Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1971, Qupperneq 12

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1971, Qupperneq 12
á, og í rauninni auðæfi í þessu fátæka landi. Konan, sem tók á móti mér var gömul, harðneskjuleg á svip og áberandi lagleg. Maður, sem sat á strástól stóð á fætur og heilsaði mér, en settist, þegar aftur án þess að mæla nokkuð frekar. Kon- an segir þá við mig: „Þú verður að fyrirgefa, hann er orðinn heyrnarlaus, hann er áttatíu og tveggja ára.“ Hún talaði góða frönsku. Mig furðaði á því og spurði: „Þú ert ekki ættuð frá Corsicu?" Hún svaraði: „Nei, við erum frá meginlandinu, en höf- um búið hér í fimmtíu ár“. Ég varð gripinn angist og ótta við tilhugsunina um, að hafa dvalið fimmtíu ár í þessu drunga- lega umhverfi svo langt frá borg eða bæ, þar sem fólk annars hef- ur bólfestu. Gamall fjárgæzlumaður kom nú heim, og við settumst að mat- borði. Einn réttur var fram bor- inn, Þykk súpa úr kartöflum, svínafeiti og káli er soðið var saman. Þegar hinni einföldu mál- tíð var lokið, stóð ég upp frá borðinu og settist úti við dyrnar. Mér var órótt innanbrjósts af dapurlegu umhverfinu, ég var kvalinn af angist, er stundum grípur ferðamanninn að kvöldi dags, á sérlega einmanalegum og gleðivana stöðum. Það virðist eins og allt sé komið að leiðar- lokum — sé í upplausn, og einn- ig alheimurinn sjálfur. Þú skynj- ar greinilega hið hræðilega eymd- arlíf, einangrunina frá öðru fólki, allsleysið og dökkan einmanaleik hjartans, sem elur sjálfan sig og svíkur með draumum allt til loka- stundar — dauðans. Gamla konan settist hjá mér við dyrnar, kvalin af forvitni, sem ávallt lifir í dýpstu leyndum hjartans, einnig í hlédrægustu sálum. „Þú ert frá Frakkalandi ?“ seg- ir hún. „Já, ég ferðast mér til skemmt- unar“. „Þú ert ef til vill frá París?“ „Nei, ég er frá Nancy“. Mér virtist hún verða mjög hrærð. Hvernig ég sá það, eða réttara, hvernig mér fannst það, veit ég ekki. Hún endurtók mjög dræmt: „Þú ert frá Nancy?“ Maðurinn birtist í dyrunum af- skiptalaus, eins og heyrnarlaus- um er tamt. Hún segir: „Það gerir ekkert til, hann er alveg heyrnarlaus". Eftir andar- taks hlé hélt hún áfram: „Svo að þú þekkir þá fólk í Nancy?“ „Já, vissulega, næstum hvern mann“. „Fjölskylduna frá Saint Al- laize?“ „Já, mjög vel, það var vina- fólk föður míns“. „Hvað ert þú kallaður?“ Ég sagði henni nafn mitt. Hún leit fast á mig, og mælti lágt, eins og styddist hún við gamlar endurminningar: „Jú, jú, nú man ég það. Og Brisemares fólkið, hvað hefur orðið af því?“ „Það er allt látið". „Ó, já! Og Sirmonts fjölskyld- an, þekkir þú hana?“ „Já, — síðasti maðurinn í þeirri fjölskyldu er hershöfð- ingi“. „Hún svaraði, skjálfandi af geðshræringu og hugarangri, hvort það var af trufluðum sterk- um og helgum tilfinningum veit ég ekki, eða niðurbældri þörf á að skrifta, segja frá öllu, tala um þá hluti sem hún hingað til hafði geymt í leyndum eigin hjarta, eða minnast nafna sem höfðu truflandi áhrif á sál hennar. „Já, Henri de Sirmont, hann þekki ég vel, hann er bróðir minn“. Ég leit á hana fullur undrunar, — og allt í einu skaut minningum upp í huga mínum. Það hafði valdið miklu hneyksli meðal aðalsins í Lorraine. Ung stúlka, falleg og rík, Suzanne de Sirmont, hafði hlaupist á brott með undirforingja við herdeild sem faðir hennar stjórnaði. Hann var laglegur maður, bóndasonur, og bar sig vel í bláu einkennisfötunum. Þessi ungi maður hafði gagntek- ið dóttur sveitarforingjans. Hún hafði séð hann, veitt honum athygli og orðið hugfangin af honum, vafalaust við það að horfa á herflokkinn ganga fram hjá. Hvernig henni hefur tekist að ná tali af honum, hvernig þeim hefur tekist að hittast, koma skilaboðum hvort til annars, hvernig hún hefur farið að því að koma honum í skilning um að hún elskaði hann, — það vissi enginn. Enginn hafði hugboð um neitt, allir voru grunlausir. Kvöld eitt þegar hermaðurinn hafði nýlok- ið varðtíma sínum, hurfu þau. Aðstandendur hennar leituðu þeirra árangurslaust en fengu aldrei fregnir af þeim, og álitu að hún væri ekki meðal lifenda. Og hér fann ég hana í þessum óheilla dal. Ég hélt samtalinu áfram og sagði: „Nú man ég þetta vel, þú ert ungfrú Suz- anne“. Hún hneigði höfuðið til samþykkis, og tár hrukku af aug- um hennar. Með augna tilliti sýndi hún mér, að gamli maður- inn, sem stóð hreyfingarlaus á þröskuldinum í kofa-dyrunum — „þetta er hann“. Ég skildi að hún elskaði hann ennþá, að ennþá leit hún hann töfrandi augnaráði. Ég spurði: ,Hefur þá að minnsta kosti, verið hamingju- söm?“ Hún svaraði með rödd, sem kom frá hjartanu: „Já, já! mikið hamingjusöm. Hann hefur gert mig mjög hamingjusama. Ég hef aldrei iðrast“. Ég horfði á hana, dapur, for- viða og undrandi yfir slíkum undra styrk ástarinnar. Þessi ríka unga hefðarkona hafði fylgt þessum manni, þessum bónda. Sjálf hafði hún orðið bóndakona. Sjálf hafði hún búið sér lífsstarf án töfra, íburðarlaust, án þæg- inda af nokkru tagi, lotið að ein- földustu lífsvenjum. Og ennþá elskaði hún hann. Hún hafði gerst eiginkona óbrotins sveitabónda í dúkskirtu með derhúfu á höfði. Sitjandi á strásetustól borðaði hún af leirfati við gróft viðar- borð, súpu gerða úr kartöflum, káli og svínafeiti. Hún svaf á VlKINGUR 196

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.