Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1971, Blaðsíða 34

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1971, Blaðsíða 34
valda voru einnig viðhöfð orð í þá átt, að aðgerða yrði ekki langt að bíða. Víst hlutu menn að gera sér grein fyrir því að þessi mál þyrftu athugunar við og ekki mætti flana að neinu, en slík at- hugun þurfti ekki að taka lang- an tíma, væri á annað bor* að henni unnið. Nú eru liðin nær fjögur ár síð- an nefndin var skipuð og má segja að nú loks liggi eitthvað áþreifanlagt fyrir, enda þótt árangur í formi togara liggi ekki fyrir fyrr en eftir eitt til tvö ár. En spyrja má: Hefur nefndin ekki unnið mikið undirbúnings- starf á þessum tíma og lagt fram ítarlegar tillögur sínar um end- urnýjun togaraflotans á næstu árum? Hefur hún ekki lagt fram rökstudda greinargerð, sem hún byggir niðurstöður sínar á? Ég hef hvergi rekist á slíka greinar- gerð eða tillögur. Ég hefði vænzt þess, að nefndin, ekki sízt með hliðsjón af þeim mikla tíma, sem hún hefur haft til umráða, gerði úttekt á togaraútgerð Islendinga, nauðsyn hennar og eðli, framtíð- armöguleikum hennar, aðstöðu hennar gagnvart öðrum þáttum útgerðar landsmanna, stöðu henn- ar vegna friðunaraðgerða, að hún gerði grein fyrir því, hvar líkleg- ast yrði að togarar framtíðarinn- ar leituðu fanga, hvernig þeir helzt styrktu grundvöll sjávar- útvegsins og þannig mætti lengi telja. Þess hefur þó hvergi orðið vart, að því er ég bezt veit, að nefndin haf i unnið slíkt starf, sem verður þó að álíta nauðsynlega undirbúningsvinnu til að unnt sé að komast að skynsamlegri nið- urstöðu. Nefndin gerir tillögur um smíði á 6 eittþúsund lesta skut- togurum. Vil ég ekki draga úr gildi þeirrar niðurstöðu en hlýt að spyi'ja, hvort þetta sé eina svar nefndarinnar um endurnýjun tog- araflotans. Hvað á að gera í áframhaldi þessa? Halda áfram með sams konar skip eða aðrar gerðir? Víst tákna þessi skip framför í tækni að því er varðar fiskveiðar, en telur nefndin t. d., að hafna eigi við endurnýjun togai'aflotans þeirri tækni, sem gerir kleift að skila betri vöru á markaði með minni kostnaði, tækni, sem aðrar þjóðir hafa í síauknum mæli tekið í þjónustu sína og bætt þar með samkeppnis- aðstöðu sína gagnvart okkur? Á hvaða forsendum hefur nefndin tekið neikvæða afstöðu til hug- mynda, sem komnar eru m. a. fi’á samtökum sjómanna, um verksmiðjuskip til veiða á fjar- lægari miðum, sem myndu í reynd vei'ða ný stói'iðjutæki í sjávar- útvegi okkar? Heyrst hefur, að þessum hugmy.ndum hafi verið hafnað á þeim forsendum að fjárhagslegan grundvöll skoi'ti, þ. e. ekki væri tryggður nægileg- ur arður. Verður að telja slíkar fullyrðingar hlægilegar þegar aflamagn annai’ra þjóða á slíkum skipum er virt og hafa íslending- ar yfirleitt ekki þótt gefa þeim eftir þegar þeir hafa sambærileg tæki í höndum. Frændur okkar Norðmenn og Færeyingar, hafa tekið þessa tækni í sína þjónustu með góðum árangi'i og las ég í blaði nýlega að norsku verk- smiðj utogarai'nir væru þau fiski- skip þai'lend, sem mestum ai’ði skiluðu á þessu og síðasta ári. Ég hefði haldið, að þegar við endui-nýjuðum togaraflota okkar, myndum við ekki sízt hafa í huga þau skip, sem geta farið inn á ný svið, aukið við það sem áður hefur verið og þar með skapað breiðari grundvöll og traustari. Frá mínum bæjardyrum séð hef- ur hinn aukni fjöidi stærri báta þrengt svo kost togara hér á nær- miðum að vart sé þar miklu á bætandi. Eigi togarar hins veg- ar að sækja á fjarlæg mið verða þeir að vinna afla sinn sjálfir til þess að hann verði samkeppnis- fær á möi'kuðum og það er ómót- mælanlegt, að enginn fiskur get- ur komið betri í hendur neytand- ans en sá, sem unninn er strax og hann hefur verið innbyrtur. Hér er komið að spurningunni um það, hvað forsvaranlegt sé að hafa fisk gamlan, þegar komið er með hann ísaðan til vinxlslu í landi, án þess að markaðir séu lagðir í hættu eða samkeppnis- Tvö skip Bæjarútgerðar Reykjavikur sjást hér við bryggju í höfuðborginni. Vonandi á þessi útgerð eftir að dafna á næstunni með tilkomu nokkurra nýrra skuttogara af nýtízku gerð. Húrra fyrir því! 34 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.