum margra var nýtt tíma- bil í samgöngu- og atvinnuhátt- um í uppsiglingu. (Sumpart end- ursagt) — H. J. Kaupmannahöfn 10./6. 1819. Kæri bróðir! Nú verður þú óhjákvæmilega að gera ráðstafanir sem duga, til þess að hún vesalings systir þín örvinglist ekki af hræðslu og kvíða. Maðurinn minn er orðinn alveg heillaður af maskínum, og það er áreiðanlegt, að þessi óvætt verður honum einhverntíma að fjörtjóni. Hann er alveg truflað- ur af hrifningu yfir þessu gufu- skipi, sem er komið til landsins, og dvelur þar öllum stundum. Guð minn góður, hann er bara venju- leg manneskja gerð af holdi og beinum, en þessi ófreskja er gerð úr járni og stáli, eldi og eimi, og nái hún taki á honum, — guð hjálpi okkur — hvað verður þá um alla sápugerðina, hann verð- ur áreiðanlega marinn sundur. Á dögunum fékk hann leyfi til að koma niður í sjálft apparatið, mig grunar, að það hafi verið að aflokinni góðri miðdagsmáltíð, og þá náði ófreskjan í annað frakka- lafið hans og dró hann að sér þangað til hann varð fastur við eitthvað, sem er víst kallað stimp- ilstöng, sem nuddaði upp og nið- ur, og niður og upp af öllum kröft- um eftir aumu bakinu á honum eins og ætti að flá hann lifandi, vesalinginn, og svo kom eitthvað, sem er kallað krumtap og þrýsti ofan á hattinn, — þú manst, það var nýi góði hatturinn hans, og klemmdist hann þá niður fyrir augu, og rifnaði hatturinn niður að börðum. Hann lætur þess get- ið, að þá hafi bæði þú og ég og börnin komið sér í hug, og guð má vita hvernig þetta hefði end- að, ef ekki hefði þá komið hjálp. Að vísu hefur hann sterka fætur og er að öðru leyti kröftugur agnar lítill ístrubelgur. En hvaða maður getur til lengdar staðist 28 hesta orku. Járn-jálkurinn var of sterkur og hefði að sjálfsögðu gjört mig vesalinginn að ekkju, hefði ekki ungi málarinn Frits- mann, til allrar hamingju, komið með hnífinn sinn og skoriðlöfinaf frakka Pedersens og dregið hann frá. En frakkalöfin og þar á með- al einn af nýju vasaklútunum mínum slæddust í ventlana, — eða hvað það nú er kallað, og þar með vildi mekanikkin ekki ganga lengur. Gufan bunaði út í allar áttir og aumingja maðurinn stóð þarna á buxunum einum, og munaði minnstu að hann skað- brenndi sig ofan á allt saman. En þar með var ekki öll sagan sögð. Þegar hjólin hættu að snú- ast, rann skipið á grynningar. Og nú upphófst heldur en ekki hávaði. Allir skömmuðust og kenndu vesalings pabba um alla ógæfuna. Skipstjórinn var óður af reiði, formælti og hótaði að kasta þessu illfygli útbyrðis, — guð minn góður, að kalla hann Pedersen illfygli! Og pabbi fór í allri sinni niðurlægingu að halda, að þó að hann væri slopp- inn ú járngreipum véla ófreskj- unnar, mundi hann láta lífið í sjónum, og ef góði Fritsmann hefði ekki verið viðstaddur, hefði þetta endað með skelfingu. Endir- inn varð sá, að honum var fleygt í land á fimmtudaginn einhvers- staðar á Lálandsströndinni í úr- hellisrigningu, berhöfðuðum, í frakka sem nú var ekki annað en treyja með hálfri annari ermi, í brókum sem skorti það sem frakkalöfin hefðu annars getað hulið, ef þau væru nú ekki föst í ventlunum. Þarna sérðu, svo bú- ið má þetta ekki ganga. Mágur þinn missir með þessu heilsuna, fötin sín og borgaralegt álit. Þú verður að setja honum fyr- ir sjónir þetta brjálæði, og ein- mitt nú getur hann ef til vill tekið sönsum, því hann liggur sjálfur eins og gufuketill fleytifullur af hyldetei, hann ofkældist að sjálf- sögðu heiftarlega á ferðalaginu, og var honum það reyndar mátu- legt. „En fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott“. Þú veizt það, að Pedersen var á móti því, að Mine fengi Frits- mann litla, af því að hann er bara málari, hafði hann þó aldrei á ævinni séð hann. Nú er þetta kom- ið í lag, því að Fritsmann dró pabba út úr mekanikkinni, og léði honum þar að auki kaskeiti og góðan rósóttan slopp, sem hann auminginn varð að notast við á leiðinni heim. Þó að þetta væri hálf óvirðulegur ferðabún- ingur fyrir majór í borgarafélagi hans hátignar konungsins, — var þetta ekki frágangssök, gat hann ekki verið honum mótfallinn — og málarinn fékk stelpuna. Þú getur aldeilis gert þér í hug- arlund hve undrandi ég varð, er við tókum á móti honum á póst- stöðinni. Það fyrsta sem hann sagði: „Er Mine með ykkur?“ Hann hafði nefnilega heldur snið- gengið hana að undanförnu, en nú þráði hann að geta sagt henni ásetning sinn sem fyrst. Skrif- aðu nú Pedersen eins fljótt og þú getur, og leiddu honum fyrir sjón- ir, að hann megi ekki koma oftar út í þetta voðalega skip. Vertu viss um, að það eru margir hér í bænum, sem eru sömu skoðunar og ég á þessu fyrirtæki. Hlýtur það að enda með því að springa í loft upp eða sökkva í sjó, og kosta mörg mannslíf. Okkur hef- ur þetta kostað, auk angistar og kvíða: 1 frakka og nýjan hatt og fína vasaklútinn minn. Berðu kveðju o s. frv. Þín einlæg systir. (Eftir danska tímaritinu „Maskinmesteren"). 32 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.