Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1971, Síða 9

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1971, Síða 9
á að flýja vörpuopið en botnfiskar. Uppsjávar- fiskar eru yfirleitt mjög viðbragðsfljótir, en það sem meira máli skiptir er það, að þeir hafa einni flóttaátt meira (niður) en botnfiskar. Þetta vandamál leiddi til þess, að sífellt var leitazt við að stækka vörpurnar og má segja að sú þróun hafi haldist síðan. Það var ekki fyrr en árið 1948 að flotvörpu- tilraunir báru árangur. Það var 2ja báta varpa gerð af Dananum Robert Larsen, sem var að verki. Varpa þessi var gerð úr 4 samskonar net- byrðum, pýramídalöguð. Hún var dregin af 2 bát- um með alls 4 togvírum. Margar þjóðir urðu til að taka upp vörpu þessa eða að útbúa sér svip- ( aðar vörpur, ekki sízt Þjóðverjar, Svíar og Jap- anir. Mörgum var þó þyrnir í augum að nota 2 skip við veiðar með sömu vörpunni, enda hefur það vissulega marga ókosti. Tilraunum með hleravörp- um var því ótrautt haldið áfram. Árangur varð þó lítill lengi vel, nema helzt við veiðar á við- bragðsdaufum fiski, helzt síld, enda var yfirleitt togað fyrir þá fisktegund. Fyrsti verulegi árang- urinn náðist þó árið 1952 í íslenzku Breiðfjörðs- vörpuna, en einnig í þetta sinn var yfirleitt um hrygnandi fisk að ræða. Ekki er með því kastað neinni rýrð á hið íslenzka framtak og hugvit, enda eru næsta fá dæmi til um árangursríkar þorskveið- ar í flotvörpur yfirleitt. En áfram var haldið við tilraunirnar með flot- vörpunni. Vörpurnar voru stækkaðar smátt og smátt, enda þarf býsna stórt op til að veiða síld, sem mest var sótzt eftir, þar sem hún kemur vart nær umgjörð netopsins en 5 m. Samkvæmt því er 10 x 10 m. vörpuop of lítið til að veiða síld, nema torfurnar séu þeim mun þéttari eða síldin hrygnandi, en þá fælist hún alls ekki vörpuopið. Til dæmis um þróunina í Þýzkalandi má nefna, að árið 1962 voru vörpur með 16 x 27 m. opi í notk- un og árið 1965 var vörpuopið orðið um 20 x 30 m. og síðla árs 1966 hófust tilraunir með 25 x 40 m. vörpu. Möskvastærð í forneti þessara varpna var 200 mm. Var þá svo komið, að ekki var fært að stækka vörpurnar nema minnkað viðnám í togi kæmi til, þar sem reynslan hafði sýnt, að fiskur heldur sig yfirleitt ekki nærri randlínum vörpu- opsins, var gripið til þess ráðs að stækka möskva fornetsins nær þrefalt í trausti þess, að fiskur færi þar ekki út. Stuðzt var við reynslu Pólverja og Frakka, sem þegar höfðu notað stórriðnar vörpur við síldveiðar með góðum árangri. Þessar stóru, stórriðnu vörpur gáfu góða raun og voru brátt stækkaðar enn. Nú er op stærstu varpanna um 37 x 55 m. Eitt höfuðskilyrði flotvörpuveiða eru góð fiski- leitartæki. Góður dýptarmælir er því aðeins nægi- legur, að fiskitorfurnar séu svo þéttar, að ekki þurfi beinlínis að leita að þeim. Að öllu jöfnu er VlKINGUR þó nauðsynlegt að nota fiskrita (asdik), eins og við aðrar veiðar á uppsjávarfiski. Hvorugt þess- ara tækja veitir þó upplýsingar úm dýpt vörp- unnar í sjónum. 1 upphafi flotvörpuveiðanna var reynt að reikna stöðu vörpunnar út frá horninu, sem togvírar mynda við láréttan flöt. Þessi að- ferð reyndist þó of ónákvæm, vegna þess að tog- vírar mynda engan veginn beina línu frá skipi að hlerum. Annar möguleiki er sá að láta nærstatt skip sigla yfir vörpunni og ákvarða dýpt hennar með dýptarmæli. Slíkt er þó ekki unnt nema endr- um og eins, eins og skiljanlegt er. Tveir nothæfir möguleikar eru þó eftir. Ann- ars vegar að staðsetja dýptarmæli á vörpunni (yf- irleitt á höfuðlínu) og hins vegar að mæla þrýst- ing við vörpuna og reikna dýptina út frá því. Báðar aðferðirnar hafa verið reyndar með og án kapals frá mælitækinu til skipsins. Þrýstitæki þau, er notuð hafa verið til dýptar- ákvörðunar vörpunnar, vinna á sama hátt og sjálf- ritandi loftvogir. Tækið, sem sett er á vörpuna, ritar línurit, sem sýnir dýptina á hverjum tíma. Eftir hvert tog er línuritið síðan tekið úr tækinu og eru þar með fengnar upplýsingar um það, hve djúpt varpan hefur verið í sjónum. Með þessum hætti fást upplýsingar um dýpi vörpunnar, en þó ekki fyrr en að loknu togi, og er því takmarkað gagn af vegna þess að ekki er hægt að segja fyrir með neinni vissu, að varpan lendi á sama dýpi í næsta togi, enda þótt sama víralengd sé notuð. Örlítill munur á toghraða og togstefnu (áhrif straums og veðurs verða önnur) geta haft mikil áhrif. Upplýsingar frá þrýstitækinu má hins veg- ar fá jafnóðum, ef notaður er kapall, sem liggur frá tækinu að skipinu. Bandaríkjamenn gerðu þetta t. d. með góðum árangri 1957. Athyglisvert er þó, að fyrsta þrýstitækið, sem mér vitanlega hefur verið sett á flotvörpu, var íslenzkt, útbúið af Jóni Sveinssyni rafvirkjameistara að tilhlut- an Agnars Breiðfjörðs. Tæki þetta, sem notað var með kapli, var reynt á bv. Neptúnusi 1952 við flotvörpuveiðar. I tilraunum, sem Japanir gerðu árið 1957, tókst að finna leið til að fá upplýsingar um dýpt netsins jafnóðum án þess að nota kapal. Á þrýstingsmæl- inum var sérstakt senditæki, sem sendi stuttbylgju- merki í átt að skipinu. Móttakari, sem dreginn var á eftir skipinu, tók á móti þessum merkjum og kom þeim áfram í sérstakan skrifara, sem síðan sýndi dýpt vörpunnar á línuriti, eða á líkan hátt og dýptarmælar gera. Sú hugmynd, að setja dýpt- armælisbotnstykki á höfuðlínu vörpunnar, kom fram í Frakklandi á árunum eftir 1950. Þar var gert ráð fyrir, að kaplinum yrði komið fyrir í öðrum togvírnum. Ekkert varð þó úr þessum fram- kvæmdum, en Ameríkanar reyndu þessa aðferð árið 1964, og síðan hefur hún verið notuð af og til, að því er sagt er, með góðum árangri. 193

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.