Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1971, Blaðsíða 8

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1971, Blaðsíða 8
um í stað 2. Til þess að hinir djúpu vængir fái notið sín, verður að framlengja höfuðlínulegginn verulega, oft allt fram í hlera eða jafnvel upp á togvír. Oft er og hæðarhlerum eða seglum, eins og nú er vinsælast, komið fyrir við höfuðlínuna til að fá hana hærra upp. Þessi viðleitni til að hækka höfuðlínuna getur oft leitt til þess, að nokkur aukaþyngsli verður að setja á fótreipi, til að varpan fari ekki öll frá botni. Ótal gerðir af vörpum með þessum eiginleikum hafa verið reyndar á undanförnum árum, en flestar vinna þær mjög svipað. Það mætti skrifa langt mál um það, hversu miklu veiðnari þær eru en vörpurnar af Grantongerðinni, ef — vel að merkja — fiskur er laus frá botni. Þó verður að hafa í huga, að lóðrétt hæð slíkra varpna er að einhverju leyti fengin á kostnað breiddarinnar. Ef fiskur er því fast við botn kann það gamla og góða að reynast happadrýgst. Að sjálfsögðu er enn betra að hafa báðar gerðirnar ávallt til taks og nota þær, eftir því sem aðstæður segja til um. Menn hafa allt frá öndverðu álitið botnvörp- una mikið gjöreyðingartæki, sem stórhættulegt væri öllum fiskistofnum og öðru dýralífi í sjónum og reyndar plöntulífinu einnig. Fyrsta skráða heimild um botnvörpu (bómu- vörpu), sem til er, er frá árinu 1377 og er — að sjálfsögðu liggur mér við að segja — frá Eng- landi. Eðvarði III, þáverandi kóngi, var tilkynnt um þetta galdratæki, sem veiddi smáfisk um- vörpum og myndi leiða til hruns enskra fiskveiða, ef ekki yrði tekið í taumana. Þar sem teikning fylgdi tilkynningunni er ekki um að villast, að hér var um bómutroll að ræða. Á næstu öldum virðist svo sem bómutroll hafi eitt- hvað verið í notkun, enda þótt þau virðist oftast hafa verið forboðin. I 400 ára gamalli lýsingu á enskum togarasjómönnum segir svo: „Hinir lötu fiskimenn fóru til fiskjar að nóttunni til að fiska fyrir markaðinn morguninn eftir. Sumir fóru ekki fyrr en kl. 3 að morgni og komu aftur kl. 9 með skipin fullhlaðin. Gengu þeir því næst til öldur- húsa og drukku þar dag og nótt, unz skortur á skotsilfri knúði þá aftur til fiskjar". Lýsing þessi sýnir, að gömlu bómutrollin hafa mjög svo borið af öðrum veiðarfærum og þeir sem afla með fiski- gæfari veiðarfærum en fjöldinn, njóta yfirleitt ekki hylli samtíðarmanna sinna, eins og lýsingin ber glöggt vitni. Og síðast liðnar 4 aldir hafa þar ekki miklu um breytt. Þetta á ekki hvað sízt við um botnvörpuna. Enn þann dag í dag er ísl. fiski- mönnum, sem stunda veiðar með botnvörpu, mein- aður aðgangur að fiskimiðum, þar sem fiski er mokað upp í ýmis önnur veiðarfæri. Rétt er því að taka stuttlega saman það, sem gerzt er vitað um skaðsemi botnvörpunnar. Fyrst smáfiskadrápið. Jafnvel sú möskvastærð, sem nú er lögboðin, kemur alls ekki í veg fyrir dráp á smá- fiski, sem ekki er hægt að nýta. Einkum ber á þessu þegar aflabrögð eru góð, svo að smáfiskur- inn fær ekki nægilega möguleika til að komast að möskvum pokans og sleppa út um þá. Botnvarpan er því miður óæskilegt veiðarfæri, þar sem smá- fiskur er til staðar, en öll önnur veiðarfæri, sem notuð eru á íslandi, eru hvað þetta snertir með sama markinu brennd að undanskildum lagnetum með stórum riðli. Þá er það botndýradrápið. Rétt er það, að botn- varpan rótar mjög upp botninum og koma þá í ljós ýmis botndýr, sem fiskar eiga greiðan að- gang að. Ef eitthvert svæði er svo upprótað, að lítið leynist eftir af botndýrum, liggur í augum uppi, að fiskur leitar ekki á það svæði í bili í ætis- leit við botn. Þessi botnplæging botnvörpunnar hefur því bæði kosti og galla, þ. e. hún léttir fisk- um fæðisleit, en getur líka orsakað flótta frá ákveðnum svæðum, sem þó er kannske ekki alltaf galli. Hvað þetta atriði áhrærir, á botnvarpan þó mjög skæðan keppinaut, sem er dragnótin og er hald flestra, að hún skafi botninn mun hressileg- ar en botnvarpan, enda sýnist það rökrétt. Um tjón á botngróðri er vart að ræða nema á þarabreiðum á mjög grunnu vatni. Við það rask- ast umhverfi þaraþyrsklings og fleiri fiskteg- unda, sem leita skjóls í þaranum. Tímans vegna er ekki unnt að gera frekari grein fyrir skaðsemi botnvörpunnar í samanburði við önnur veiðarfæri, en þó get ég ekki stillt mig um að lokum að benda á grein eftir Aðalstein Sigurðs- son, fiskifræðing, í tímaritinu Ægi, 20. tbk, sem fjallar um þetta efni. II. Flotvarpa. Sú hugmynd að veiða uppsjávarfiska í flot- vörpu er mjög gömul. Jafnhliða þróun botnvörp- unnar á fyrri hluta þessarar aldar voru reyndar ýmsar gerðir flotvarpna, sem þó gáfu slæma raun, sem ekki hvað sízt átti rætur sínar að rekja til þess, að þá voru engir dýptarmælar né önnur fiskileitartæki til. Áhuginn á flotvörpunni dvínaði samt sem áður ekki. Löngunin til að veiða fisk miðsævis í stórum stíl var öllu öðru sterkari. Flotvarpan átti að koma í stað þeirra veiðarfæra sem áður höfðu verið not- uð við veiðar á uppsjávarfiskum, þ. e. rekneta, hringnóta, háfa svo og öngulveiðarfæra. Þegar fiskileitartæki voru almennt sett í fiskiskipin eftir síðari heimsstyrjöld, jukust möguleikar flot- vörpuveiðanna, enda þótt ýmis vandamál væru enn óleyst. Eitt höfuðvandamálið var að staðsetja vörpuna á rétt dýpi, en það er mjög mikilvægt, einkum þegar torfurnar eru þunnar í lóðrétta átt. Ýmis tæknileg vandamál varðandi gerð og með- höndlun vörpunnar voru og óleyst. Mesta vandamálið var hins vegar sú staðreynd, að uppsjávarfiskar hafa langt um meiri möguleika VÍKINGUR 192

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.