Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1971, Qupperneq 6

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1971, Qupperneq 6
Stnlt ágrip af sogo togveiða eftir Guöna Þorsteinsson, fiskifrœðing. I. Botnvarpa. Þegar ræða á um þróun botnvörpunnar, er dá- lítið álitamál, hvar á að byrja, því að núverandi botnvörpur hafa þróazt úr frumstæðum vörpum, sem yfirleitt eru kallaðar bómuvörpur eða bómu- troll. Upprunalegu bómutrollin voru hins vegar n. k. botnsköfur, sem mjög svipar til kúfisk- plógs. Fyrstu veiðarfærin, sem dregin voru á eftir skipi, eru þó talin hafa verið háfar. Frumstæðustu veiðarfærin, sem nú eru talin sem botnvörpur, eru áðurnefnd bómutroll. Þeim er eins og mörgum mun kunnugt haldið opnum lárétt af löngum trérafti, svokallaðri bómu (á ensku ,,boom“), sem höfuðlínunni er síðan skeytt við. Við enda bómunnar er fest n. k. klöfum, sem halda vörpunni opinni og auðvelda tog yfir tor- færur í botni. Yfirleitt er fótreipið haft nokkuð lengra en höfuðlínan og hefur það haldizt síðan. Slík bómutroll eru enn víða í notkun, einkum við veiðar á flatfiski, skelfiski og krabbadýrum og þá einkum rækju. Oft eru 2 bómutroll dregin í einu og er þá togvírunum komið fyrir í enda á löngum bómum, sem ná langt út fyrir skipshliðarnar. Þegar þessi aðferð er viðhöfð, t. d. við rækju- veiðar í Hollandi og Þýzkalandi, er vant að sjá af hvaða bómu varpan dregur nafn sitt. Til að koma í veg fyrir allan misskilning, verður því að segja, að bómutrollin séu dregin á bómum. Hætt er við að rugla þessari veiðiaðferð saman við að- ferð rækjuveiðara í Mexikóflóa. Þar 'eru einnig, dregnar 2 vörpur, sem haldið er í sundur með löngum bómum. Á vörpunum eru hins vegar eng- ar bómur, þar sem þeim er haldið opnum með hlerum. Breidd bómutrollanna takmarkast af lengd bómunnar og erfitt reynist að meðhöndla vörpur með meira en 12 m. löngum bómum. Því voru ýms- ar leiðir reyndar til að breikka vörpuopið. Ein elzta aðferðin var sú að láta togvírana ganga út í lang- ar bómur, þannig að breidd vörpunnar varð ekki einungis skipsbreiddin, heldur og lengd beggja bómanna út fyrir skipshliðina. Við þetta fyrir- komulag rann hvor togvírinn út í sína bómu. önn- ur svipuð aðferð var sú, að bómurnar gengu fram og aftur úr skipinu. Við þetta var hægt að auka breidd vörpunnar verulega, en skipið sneri nú þvert á togstefnuna. Togferðinni var náð með því að láta skipið reka fyrir vindi með útþönd- um seglum að sjálfsögðu. Þessi frumstæða aðferð var því háð veðri og vindum í nokkuð óvenjulegri merkingu. Betri aðferð við að halda vörpunum opnum er að toga hverja vörpu með tveimur skipum í stað eins. Fjarlægð skipanna innbyrðis á togi sér um, að varpan haldist opin. Þar sem varpan er auk þess dregin af 2 skipum, verður nú mögu- legt að draga hana hraðar og stækka hana jafn- framt. Þar sem aflinn með þessari veiðiaðferð skiptist á 2 skip, verður hann að vera a. m. k. tvöfaldur afli eins skips. Það reyndist hann líka oft vera, áður en hlerarnir komu til sögunnar. Samt er þessi aðferð algeng enn, t. d. á Spáni, þar sem hún er nefnd ,,pareja“ og hefur það nafn fests við þessa veiðiaðferð í mörgum tungu- málum. Veiðiaðferð þessi er einkum heppileg fyrir lítil skip. f Evrópu er hún utan Spánar einkum notuð í Eystrasalti og Norðursjó, bæði af Norðurlanda- búum og Þjóðverjum, fyrst og fremst við síld- veiðar, bæði með botnvörpu og flotvörpu. Utan Evrópu er aðferð þessari einkum beitt í Austur- Asíu, einkum Jápan. Því er sýnt, að þessi aðferð er nokkuð happadrjúg, þegar menn eru komnir upp á lag með að nota hana. Margir telja helzta ókost hennar, að skilyrði til árangurs er það, að 2 skipstjórar vinni saman, en það vill ganga nokk- uð brösótt, þar sem skipstjórar eru yfirleitt öllu öðru vanir en að láta segja sér fyrir verkum, á sjó að minnsta kosti. Þegar nú er talað um botnvörpuveiðar eða tog- veiðar, er yfirleitt átt við, að vörpunum, sem dregnar eru, sé haldið opnum með hlerum. Upphaf hleranna við fiskveiðar er ekki að finna í tog veiðinni, heldur, þótt merkilegt megi virðast, í stangarveiði í brezkum ám. Löngu áður en fundið var upp á að nota hlera við botnvörpur, notuðu enskir sportveiðimenn hlera til að skvera línu sína út í straumvötn. Gagnstætt því sem venjulegt er, stendur hlerinn kyrr, þegar þannig er að farið, en straumþungi vatnsins sér um að ýta hleranum frá bakkanum. Þessi aðferð er bönnuð nú a. m. k. í brezkum vötnum. Árið 1885, eða um svipað leyti og tekið var að nota hlera við togveiðar, notuðu Danir hlera við dragnætur sínar. Því bendir margt til þess, að hlerarnir hafi fyrr verið notaðir við dragnætur en botnvörpur. Og ekki þarf að taka fram, að slíkt er einnig bannað nú. Fyrstu tilraunir með að nota hlera við botnvörpur voru gerðar á Irlandi á 7. tug 19. aldarinnar. Hét sá Musgrave, sem þær tilraunir gerði, en eins og margt annað gagnlegt, mistók- ust tilraunir þessar í fyrstu. Árið 1885 skutu VÍKINGUR 190

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.