Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1971, Blaðsíða 7

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1971, Blaðsíða 7
hlerarnir enn upp kollinum og enn á írskum skip- um og sama ár hóf enski togarinn Irawady veiðar með hleravörpu. Enda þótt árangur væri enn ekki upp á marga fiska í orðsins fyllstu merkingu, var tilraununum haldið sleitulaust áfram í Eng- landi og loksins árið 1892 sýndi enska seiglan sinn fyrsta árangur. Um svipað leyti fóru toggálgar einnig að ryðja sér til rúms og vörpurnar voru nú í fyrsta skipti togaðar á tveimur vírum. Það má þó með sanni segja, að árið 1892 hafi markað byltingu í tog- veiðum. Þremur árum seinna eða 1895 tóku bæði Frakkar og Þjóðverjar upp notkun hlera, skömmu á eftir Hollendingum. Aðrar Evrópuþjóðir, er togveiðar stunduðu, tóku og fljótlega upp þessa nýjung. Smátt og smátt var og farið að nota hlera utan Evrópu, t. d. árið 1905 í Japan. Jafnframt því sem hlerarnir voru teknir í notkun, voru vörp- urnar stækkaðar nokkuð, einkum reyndist nú unnt að lengja vængina verulega. Hlerarnir voru fyrst í stað staðsettir við vængendana, en smám saman var tekið upp á að tengj a vængina við hlerana með leggjum og var lengd þeirra mjög á reiki. Það mun hafa verið nálægt 1920, sem Frakkarnir Vigneron og Dahl tóku upp á að nota grandara. Þar með var lag botnvörpunnar orðið mjög svipað því, sem ger- ist enn þann dag í dag. Á dögum bómutrollana var netopið fastákvarð- að fyrirfram af lengd bómunnar og hæð hliðar- klafanna. Þegar hlerarnir komu til sögunnar var netopið þegar orðið breytilegt. Breidd opsins fór ekki einungis eftir stærð hleranna, heldur og eftir togferðinni og fleiri atriðum. Nú reyndist að sjálf- sögðu einnig nauðsynlegt að setja flot á höfuð- línuna til þess að tryggja lóðrétt op í vörpuna. Flot- ið skapar þó aukið viðnám og skverar höfuðlínuna jafnvel aftur og niður. Sú hugmynd að skvera höfuðlínuna upp með þar til gerðum hlerum var fyrst reynd í Þýzka- landi árið 1920. Þetta gaf þegar góða raun við síldveiði í botnvörpu og leiddi til þess, að tekið var upp á því að hafa lausa hlera allt upp í 3 tals- ins fyrir ofan höfuðlínuna. Til þess að hlerarnir héldust á sínum stað gengu 2 leggir úr hvei’jum hlera úr hverjum hlera fram hver í sinn klafann og aðrir 2 í höfuðlínuna. Hlerarnir drógu höfuðlín- una að vísu nokkuð upp, en gerðu þó meira gagn með því að fæla fiskinn, sem staðsettur var ofan við höfuðlínuna niður fyrir hana og því inn í netopið. Slíkt fyrirkomulag er stundum notað enn í dag, enda þótt það sé mjög óþjált í meðförum. Algeng- ara er nú orðið að fá höfuðlínuna hærra frá botni, ef veiða á fisk, sem stendur laust frá botni. Þetta er gert með því að dýpka vængina að mun og stundum með því að gera vörpuna úr 4 netbyrð- Nágrannar okkar að losa síld, sem veiðst hefur í troll. VlKINGUB

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.